Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Side 22
Helgarblað 3.–6. júní 20164 Íslenskur sjávarútvegur - Kynningarblað
Eyjabiti: Meinhollur,
ljúffengur og sívinsæll
E
ðlilega tengja margir Eyja-
bita við Vestmannaeyjar
enda voru harðfiskafurð-
ir undir þessu nafni fram-
leiddar þar um tíma. En fyr-
ir 20 árum var stofnuð fiskvinnslan
Darri á Grenivík sem keypti rekstur
Eyjabita og síðan hefur Eyjabitinn
verði framleiddur á Grenivík. Darri
er í eigu Heimis Ásgeirssonar og
sinnir eingöngu harðfiskvinnslu en
hráefnið er keypt á frjálsum mark-
aði. Um 12 til 16 manns starfa hjá
fyrirtækinu hverju sinni, einhverjir
í hlutastarfi, en ársverk eru alls 13.
„Við erum með þrjár fisktegund-
ir, þorsk, ýsu og steinbít, og úr þessu
hráefni framleiðum við 7–8 vöru-
tegundir. Til dæmis eru það bein-
hreinsuð, roðlaus þorskflök í alls
konar pakkningum. Við erum líka
með beinhreinsuð ýsuflök og bita-
fisk úr ýsu. Þá erum við með svokall-
aða óbarða ýsu, eins og hún kom úr
hjallinum í gamla daga. Sumir vilja
fiskinn þannig, það er áður en hann
valsast. Þá er hægt að brjóta sér af
honum til að maula,“ segir Heimir.
Harðfiskur er rómuð heilsuvara
og inniheldur um 82% prótein. Af
u.þ.b. 100 kílóum af slægðum fiski
koma 8,2 til 8,5 kíló af harðfiski en
afgangurinn er vatn, bein, hausar og
annað. Það hverfur því engin nær-
ing við þurrkunina.
Harðfiskur hefur lengi verið vin-
sæl vara en að sögn Heimis hafa
vinsældir Eyjabitans farið mjög vax-
andi undanfarin ár og hann er til
sölu í nær öllum verslunum sem
selja matvöru:
„Okkur hefur alltaf tekist að selja
allt sem við framleiðum, en árleg
framleiðsla núna er úr um 500 tonn-
um af slægðum fiski. Úr því vinnum
við um 42 tonn af harðfiski,“ seg-
ir Heimir og ljóst er að fólk kann
sífellt betur að meta þessa hollu
og próteinríku vöru. Segir Heimir
að aukin umræða um hollt matar-
æði og heilsusamlega lifnaðarhætti
vinni með Eyjabitanum.
Salan hjá Darra er þó ekki bund-
in við innanlandsmarkað því um
40% af framleiðslunni fara til út-
flutnings. n