Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Side 4
Helgarblað 3.–6. júní 20164 Fréttir Á bendingum til Trygginga­ stofnunar um meint bóta­ svik fækkaði um hundrað milli ára eftir að umdeild­ ur ábendingahnappur var fjarlægður af heimasíðu stofn­ unarinnar að kröfu Persónu­ verndar. Ríkisendurskoðun hvatti nýlega Tryggingastofnun (TR) til að koma aftur upp nýjum og löglegum hnapp að sögn svo að stofnunin geti nýtt þau tæki sem í boði eru til að sinna lögboðnu eft­ irliti með bótagreiðslum. DV fjallaði um hugsanlega endurkomu bótasvikahnapps­ ins í síðasta blaði þar sem með­ al annars kom fram hörð gagn­ rýni formanns Öryrkjabandalags Íslands á hugmyndina. Rakti for­ maðurinn, Ellen Calmon, meðal annars ástæður þess að hún teldi fáránlegt að taka upp slíkan hnapp að nýju og benti á að hann skapaði að auki neikvæð hugrenningatengsl hjá fólki varðandi TR og örorkulíf­ eyrisþega sem væru málaðir sem bótasvikarar. Sinni lögboðnu eftirliti Meðal röksemda Ríkisendur­ skoðunar fyrir upptöku TR á hnappnum á vefsíðu sinni að nýju var að ábendingum um bótasvik hafi fjölgað markvert eftir að hon­ um var komið upp í júlí 2009 en að sama skapi hefði ábendingum fækkað eftir að hann var fjarlægð­ ur í mars í fyrra fyrir að standast ekki lög og reglur. Í síðasta blaði kom fram í máli Þóris Óskarssonar, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Ríkis­ endurskoðunar, að hvatning henn­ ar til TR um að taka upp hnappinn snerist ekki um að fjölga ábending­ um í sjálfu sér. Heldur fremur því sjónarmiði að stofnuninni beri að nýta þau tæki sem í boði eru til að sinna lögboðnu eftirliti sínu með bótagreiðslu. Fækkaði um hundrað milli ára Samkvæmt svörum sem DV fékk frá Tryggingastofnun um fjölda bótasvikamála, sem upplýst hafi verið með aðstoð upplýsinga frá gamla hnappnum, segir að árið 2014 hafi 189 ábendingar borist í gegnum ábendingahnappinn á heimasíðu stofnunarinnar. Árið 2015 hafi verið skráðar 85 ábendingar. Ábendingum um meint bótasvik fækkaði því um rúmlega 100 ábendingar eftir að hnappurinn var fjarlægður. Gamli hnappurinn bauð upp á þann möguleika að tilkynna nafngreind­ an einstakling í skjóli nafnleysis. Einstaklingur sem varð fyrir því að vera tilkynntur kvartaði til Persónu­ verndar vegna hans í fyrra og vildi meina að hann stæðist ekki lög. Í úrskurði Persónuverndar kom fram að samkvæmt lögum um persónuvernd ætti hinn tilkynnti rétt á vitneskju um vinnslu persónu­ upplýsinga um sig og einnig rétt á að vita hvaðan upplýsingarnar kæmu. Þar sem ábendingahnappur TR gerði fólki kleift að koma fram und­ ir nafnleysi og án þess að gefa upp svo mikið sem netfang í ábending­ um sínum um meint bótasvik tiltek­ inna einstaklinga, gæti hinn skráði ekki notið réttinda sinna. Það væri brot gegn lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og krafðist Persónuvernd þess að TR fjarlægði hnappinn. Við því var orðið og hefur hann ekki sést á vef­ síðu stofnunarinnar síðan. Hundrað viðtöl Í svari TR segir enn fremur að ef ábendingar sem berast til stofn­ unarinnar gefi tilefni til nánari skoðunar sé viðkomandi sem ábendingin beinist að boðið að koma í viðtal til að fara yfir málin. „Í mörgum tilfellum lýkur ferlinu þar með því að skráning er lagfærð og greiðslur leiðréttar eftir atvikum. Rúmlega 100 slík viðtöl fóru fram á síðastliðnu ári.“ DV spurðist fyrir um hversu háar fjárhæðir hefði verið um að tefla í þeim málum sem upplýst voru fyrir tilstilli hnappsins, en í svari TR seg­ ir að ekki sé mögulegt að tengja fjár­ hæðir við ábendingar. n Hrun í ábendingum eftir að hnappurinn hvarf Tilkynningum um bótasvik snarfækkaði milli ára þegar ólöglegur ábendingahnappur hvarf „ Í mörgum tilfellum lýkur ferlinu þar með því að skráning er lagfærð og greiðslur leið- réttar eftir atvikum Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fækkaði umtalsvert Eftir að tekið var fyrir nafnlausar ábendingar um meint bótasvik á vef TR fækkaði