Fréttablaðið - 14.06.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskipta-notkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evr-ópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES,
hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn,
á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi. Engu
máli skiptir fyrir íslenskan viðskiptavin Símans, Vodafone,
Nova eða annarra fjarskiptafyrirtækja hvar í Evrópu hann
notar snjallsímann sinn. Pakkinn hans á Íslandi gildir líka í
öðrum Evrópulöndum. Þetta eru mikil tímamót fyrir neyt-
endur, en Samtök evrópskra neytendasamtaka, BEUC, hafa
lengi barist fyrir þessum mikilvægu hagsmunum og nú er
málið í höfn og meginreglan innan Evrópu er framvegis að
fólk getur reikað eins og það sé heima hjá sér. Á ensku er
notuð fyrir þetta skammstöfunin RLAH, sem stendur fyrir:
Roaming like at home.
Neytendur verða að vera vakandi og fylgjast með að
fjarskiptafyrirtæki fari eftir hinum nýju reglum. Allir neyt-
endur eiga skilyrðislausan rétt á þessu. Hafa ber þó í huga
að fjarskiptafyrirtækjum er heimilt að bjóða viðskipta-
vinum sínum önnur kjör en enginn viðskiptavinur þarf að
samþykkja slíkt.
Ákveðnar undanþágur eru frá hinni nýju meginreglu
en þær miða m.a. að því að koma í veg fyrir að viðskipta-
vinur, sem býr í einu landi, geti keypt sína fjarskiptaþjón-
ustu í öðru landi og reikað án aukagjalds. Einnig getur í
vissum tilfellum verið leyfilegt fyrir fjarskiptafyrirtæki að
innheimta aukagjald fyrir gagnamagn umfram tiltekið
hámark ef heildsöluverð gagnamagns í Evrópu er hærra
en það gjald sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum
í áskriftarsamningi. Þetta viðbótargjald getur hins vegar
aldrei orðið hærra en svo að það brúi bilið milli áskriftar-
verðsins og heildsöluverðsins.
Nú ríður á að hver einstakur neytandi sé á varðbergi og
fylgist vel með hvort fjarskiptafyrirtækið hans virðir hina
nýju meginreglu. Mikilvægt er að hafa í huga að fjarskipta-
fyrirtækjum er óheimilt að víkja frá meginreglunni nema
að fengnu upplýstu samþykki viðskiptavinar. Neytenda-
samtökin munu fylgjast með framkvæmd þessara nýju
reglna af hálfu fjarskiptafyrirtækja og ég hvet neytendur
til að hafa samband við okkur í ns@ns.is ef þeir verða varir
við að misbrestur sé á að réttum reglum sé framfylgt.
Engin reikigjöld lengur
Nú ríður á að
hver einstak-
ur neytandi sé
á varðbergi og
fylgist vel
með hvort
fjarskipta-
fyrirtækið
hans virðir
hina nýju
meginreglu.
Ólafur Arnarson
formaður Neyt-
endasamtakanna
Reykjavíkur-
borg og
Reykvíkingar
þurfa því að
leita annarra
leiða til þess
að bæta
loftgæði í
borginni og
þar kemur
ýmislegt til
greina.
Bornir og barnfæddir Reykvíkingar hafa lengi haft þá trú að það sé gott að vera úti. Að ungbörn eigi að sofa síðdegis-blundinn úti í kerru í svo gott sem öllum veðrum, að krakkar eigi að vera úti að leika sér eftir skóla og að það sé gott fyrir
okkur öll að njóta útivistar sem oftast og þá líka innan
borgarmarkanna. Þetta er hugmynd Reykvíkinga um
loftgæði í borginni en raunin er að hér er á stundum
meiri svifryksmengun en í iðnaðarborginni Denver í
Bandaríkjunum.
Þetta sýnir niðurstaða kannana sem dr. Larry G.
Anderson framkvæmdi í borginni fyrir skömmu og
sérfræðingurinn var alveg bit á niðurstöðunni. Það
vekur sérstaka athygli að dr. Anderson telur skýring-
una ekki að finna í nagladekkjanotkun borgarbúa því
rykið af þeim sé grófara en það sem einkum myndast
út frá bruna jarðefnaeldsneytis sem á Íslandi er nánast
alfarið út frá farartækjum. Undir þetta tekur Þorsteinn
Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfis-
stofnun, en hann bendir þó einnig á að í nagladekkja-
borg á borð við Reykjavík myndist einnig fínna svifryk
af völdum naglanna.
