Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 3.–6. júní 201626 Menning
… komdu þá við hjá okkur
Ertu á leið í flug?
Hafnargötu 62, KEflavíK / pöntunarsími 421 4457
Hádegis-tilboð alla daga
5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0
Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21
Þ
að eru margir af sömu
kröftunum sem laða fólk að
fótboltaleik og í leikhús, þar
eru hetjur og skúrkar, rökleg
framvinda, spenna um málalok.
Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöf-
undur og skáld, hefur fjallað um
fótbolta út frá slíkum hugtökum,
bæði í pistlum í Víðsjá og í Lesbók
Morgunblaðsins.
Eins og bíómynd
„Lengd fótboltaleiksins, 90 mín-
útur, rímar við úthald áhorfenda
ekki síður en líkamlegt úthald
leikmannanna. Þetta er einnig
hefðbundin lengd á bíómyndum,
það virðist vera einhvers konar
listrænt þanþol. Háskólakennslu-
stundir eru einmitt líka oft 45 mín-
útur, svo er gert hlé af því að við
höfum ekki úthald í meira,“ segir
Sigurbjörg.
„Lengd leiksins er um leið nógu
mikil til að þar geti átt sér stað
dramatísk uppbygging. Leikurinn
byggist smám saman upp að örlaga-
ríku augnabliki sem skiptir öllu máli,
vítaspyrnunni eða brottrekstrinum.
Það eru hetjur og skúrkar og það
eru mjög miklir dramatískir atburð-
ir. Ég velti fyrir mér hvort sé erfiðara
að ná þessu fram í hröðum leik eins
og handbolta og körfubolta þar sem
mörg stig eru skoruð á hverri á mín-
útu,“ segir hún.
Sigurbjörg segist telja að það
hljóti að vera fagurfræðileg upplif-
un sem áhorfendur sæki í. „Hvort
sem það er bara í því að horfa á
lærin á þátttakendum eða hvort
það er þessi samruni mannlegrar
áætlanagerðar og náttúru. Leik-
urinn fer fram á grænum velli
(þótt hann sé kannski gervi), ólíkt
ýmsum íþróttum sem fara fram
á sérstökum brautum. Það sem
mér finnst svolítið fallegt er þessi
stóra útfærsla á einföldum barna-
leik. Það hafa allir spilað fótbolta
úti í garði, þar sem er ekkert nema
grasið og boltinn. Þú þarft ekki
málaðar línur eða flóðljós, bara
tvö lið og bolta. Sá sem skorar
vinnur.“
Þarf að vera með hausinn í lagi
„Á vissan hátt snýst fótbolt-
inn um fullkomnun líkamans.
Knattspyrnugoðsagnir nútím-
ans eru ákveðin íkon, það hvern-
ig þeir eru byggðir, hvað þeir geta
og kunna. En það er líka áhuga-
vert að reyna að skilja hvernig
þeir hugsa. Það var einu sinni rit-
uð lærð grein um að David Beck-
ham hefði ekki háa málgreind en
gríðarlega mikla hreyfigreind –
hún leiddi fram kunnuglega tví-
hyggju. En það sýnir sig hins vegar
að þeir sem ná lengst eru „með
hausinn í lagi“ – eins og sagt er í
íþróttunum. Það þarf að hafa mik-
inn leikskilning, útsjónarsemi og
„strategíska“ hugsun, þetta er ekki
bara líkamlegt. Þetta er mjög fal-
legur leikur að því leyti að það er
hægt að setja upp alls konar kerfi
og það hvernig þú ert stemmd-
ur í kollinum getur haft úrslitaá-
hrif í leiknum. Enn aðrir horfa á
fótbolta sem góða útgáfu af stríði
– tveir herir hvor í sínu „uniform-
inu“ keppa um frægð og frama en
ekki kúgun og yfirráð.“
Eins og aðrir viðmælendur
DV leggur Sigurbjörg áherslu á
