Norðurslóð - 26.05.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 26.05.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ráðluísinu, Dalvík, sími 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prentvinnsla: Asprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Öflugt tónlistarstarf Hér á síðum Norðurslóðar hefur oft verið vakin athygli á öfl- ugu starfí kóra hér á svæðinu. Vorin eru eins konar uppskeru- tíð kórastarfs þegar vetrarstarfi lýkur með tónleikahaldi og ýmsum uppákomum. Það er full ástæða til að vekja athygli á því hve starf kóranna hér er viðamikið og metnaðarfullt að þessu sinni. Um síðustu helgi fór Samkór Svarfdæla í söngferðalag suð- ur á land. Kórinn var með tónleika í Salnum í Kópavogi sl. föstudagskvöld og síðan á Hvolsvelli á laugardag. A sunn- udag kom kórinn síðan fram á vorsamkomu Svarfdælinga- félagsins í Reykjavík. Kórinn flutti dagskrá í tali og tónum sem helguð var Davíð Stefánssyni frá Fagarskógi. Fyrr í vor hafði kórinn flutt þessa dagskrá á Akureyri sem hluta af röð viðburða sem Akureyrarbær hefur staðið fyrir í tilefni af því að 110 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins frá Fagraskógi. Kór- inn hefur fengið mikið lof fyrir þessa dagskrá. Það er Petra Pálsdóttir sem stjórnar Samkórnum. Fyrr í vetur hélt kórinn samciginlega tónleika með kirkjukór Möðruvallasóknar en þessir kórar hafa starfað vel saman að undanförnu. Þess má geta að Helga Bryndís Magnúsdóttir stjórnar Möðruvalla- kórnum. Kór Dalvíkurkirkju tekur um þcssar mundir þátt í sam- starfí nokkurra kóra um flutning á einu af stórvirkjum tón- bókmenntana, Messíasi cftir Handel. Til liðs við kórinn hér hafa komið félagar úr Kirkjukór Glerárkirkju. Hlín Torfa- dóttir heldur utanum og stjórnar þeim æflngum. Þegar svo verkið verður flutt, 12. júní í Mývatnssveit, koma fleiri kórar til liðs svo sem Söngsveitin Fflharmonía og Árnesingakórinn og kór frá Tallinn í Eistlandi. AIIs syngja yfír 200 söngvarar í þessum stóra kór auk einsöngvara við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands. Það verður svo okkar ágæti tón- listarmaður Guðmundur Oli Gunnarsson sem stjórnar þess- um flutningi. Guðmundur Oli stendur einnig í stórræðum með Karla- kór Dalvíkur. Um komandi helgi verða vortónleikar kórsins í Dalvíkurkirkju þar sem kórinn mun flytja prógramm sem æft hefur verið meðal annars í tilefni af Norðurlandaferð kórsins nú í sumar. Kórinn mun halda utan um miðjan júní og verða fyrstu tónleikar í ferðinni í Tívolí í Kaupmannahöfn. Kórinn mun einnig syngja á Islendingadegi í Kaupmannahöfn laug- ardaginn 18. júní. Þá mun kórinn syngja í upphafí vinabæja- móts i Lundi í Sviþjóð og halda tónleika þar. Ferðina endar kórinn svo með tónleikum í Osló. Af upptalningunni hér að ofan má Ijóst vera hversu um- fangsmikið starf þessara kóra er. I kórunum starfa um 100 manns sem með þátttöku sinni ná að kynnast ýmiss konar tónlist sem tónskáld hafa í gegnum tiðina verið að skapa. Ibúar byggðarlagsins eiga þvi láni að fagna að hafa haft góða tónlistarmenn til að taka þátt í og stjórna kórum og öðru tón- listarlífí. Það er oft haft á orði að hér á Dalvík og í Svarfað- ardal sé rík tónlistarhefð, sérstaklcga sönghefð. Það er auð- vitað Ijóst að svona metnaðarfullt starf verður ekki til nema grunnur sé fyrir hendi en um leið má segja að hefðin mundi fljótt vcrða að engu ef við hefðum ekki jafn hæfíleikaríkt fólk til að leiða þetta starf og raun ber vitni. En það eru fleiri kórar starfandi hér en þessir þrír. Kirkju- kór Árskógsstrandar og Hríseyjar eru að undirbúa söngferð til Færeyjar sem farin verður í byrjun júní. Það er ekki í fyrsta sinn sem sá kór fer í söngferð til annarra landa. Þá má nefna það að Mímiskórinn, kór aldraðara, hefur starfað hér undan- farna vetur og komið fram við ýmis tækifæri. Þar er margt af því fólki starfandi sem bar liitann og þungan af sönglífí fyrri ára. Eins hefur barnakórinn á Húsabakka, Góðir hálsar, sett svip sinn á tónlistarlífíð með söng sínum. Hámarki náði starf kórsins þegar út var gefínn vandaður hljómdiskur fyrir fáein- um árum. Það er mikils virði að kynna tónlist fyrir börnum og þegar tekst vel með barnakór fylgir því mikil ánægja bæði fyrir börnin og þá sem fá að njóta.Tónlistaruppeldi er mikil- vægt fyrir alla, hvort sem fólk hefur meiri eða minni hæfíleika á þessu sviði. Þar hafa tónlistarskólar gegnt lykihlutverki. JA Þessi mynd er frá þeim árum þegar böm og unglingarfrá Dalvík og úr