Norðurslóð - 16.12.2010, Síða 6

Norðurslóð - 16.12.2010, Síða 6
6 - Norðurslóð Jólagetraunir Norðurslóðar 2010 og fleira skemmtilegt Ljóðagetraun 1. Hver boðar náttúrunnar jól? 2. Hvað hefi eg móðgað margfaldlega? 3. Hvar tók klukkan að klingja fast? 4. Hver unir farsæl, fróð og frjáls við ysta haf? 5. Hvað ber landið á breiðum herðum? 6. Hver hóf ástarljóð, kvöld eftir kvöld? 7. Hverjar veQa hárauðum böndum um hár á sér? 8. Hvað segir stúlka með sægræn augu við mig? 9. Hvar er eyddur hver bær og þekja fallin? 10. Hver leiddi mig á ótroðinn skógarstíg? 11. Hvað má kalla hyggins hátt? 12. Hver kemur nú til sinna manna? 13. Hver flakkaði um í hjólastól? 14. Hver fær bráðum boðin frá mér? 15. Hvað áttu að muna, alla tilveruna? 16. Hvað skreyta fossar og ijallshlíð? 17. Hvað litkar mel og barð? 18. Hver er hrein eins og mær við lín? 19. Hvenær er fagurt í Fjörðum? 20. Hvað ilmar sólu mót? 21. Hvar látum við skella á skeið? 22. Hverjir setjast við hótelgluggann og bíða? 23. Hvar yrki eg skemmstan daginn? 24. Hver var blóðug um sólarlag? 25. Hver losar blund á mosasæng? Ljóðaljóð Ljóöagetraunjyrir lengra komna Ljóðagetraun hefur um langt skeið haft fastan sess í jólablaði Norðurslóðar og er okkur kunnugt um að í mörgu jólaglöggi og ófáum jólaboðum sé hún jafn ómissandi og sjálfar veitingarnar. Nýlega barst okkur í pósti eftirfarandi Ijóð sem er getraun í sjálfu sér. Ljóðið hefur saman sett Þorsteinn Davíðsson, héraösdómari á Akureyri. Glöggir ljóðamenn munu þó fljótt átta sig á því að ekki er Ijóðiö frumort licldur er hver hending fengin að láni og þeim svo skeytt saman af stakri snilld. En hvaðan koma Ijóðlínurnar og hverjir eru höfundarnir? O vert þú hvern morgun vort Ijúfasta líf og loksins týnist okkar beggja þrú. Ég ber á mér blóðstorkinn hníf beljandi vindur um hauður og lá. Ef lœpuskaps ódyggðir eykjum með Jlœða með ólgandi blóði þér söng minn ég býð. Astarfaðir himinhœða hún er drottning ár og síð. Ég bökin og bringurnar spanna á blíðunnar sólfagra degi. Andviðri freistinganna og jró undrast ég mest að ég gekk þar og vissi það eigi. Við göngum í dimmu við Htföi log list og vit kringum stólinn þinn háa, er Ijósmóðir stendur vió laugartrog og lokast inni íJjallahringnum bláa. ÆvUangt hefði ég helst viljað sofa, Hrólfur, níu skálda virði, því verði dropans vart í mínum kofa vimmhönd mína býð ég Patreksfirði. Barði Proppé berst um strœti og torg um bernskudali - og kynstrin öll af sorg. Þar tekur undir enn vor þjóðarsál. Skál. Þá er minnið kveðið og það er eftir Pál. Og botn- aðu nú Eins og venja er til köstum við fram fyrripörtum sem við skorum á lesendur að botna. Ekki verður hjá því komist að yrkja um þjóðfélagsástandið... Eftir hrunið efnahags ég endanlega skildi... eða Efnamenn á IsJandi eiga þakkir skildar... Svo er líka hægt að yrkja um skemmtilegri og nærtækari efni. A jólunum ég jafnan fœ jólamat ogpakka... eða tilbrigði við 2010 2010 Jeið á talsvert miklu spani... 2010 er i tímans djúp að hverfa... 2010 gaf tœkifœri og vonir... 2010 var tíðindalaust nœstum... Menn geta dundað sér við að botna suma eða alla fyrripartana og sendið þá endilega inn. Eklci verður þó farið í að velja besta botninn. Bókmenntagetraun Bókmenntagetraunin er með sama snioi og áður. Hvert atriði vísar til titils á nýútkominni íslenskri bók. 1. Veganesti úr Heimahögum. 2. Undarleg mörk lands og sjávar. 3. Flæmdir frá föðurlandinu. 4. Blómið með blöðin fleiri en dvergarnir. 5. Sjóntruflanir af völdum hins kalda hvíta efnis. 6. Erfíðar draumfarir efna- manna. 7. Heyrandinn. 8. Ekki leiðist undirrituðum. 9. Vængjaður maður í bítið. 10. Himintungl úr sætu þykkni. 11. Þurrkaðir ávextir að enduðum degi. 12. Heymfæri rándýrsins eru ófá. Svarfdælaprófið Persónuleikapróf eru vinsœl í blöðum og tímaritum. Flest frekar heimskuleg og geta vart talist áreiðanleg vísindi enda oftast meira til gamans gerð en hitt. Norðurslóð býður nú upp á próf sem einkuin er œtlað Svarfdœliitguin og þar með töldiim Dalvíkingiim. Aðrir geta þó líka spreytt sig. Með töku prófsins fœst endanlega úr því skorið á skalanuin 0-12 hvort menn eru ekta heimamenn eða bara hálfvolgir. 1. Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég sé Sæplasker. 2. Ég ber fram „strumpastelpa" með rödduðum, norðlenskum framburði. 3. Ég kann brúsreglumar. 4. Ég kann allt erindið sem byrjar svona „Dal einn vænan ég veit“. 5. Ég segi „fram í dal“ en ekki „inn í dal“. 6. Ég held með Dalvík/Leiftri. 7. Ég les Norðurslóð af kostgæfni og sérstaklega „Tímamót“. 8. Fjöiskylda mín bakar saman laufabrauð eftir fjölskylduuppskrift. 9. Ég fer í berjamó en lít helst ekki við öðm en aðalberjum. 10. Ég hef gengið Reykjaheiði. 11. Fjölskylda mín eldar fiskisúpu fyrir gesti á fískisúpukvöldi. 12. Ég hef lesið Svarfdælu. Sendið inn lausnir fyrir 15. janúar 2011 merkt: Norðurslóð, Tjörn, Svarfaðardal, 621 Dalvík eða á netfang: hjhj@rimar.is. Bókaverðlaun verða veitt að vanda. Kvikmyndagetraun Úr hvaða kvikmyndum eru þessar stillur?

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.