Norðurslóð - 16.12.2010, Page 7

Norðurslóð - 16.12.2010, Page 7
Norðurslóð - 7 Ferðafélag Svarfdœla Ferðaáætlun 2011 Nýjársdag kl.13.00 Nýjársganga í Stekkjarhús (einn skór) Hin árlega nýjársganga farin frá Kóngsstöðum í Skíðadal kl. 13.00 fram í Stekkjarhús, áð þar og svo gengið til baka. Frjáls gönguaðferð skór ,skíði, þrúgur og sleðar. Góð ijölskylduganga, 3-4 tímar 5. febrúar kl: 11:00 Fjallaskíðakynning Á milli kl. 11:00 og 13:00 ætlar ferðafélagið að bjóða áhugasömum að kynna sér þá eiginleika og möguleika sem ljallaskíðabúnaður hefur uppá að bjóða fyrir skíðamenn og aðra útivistarmenn. Fjallaskíðamennska nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og opnar útivistarfólki mikla möguleika í vetrarljallamennsku. Kynningin fer fram við Brekkusel skála Skíðafélags Dalvíkur, búnaður verður á staðnum til sýnis og prufu. ætla má að ferðin taki 5-6 klst. 7.maí kl. 10.00. Kajak-kynning út frá höfninni á Dalvík Ferðafélagið verður með báta og galla á staðnum til kynningar á þessu skemmtilega sporti. Allir fá að prófa. 2-3 klst. Kostar ekkert. Gönguvika Dalvíkurbyggðar: Dagana 25. júní til 3. júlí 2010, verður hin árlega Gönguvika Dalvíkurbyggðar þar sem gengið verður um íjöll og fimindi í Dalvíkurbyggð. Boðið verður upp á tvær gönguferðir á dag, aðra létta ijölskylduferð og hina þyngri, fyrir þá sem vilja takast á við alvöru Tröilaskagaíjöll. Gönguleiðimar eru valdar með það 1 huga að flestir ættu að finna sér ferð við hæfi. Dagskrá gönguvikunnar verður auglýst síðar. 13.ágúst kl 7.00. - Vinnuferð í Tungnahryggsskála.(fjórir skór) Lagt af stað frá Víkurröst á 5. mars K111:00 Gönguskíðaferð um Hamarinn og Friðland Svarfdæla. Lagt verður upp frá gömlu malamámunum norðan við Skáldalæk. Gengið þaðan með stefnu á hitaveitutankana við Hamar og áfram upp á Hamarinn. Þegar þangað er komið blasir við fagurt útsýni inn 1 Svarfaðardal og ekki siður út yfir Dalvík og út Eyjaljörð. Nú er stefnan tekin á Sökku og þaðan látum við okkur líða undan brekkunni niður í Hánefstaðareit. Eftir að reiturinn hefur verið genginn enda í milli er haldið niður á bakka Svarfaðardalsár og gengið norður yfir Saurbæjartjöm og hringnum lokað við Skáldalæk. Vegalengd ca. 7 til 8 km. Um 4 tíma ferð 2. apríl kl: 10:00 Vélsleðaferð á Tungnahrygg Farið verður frá Olís við Dalvík kl 10:00. Áætlað er að fara nokkurskonar hringferð frá Dalvík um Svarfaðardal og Skíðadal uppá Tungnahrygg þar sem einn af skálum félagsins er staðsettur. Af Tungnahrygg verður farið um Kolbeinsdal í Skagafirði yfir á Heljardalsheiði, þar sem nýjasti skáli félagsins er staðsettur. Þaðan verður haldið um Hákamba yfir í Hvarfdal og niður í Fljót í Skagafirði, þaðan yfir Lágheiði niður að Reykjum fremst í Ólafsfirði. Ekið er upp frá Reykjum yfir á Reykjaheiði í botni Böggvisstaðadals ofan Dalvíkur þar sem félagið kom fyrir fjallaskála síðastliðinn vetur. Af Reykjaheiði er stutt niður til Dalvíkur þar sem hringnum verður lokað. Leiðarval getur breyst í samræmi við snjóalög, Dalvík. Farið á bílum inní Barkárdal og gengið þaðan uppá Tungnahryggsjökul. Þar verður dyttað að skálanum eftir þörfum og síðan gist í skálanum yfir nótt. Gengið niður í Skíðadal daginn eftir þar sem ferðalangar verða sóttir. Gengnir em um 15 km hvom dag. Hafa þarf meðferðis nesti til ferðarinnar. Þeir sem ætla að fara þurfa að láta vita með amk 3ja daga fyrirvara 1 síma 8985524. Gjald kr 1500 10. sept kl 09:00 - Gönguferð um Reykjaheiði.(tveir skór) Farið verður frá Dalvíkurkirkju kl 09.00 og keyrt að Reykjum í Olafsfirði. Þaðan er gengið um Reykjaheiði til Dalvíkur. Á leiðinni verður komið við í Mosa, nýjum skála Ferðafélags Svarfdæla. 