Meirihlutinn í skipulags- og umhverfisráði lagði
einmitt nýverið fram áskorun á ráðherra samgöngu-
mála um að taka upp sérstaka gjaldtöku á bíleigendur
sem nota nagladekk. En þó ráðinu gangi eflaust gott
til þá virðist hér vera á ferðinni skammtímanálgun
sem er ekki líkleg til þess að skila árangri, einfaldlega
vegna þess að þeir sem velja að nota nagladekk gera
það væntanlega til þess að reyna að tryggja öryggi
sitt og sinna. Það er til að mynda hæpið að fjölskylda
með þrjú börn í sínum fólksbíl sé tilbúin til að slaka á
örygginu til þess að spara sér gjaldtöku. Viðkomandi
fjölskylda stæði frammi fyrir auknum álögum eða að
slaka ella á örygginu.
Reykjavíkurborg og Reykvíkingar þurfa því að leita
annarra leiða til þess að bæta loftgæði í borginni og
þar kemur ýmislegt til greina. Borgaryfirvöld geta til
að mynda tekið aftur upp tilraunir með rykbindingu
eins og verið var að prófa á árunum fyrir hrun en hefur
síðan legið í dvala. Þá er óhætt að segja að huga þurfi
að almennu ástandi gatnakerfisins, hreinsun gatna
og viðhaldi. Að auki mætti líta til þeirrar jákvæðu
breytingar að koma langferðabílunum frá miðbænum
en þar er galli á gjöf Njarðar sá ósiður margra rútu-
bílstjóra að láta bílana ganga á meðan beðið er eftir
farþegum og bílar lestaðir. Slíkt má daglega sjá dæmi
um m.a. í Lækjargötu skammt frá íbúðabyggð, skólum
og innan um fjölda gangandi vegfarenda í mið-
borginni. Það er einfaldlega of algengt að við sjáum
dæmi þess að ökumenn meti rétt sinn til þess að láta
loftræstinguna í bílnum ganga langt umfram loftgæði
samborgaranna.
En það sem er mikilvægast er að við áttum okkur
á því að hugmynd okkar og veruleiki um loftgæði í
Reykjavík fer ekki lengur saman. Það að bæta úr þessu
og tryggja að það verði áfram öllum hollt og gott að
vera úti í Reykjavík er verkefni okkar allra en ekki ein-
vörðungu borgaryfirvalda og atvinnulífs.
Vertu úti!
Hótel – Veisluþjónustur
Gistiheimili – Mötuneyti
Ljúffengt…
… hagkvæmt og fljótlegt
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í
veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
Eingöngu selt til fyrirtækja
Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
Hnífasettið
Eiríkur Jónsson blaðamaður
greindi frá því í gær að Björn
Ingi Hrafnsson fjölmiðlamógúll
stefndi á framboð í næstu borgar-
stjórnarkosningum. Björn Ingi
gaf sögusögninni svo byr undir
báða vængi með því að deila frétt-
inni á Eyjunni, vefmiðli sem hann
ritstýrir. Björn Ingi yrði þá annar
fjölmiðlamaðurinn í röð, sem er
að rúlla á hausinn með miðilinn
sinn, sem sér stjórnmálin fyrir
sér sem öryggisnet sitt. Hinn
er Gunnar Smári Egilsson sem
nýverið stofnaði Sósíalista-
flokk Íslands. Kosturinn við að
vera valdamikill í stjórnmálum,
umfram að vera valdamikill í
fjölmiðlum, er að í pólitík þarf
maður engar áhyggjur að hafa af
því að borga starfsfólki laun eða
greiða opinber gjöld.
Í fremstu röð
Þorsteinn Víglundsson félags-
málaráðherra kom fram á
þingi Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar í Genf í gær. Þar
benti hann á að atvinnuþátttaka
innflytjenda væri meiri á Íslandi
en í öðrum OECD ríkjum og að
atvinnuþátttaka flóttafólks lofaði
góðu. „Við verðum að hætta að
líta á flóttamenn sem byrði og
sjá tækifærin og hæfileikana
sem flóttamenn færa samfélagi
okkar,“ sagði hann meðal annars
í ræðu sinni. Sannarlega skilaboð
sem Íslendingar mega vera stoltir
af. Það er óskandi að það skili sér
í færri brottvísunum flóttamanna
frá landinu. snaeros@frettabladid.is
1 4 . j ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R12 s K o Ð U n ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
4
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
9
-3
C
7
4
1
D
1
9
-3
B
3
8
1
D
1
9
-3
9
F
C
1
D
1
9
-3
8
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K