ábendingunum um ríflega hund- rað milli ára. Mynd Sigtryggur Ari Feðgar í Panama-skjölum Tengjast að minnsta kosti 50 aflandsfélögum F eðgarn ir Björgólf ur Guð­ munds son og Björgólf ur Thor Björgólfs son tengj ast að minnsta kosti um fimm tíu af­ l ands fé lög um í skatta skjól um sem stofnuð voru í gegn um lög fræðistof­ una Mossack Fon seca í Panama. Þetta kemur fram í úttekt Stundar­ innar, sem unnin er upp úr Panama­ skjölunum svokölluðu og í sam­ vinnu við Reykjavik Media. Gögn um Björgólfsfeðga í skjölunum ná aftur til ársins 2001. Fram kemur í úttektinni að Björgólfur Guðmundsson hafi ósk­ að eftir prókúruumboði fyrir félagið Ranpod Limited í nóvember 2008, mánuði eftir hrun Landsbankans – en prókúruhafi félags getur ráð­ stafað eignum þess. Fé­ lagið var skráð á Bresku Jóm frúareyj um og í eigu dótt ur Björgólfs, Evelyn Bentínu Björgólfs dótt ur. Fram kemur að Mossack Fonseca hafi verið tregt til að veita umboðið, vegna upplýsinga um efnahags­ brot og fjársvik Björgólfs. Þar hefur Hafskips­ málið líklega dúkkað upp. Þremur dög­ um síðar fengu feðgarnir báðir prókúruumboð og heimild til að stýra eignum Ranpod Limited frá Barclays­bank­ anum í Sviss. Í Stundinni kemur fram að skiptastjóri þrotabús Björgólfs Guð­ mundssonar kannist ekki við nafnið Ranpod Limited og segir að það fé­ lag hafi ekki verið hluti af uppgjöri þrotabús hans, en það var tekið til gjaldþrotaskipta í júlí 2009. Björgólfur Thor segir á heimasíðu sinni að 100 manna her lögfræðinga, endurskoðenda og annarra sér­ fræðinga hafi farið yfir öll gögn um hann og félög hans í tengslum við skuldauppgjör hans. „Hugleiðingar um að einhverju hafi verið haldið undan eru bæði ósmekklegar og meiðandi,“ skrifar hann og segir blaðamennina „kokhrausta“. „Hvað varðar félagið Ran­ pod sérstaklega þá lágu upp­ lýsingar um það félag fyr­ ir við rannsókn á fjármálum mínum.“ Loks hafnar hann því að þeir feðgar væru fjárhagslega tengdir. „Slík skráning hefur ekkert með fjölskyldutengsl að gera. Við vorum ekki og erum ekki fjárhags­ lega tengd­ ir sem sést best á því að faðir minn varð gjald­ þrota en ég ekki.“ n Björgólfur thor Hafnar því að tengjast föður sínum fjárhagslega. Þriggja ára með þyrlu Stúlka á fjórða aldursári var á fimmtudagskvöld flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspít­ alann í Fossvogi eftir slys á sveita­ bæ nærri Flúðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi varð stúlkan undir heyrúllu sem pökk­ uð var inn í plast og var í stæðu nærri bænum. Talið er að stúlk­ an hafi verið að leik á heyrúll­ unni ásamt fleiri börnum þegar slysið varð. Stúlkan var komin til meðvitundar þegar björgunar­ sveitarmenn komu á vettvang en þeir sinna bráðaútköllum í upp­ sveitum. RÚV hefur eftir lögreglunni á Suðurlandi að vettvangshjálp hafi gengið fljótt fyrir sig. Þyrlan hafi lent við bæinn rúmum hálf­ tíma eftir slysið og verið komin á Landspítalann hálftíma síðar. Veskið hjá lögreglunni Russell John Stevens, ferðamaður frá Kanada, gekk út af lögreglu­ stöðinni í Reykjanesbæ á fimmtu­ dag, glaður í bragði. Russell hafði týnt veski sínu en í því voru öll hans kort og talsvert reiðufé. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá þessu. Í skeyti frá lög­ reglunni segir: „Heiðvirður borgari sem fann veskið hans hafði komið með það á lögreglustöðina og skilað því inn með öllu sem í því átti að vera. Við sendum honum svo skilaboð á Facebook með þessum árangri. Nú getur hann loksins farið að eyða peningum eins og hann sagði.“ Myndavél í bíl Hreyfiskynjari og sjálfvirk upptaka FullHD 1080P LCD skjár LOKADAGAR AFMÆLISHÁTÍÐAR Tilboðin gilda út 4. júní! Krap, kaffi og nammi í boði og ALLT Á TILBOÐI :) Opnunartími: Föstudag: 10:00­18:30 Laugardag: 12:00­17:00 NÚ: 11.046 kr Lenovo Y700, Intel i5 6300HQ 8GB, SSD og 1TB diskur GTX960M FullHD IPS Windows 10 NÚ: 176.607 kr Sími 582 6000 ­ Skipholt 50c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.