Fréttablaðið - 14.06.2017, Blaðsíða 20
Persónur úr Star Wars eru áberandi í 100 efstu sætunum um verðmætustu mínífígúrur Lego. MYND/ANTON BRINK
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Það eru allir að tala um Mr. Gold. Hann er sjaldgæfastur og verðmætastur,“ upplýsir
Frímann um eftirsóttustu mínífíg-
úru (e. minifigures) Lego sem fram-
leidd var árið 2013 í takmörkuðu
upplagi í tíundu seríu. „Þá voru
5.000 stykki af Herra Gulli sett í
staka poka og dreift um heims-
byggðina og nú, fjórum árum síðar,
er helmingurinn enn ófundinn.“
Á uppboðsvefnum eBay er Mr.
Gold metinn á 2.000 Bandaríkja-
dali, eða tæpar 200 þúsund krónur.
„Á lista yfir hundrað verðmæt-
ustu mínífígúrur Lego eru sögu-
persónur Star Wars ráðandi. Meðal
annars eru til tvö eintök af Boba
Fett úr 14 karata gulli og kosta
tvær milljónir stykkið. Kaupendur
í dótabúðum detta ekki í lukku-
pottinn með slíkar gersemar, því
þær eru sérframleiddar og seldar,
en Mr. Gold má enn hnjóta um í
leikfangabúðum heimsins,“ segir
Frímann sem sjálfur er mikill Lego-
nörd og keypti sér nýlega Ghost
Busters-sett með tíu fígúrum á 40
þúsund krónur. „Þar með eignaðist
ég langþráða sögupersónu Bills
Murray úr Ghost Busters, sem er
uppáhaldið mitt.“
Dýrmætur fjársjóður
Frímann segir marga í leit að
Svarthöfða úr Stjörnustríði og
hægt sé að hafa dágott upp úr
krafsinu eigi maður verðmætar
fígúrur eða heilu settin í fórum
sínum.
„Til dæmis eru stakar fígúrur úr
Millennium Falcon-setti Star Wars
mjög verðmætar og eigi maður á
settið með öllu eykst verðgildið
enn meir. Ég segi iðulega við for-
eldra barna sem hingað koma, og
helst í áheyrn barnanna, að kaupa
ekki meira Lego fyrr en börnin
kunni að passa upp á settin sín og
kallana sem orðið geta fágætir.
Söfnunarleið nördsins er að gæta
þess að hafa allt úr sama setti í
einum kassa svo það blandist ekki
öðru. Með því átta krakkar sig
á því, og oft í fyrsta sinn, að þau
eiga verðmæti í leikfangasafninu
og gott að hafa á bak við eyrað
að söfnunargildi Lego eykst með
tímanum og að alvöru stöff leynist
inni á milli.“
Sjálfur gaf Frímann litla bróður
sínum fokdýrt sett með verðmætri
fígúru.
„Næst þegar ég kom í heimsókn
var búið að taka hendurnar af kall-
inum og setja nýjar í staðinn. Þá
barði ég í borðið og sagði að þetta
gengi bara ekki! Þetta væri eins
og að sturta niður demöntum!“
segir hann og brosir, en öllu gamni
fylgir alvara.
„Lego-kallar og sett eru ekki
endalaust til. Hver sería er að
meðaltali í sölu í eitt til tvö ár.
Þannig dettur Force Awakens-
línan úr Star Wars út í desember
næstkomandi, og um leið og fram-
leiðslu er hætt en einhver á hana
til í óopnuðum pakkningum getur
hún rokið upp í verði.“
Heillandi og frægir kallar
Á morgun býður Legóbúðin í
Smáralind öllum að koma og býtta
á mínífígúrum. Býttað verður á
vegum búðarinnar frá hádegi til
kvölds en á milli klukkan 17 og 19
býðst öllum að koma með kallana
sína og býtta við aðra gesti Legó-
búðarinnar.
„Við elskum þessa litlu Lego-
kalla og fyrir þá sem vantar einn
kall í sett eða eru að leita að
ákveðnum kalli er tilvalið að mæta
á svona býttidag. Við höfum þegar
togað í nokkra spotta og búin að
verða okkur úti um alveg helling af
eldri gerðum af Minifigures-pok-
um,“ upplýsir Frímann spenntur.
Hvað eftirsóknarverðast sé á
býttidegi sem þessum segir Frí-
mann fara eftir áhugasviði hvers
og eins.
„Í Batman-seríunni, sem hætti
1. maí, voru nokkrar fígúrur mjög
vinsælar, eins og Jókerinn, Harley
Quinn og Glam Rock-útgáfan af
Batman, en í þeirri seríu voru alls
tuttugu fígúrur úr Batman Lego-
bíómyndinni. Þessar vinsælustu
voru þó ekki í settunum sjálfum
heldur eingöngu seldar sér og því
ekki hægt að fá með öðrum hætti.“
Legónördar á áttræðisaldri
Mínífígúrur Lego komu fyrst á
markað 1978. Í tölfræði Lego segir
að til ársins 2010 hafi verið fram-
leiddar 3,7 milljarðar fígúra og eru
persónur fígúrukallanna yfir 3.600
talsins.
„Fyrstu mínífígúrurnar voru
allar eins, með rauðan búk og
handalausar, og réði ímyndunar-
aflið hver væri hvaða persóna í
leik. Árið 1980 fengu kallarnir loks
hendur og hafa litið eins út síðan.
Mínífígúrur í stökum pokum eru
sjóðheitar til söfnunar og reynt að
safna köllum úr hverri seríu sem
komnar eru yfir tuttugu alls,“ segir
Frímann innan um stútfulla kassa
af mínífígúrugóssi sem bíða býttis.
„Mann vantar alltaf kalla! Brátt
verð ég þrítugur og þótt ég hafi
kubbað stöðugt í 26 ár og sé kom-
inn með ágætis safn vantar mig
enn nokkra góða. Vonandi kemur
hellingur af liði til að býtta!“
Í Lego-búðinni vinna eingöngu
Lego-nördar enda finnst Frímanni
lykilatriði að viðskiptavinir komi
ekki að tómum kofunum með eitt
eða neitt sem viðkemur Lego.
„Þeir sem koma fagnandi á
býttidag eru allt frá krökkum yfir
í áttræða Lego-nörda. Þetta er
afar vinsælt hjá krökkum en líka
fullorðnu fólki og eru nokkrir
öldungar sem koma hingað reglu-
lega til að spjalla um Lego í þrjá,
fjóra tíma, sem okkur þykir auð-
vitað mjög skemmtilegt.“
Mínifígúrudagur Legóbúðar-
innar í Smáralind er á morgun,
fimmtudag, frá klukkan 12 til 21.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
Næst þegar ég kom
var búið að taka
hendurnar af kallinum og
setja nýjar í staðinn. Þá
barði ég í borðið og sagði
að þetta bara gengi ekki!
Lego-nördinn Frímann Valdimarsson
segir að passa eigi kallana vel.
SUMARYFIRHAFNIR 20% AFSLÁTTUR
Skoðið laxdal.is/
spice Bazaar
Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.is
Laugavegi 63, Skipholti 29b • S. 551 4422
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . j ú n Í 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
1
4
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
9
-4
B
4
4
1
D
1
9
-4
A
0
8
1
D
1
9
-4
8
C
C
1
D
1
9
-4
7
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K