sveitinni voru jafnan á sundnámskeiö- um í skálanum í maí eftir að skóla lauk. Strákarnir voru þá fyrir hádegi og stelpurnar eftir hádegi og farið var ofaní tvisvar en hlé á milli. í góðu veðri var frábœrt að liggja eða leika sér í skjólinu sunnan við skálann og þarna kynntust sveitakrakkar og Dalvíkurkrakkar oft í fyrsta sinn. Frá Dalvík var krökkunum keyrt í fólksbíl sem var nógu rúmgóður til að í hann mœtti troða 10-12 krökkum - já þetta var fyrir tíma öryggisbelta - og þegar bíllinn varfullhlaðinn var brunað af stað og sungið fullum hálsi. - Eg vildi ég vœri Biggi bílstjóri - o.s.frv. Það var einmitt Biggi bílstjóri (Birgir Sigurðsson) sem tók þessa mynd sunnan við sundskálann í kringum 1962-63. Þœr sem þarna hafa stillt sér upp eru frá vinstri: Laufey Helga, Sigurjóna Jóhannesar, Anna María Halldórs, María í Vegamótum, Ella Rósa, Ella Hanna, Didda í Dœli, Rósa Þor- gils, Þuríður í Arnarhóli og Sólveig í Helgafelli. Asgeir kennari hefur lent inni á myndinni líka en hann var ómissandi sem Ásgeir eftirlit og um hann varsungið: Eg vildi ég vœri Ásgeir eftirlit, ég vildi ég vœri Ásgeir eftirlit - þá mundi ég ganga í klefana og horfa á alla refana - hvað sem það nú átti að þýða. Birgir sendi Laufey myndina til Parísar fyrir nokkrum árum og hún sendi Þuríði liana í vetur sem varð til að hún fór að rifja upp gamlar sundskálaminningar. Samkór Svarfdæla Sungið fyrir Svarfdœlingafélagið í Reykjavík hélt vorkaffi á Vesturgötunni sl. sunnudag. Þar komu svarfdœl- ingar saman og hlýddu meðal annars á Samkór Svarfdœla sem var á kórferðalagi. Kórinn flutti dagskrá um Davíð Stefánsson í Salnum í Kóp- avogi og félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli við góðar undirtektir. sunnan Fréttayfirlit mánaðarins Veðurklúbburinn á Dalbæ spáði köldum maí- mánuði og að um miðjan mánuð mætti búast við snjóföli í byggð. Því miður hefur þessi spá þeirra veðurklúbbsmanna gengið eftir nema ef vera kynni að veðrið væri enn kaldara og ógeðslegra en þeir sögðu til um. Teitur Haraldsson bjargaðist naumlega úr elds- voða þegar kviknaði í gamla húsinu Sólgarði á Dalvík. Húsið er frá 1913 en að undanförnu hef- ur Teilur unnið að viðgerðum á því. Eldsupptök voru rakin til rafmagns á neðri hæð hússins. SparisjóðurSvarfdælaskilaði 184milljónahagn- aði á síðasta ári. Að því tilefni færði sjóðurinn íbúum Dalvíkurbyggðar 10 milljón króna gjöf sem varið skal til að setja upp sparkvöll við Dalvíkur- skóla. Sparkvellinum fékk Dalvíkurbyggð raunar úthlutað frá KSÍ og skyldi bærinn sjá um að koma honum fyrir. Af því hefur þó ekki getað orðið fyrr en nú vegna fjárskorts hjá bæjarfélaginu. Ellel'u aðilar fengu úthlutað úr menningarsjóði Svarfdæla að þessu sinni, samtals tveim millj- ónum króna. Gallerí Perla í Hrísey, Leikklúbþ- urinn Krafla í Hrísey og Freyr Antonsson kvik- myndagerðarmaður á Dalvík fengu 100 þúsund krónur hver. Jóhann Ólafsson á Ytra Hvarfi fékk kr. 150 þúsund til varanlegrar varðveislu á lögum og útsetningum Tryggva Kristinssonar og Jakobs Tryggvasonar. 200 þúsund kr. fengu Kirkjukór Hríseyjarkirkju, Samkór Svarfdæla, Framfarafé- lag Dalvíkurbyggðar vegna ráðstefnuhalds, Kristj- ana Arngrímsdóttir vegna plötuútgáfu og Kven- félagið Tilraun til að setja á fót sýningu á verkum svarfdælskra kvenna. Leikfélag Dalvíkur fékk kr. 300.000 upp í lagfæringar á Ungó og vegna þrótt- mikils starfs á sl. ári og Kristján Ólafsson hlaut 400.000 krónur til að standa straum af viðgerðum gamalla véla og tækja og sem viðurkenningu fyrir að leggja grunn að Byggðasafninu Hvoli. Nýr bátur, Afi Aggi EA 399, kom til Dalvíkur í byrjun mánaðarins. Eigendur hans eru þeir Steinar Agnarsson og Viðar Páll Hafsteinsson og hafa þeir samhliða kaupunum tekið á leigu fisk- verkunarhús á Árskógssandi sem áður hýsti BGB- fiskverkun og síðar Samherja. Báturinn er 35 brúttótonna eikarbátur smíðaður í Svíþjóð 1954. Helmingi minna tap var á ársreikningi Dalvík- urbyggðar fyrir árið 2004 en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun. Ástæður þess að tapið er aðeins rúmar 68 milljónir í stað þeirra 130 milljóna sem gert var ráð fyrir má að stórum hluta skýra með kennaraverkfallinu en vegna þess sparaðist veru- lega í launakostnaði sveitarfélagsins og raunar einnig almennur rekstrarkostnaður. Þá varð fram- lag Jöfnunarsjóðs hærra en gert var ráð fyrir en einnig hafa stórhertar aðhaldsaðgerðir bæjaryfir- valda sitt að segja.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.