þá upplifun að sameinast öðrum
áhorfendum. „Þegar þú ert neyt-
andi eða áhorfandi fótboltaleiks
þá bregst þú við eins og stór hópur
fólks og sýnir það alveg viðstöðu-
laust. Kannski sýndi fólk einu
sinni svona sterk viðbrögð við
listaverkum, en það gerir það ekki
lengur! Það er alveg sama hvað
fer fram á sviðinu í leikhúsi, þótt
einhver sé drepinn á sviðinu fyr-
ir framan þig, þá kyngir þú í besta
falli en sýnir engin viðbrögð. En ef
það er einhver felldur inni í teig í
fótboltaleik þá bilast þú – og allir í
kringum þig líka. Þar kemur þessi
útrás, þetta „kaþarsis,“ sem listirn-
ar höfðu kannski einu sinni en er
búið að hemja svo mikið í okkar
borgaralega samfélagi.“
Dramatísk
uppbygging
og kaþarsis
Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur og ljóðskáld
F
agurfræðileg upplifun er ekki
bara spurning um fegurð,
heldur er það þegar maður
sekkur algjörlega inn í eitt-
hvert fyrirbæri,“ segir Guðbjörg R.
Jóhannesdóttir, aðjúnkt við Lista-
háskóla Íslands og nýdoktor í
heimspeki, sem hefur rannsakað
fagurfræði íslensks landslags.
„Þetta gerist þegar listaverk
grípur mann algjörlega, þegar
maður dettur inn í bókina, kvik-
myndina eða málverkið. Þetta
gerist líka með náttúruna, maður
dettur í að gera ekkert annað en að
skynja. Skynjunin sjálf verður að-
alatriðið, og maður er ekki búinn
að ákveða fyrirfram hvað það er
sem maður ætlar að skynja. Þetta
gerist þegar maður er óvænt grip-
inn af einhverju, en svo getur mað-
ur líka ákveðið að beina athyglinni
að fyrirbærum á þennan hátt, til
þess að reyna að sjá fegurðina í
þeim,“ segir Guðbjörg.
„Þetta gerist líka þegar fólk
horfir á fótbolta. Það sem er hins
vegar svo áhugavert við fótbolta
er að fólk tjáir sig svo sterkt um
hvað því finnst, en það gerum við
yfirleitt ekki mikið varðandi aðrar
fagurfræðilegar upplifanir. Yfirleitt
erum við meira að halda því fyrir
okkur sjálf,“ segir hún.
„Það gerist auðvitað stund-
um þegar maður upplifir það sem
kallað hefur verið hið háleita eða
ægifagra. Þá gefum við kannski frá
okkur örlítið „vá!“ En maður öskrar
ekki á sama hátt og þegar horft er
á fótbolta: VÁÁÁ... SJÁÐU ÞETTA
LANDSLAG!“ segir Guðbjörg og
hlær.
En hvað er það sem gerir það að
verkum að við upplifum fegurð, er
það eitthvað í formunum sjálfum,
gullinsnið í uppstillingum og hreyf-
ingum leikmanna?
„Ein hugmynd um fegurðina er
að hún felist í formum hlutanna,
gullinsniðinu og svo framvegis
– hún sé hlutlæg. En svo er and-
stæð hugmynd að hún sé bara í
huga þess sem skynjar – hún sé því
huglæg. En eins og ég skil fagur-
fræðilega upplifun eru það einmitt
tengslin á milli formsins og þess
sem skynjar. Það sem er að gerast á
vellinum er nefnilega ekki eitthvað
einfalt form, heldur byggist það
allt á mjög flóknum tengslum, því
sem er að gerast á vellinum og því
hvernig við upplifum það – en það
fer til dæmis eftir því með hverjum
við höldum. Við fáum gleðilega
uppplifun ef liðið okkar skorar en
ekki ef hitt liðið skorar.“
Tengjumst í fagur-
fræðilegri upplifun
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir heimspekingur