1. október kl: 10:00 Karlsárfjall (tveir skór) Gengið verður upp frá Karlsá rétt norðan Dalvíkur. Leiðin er tiltölulega þægileg, þó víða sé nokkuð á brattann að sækja er hvergi um brölt eða klifur að ræða. Stóran hluta leiðarinnar er gengið eftir þægilegum hryggjum sem eru oft auðir fram eftir hausti þó snjór sé kominn til ljalla. Ef aðstæður em ágætar getur verið ákjósanlegt að ganga vestur af ljallinu niður 1 skarð sem kallast Vik og þaðan niður 1 Karlsárdal og heim dalinn. Karlsárfjall er tæplega 1000 m hátt og reikna má með frekar erfiðri 5-6 klst göngu. 3.nóv. kl. 20.00 - Myndakvöld frá ferðum ársins. Nánar auglýst síðar. Glaður ogAnna Kristin í september 2010. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson Anna Kristín Friðriksdóttir, sextán vetra, og Glaður, tíu vetra, em sigursælt par. Þau em bæði fædd og upp alin á Gmnd í Svarfaðardal og hafa gert garðinn frægan á mörgum samkomum knapa og hesta. Hún var valin íþróttamaður ársins 2010 hjá hestamannafélaginu Hring og knapi ársins 2009 hjá Hring. Glaður er aðalkeppnishestur Önnu Kristínar og stendur vel undir nafni. Geðslagið er sérlega gott og hann er einfaldlega alltaf glaður í bragði og til í tuskið! Upphaflega þjálfaði Anton Páll Níelsson, núverandi yfirþjálfari á hrossaræktarbúinu Feti, Glað og keppti á honum nokkrum sinnum. Anna Kristín segir að Glaður hafi því verið mjög vel undirbúinn þegar hún tók við hestinum til þjálfunar og keppni. Toni hefur líka hjálpað henni mikið og sömuleiðis Sölvi Sigurðarson, reiðkennari í Hólaskóla. Þjálfunin og ástundunin skilar sannarlega sínu því teymið frá Grund hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Á árinu 2009 bar hæst 1. sæti á Goðamóti á Akureyri og 1. sæti á æskulýðsmóti Léttis á Akureyri, 1. sæti í tölti og fjórgangi á íþróttamóti Hrings, 1. sæti tölti á unglingameistaramóti UMFI, 1. sæti í unglingaflokki á Einarsstaðamótinu í Reykjadal og 1. sæti á stórmóti Funa í Eyjafirði. Á árinu 2010 bar hæst 1. sæti í firmakeppni Hrings og 1. sæti 1 Fákaflugi Skagfirðinga, 4. sæti á Islandsmóti 1 tölti á Hvammstanga og 2. sæti í íjórgangi þar, 1. sæti 1 unglingaflokki á stórmóti Funa og 2. sæti á æskulýðsmóti Hrings. Lífið hjá heimasætunni á Grund snýst að verulegu leyti um hross og reiðmennsku. Árangurinn er í samræmi við það. Á því máli er reyndar líka sú hlið að Grundarbændur verða senn að hyggja að því að byggja yfír alla verðlaunagripina en það er önnur saga. ARH Happdrætti SÍBS sendir Nordlendingum bestu jóla- 09 nýársóskir með þökk fyrir vidskiptin á liðnum árum Happdrxtti SÍBS - fyrir lífíð sjálft Umboðsmenn Happdrxttis SÍBS á Norðurlandi: Hvammstangi: Blönduós: Skagaströnd: Sauðárkrókur: Hofsós: Varmahlíð: Siglufjörður: Grímsey: Ólafsfjörður: Hrísey: Akureyri: Neðri-Dálksstaðir: Grenivík: Laugar: Mývatnssveit: Aðaldalur: Húsavík: Kópasker: Raufarhöfn: Þórshöfn: Kaupfélag V-Húnvetninga, byggingavörudeild, Strandgötu 1, sími 451-2370 Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, sími 452-4200 Guðrún Pálsdóttir, Bogabraut 27, sími 452-2772 Anna Sigríður Friðriksdóttir, Skógargötu 19b, sími 453-5115 Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19, sími 453-7305 Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Lundi, sími 453-8030 Guðrún Ólöf Pálsdóttir, Aðalgötu 14, sími 467-1228 Steinunn Stefánsdóttir, Hátúni, sími 467-3125 Valbúð ehf., Túngötu 17, sími 466-2450 Erla Sigurðardóttir, sími 466-1733 Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, sími 462-3265 Anna Petra Hermannsdóttir, sími 462-4984 Brynhildur Friðbjörnsdóttir, Túngötu 13B, sími 463-3227 Rannveig H. Ólafsdóttir, Hólavegi 3, sími 464-3181 Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, sími 464-4145 Guðrún Sigurðardóttir, Hafralækjarskóla, sími 464-3585 Skóbúð Húsavíkur, Garðarsbraut 13, sími 464-1337 Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, sími 465-2144 Svava Árnadóttir, Tjarnarholti 3, sími 465-1314/465-1100 Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis, Fjarðarvegi 5, sími 468-1300 Dalvík: Kristján Ólafsson, Hafnarbraut 5, sími 466-1434

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.