Norðurslóð - 16.12.2010, Blaðsíða 9

Norðurslóð - 16.12.2010, Blaðsíða 9
Norðurslóð - 9 Karlakór Dalvíkur hálfrar aldar Eftir Julíus Jón Daníelsson Mönnum ber ekki saman um hvort karlakór Dalvíkur var formlega stofnaður fyrir eða eftir áramótin 1959-1960. Gerðarbækur kórsins frá því tímabili hafa sennilega glatast. Sá sem þetta skrifar var einn af stofnendunum og ég man að kórinn hóf æfíngar í vetrarbyrjun 1959. Svarfdælingar og Dalvíkingar eru mikið kórafólk, og mönnum leiddist að hafa engan karlakór eftir að Stefán Bjarman fluttist frá Dalvík árið 1956, en hann hafði stjómað karlakómum Sindra þar í nokkur ár. Haustið 1959 tóku nokkrir áhugamenn sig saman, gengu í hús á Dalvík og hvöttu söngna menn til liðs við að stofna nýjan kór, en höfðu áður tryggt sér liðsinni hins ágæta og reynda tónlistarmanns Gests Hjörleifssonar. Ahuginn var fyrir hendi og Karlakór Dalvíkur fæddist og fór að æfa undir stjóm Gests. Fyrsti formaður kórsins var Dúddi i Lambhaga (Þorgils Sigurðsson, póstmeistari). Kórinn hafði á að skipa góðum raddmönnum og strax fyrsta veturinn gat hann státað af þrem færum einsöngvurum, sem sungu með kómum áratugum saman. Það vom þeir Helgi Indriðason, Jóhann Daníelsson og Vilhelm Sveinbjömsson. Við Tryggvi i Brekkukoti vorum þeir fyrstu úr sveitinni sem gengum til liðs við kórinn. Fórum við ríðandi á æfingar þennan vetur og geymdum hrossin í hreppshesthúsinu norðan við Sunnuhvol. Seinna komu fleiri söngmenn framanað, alveg framan úr Urðum. Þann 1. apríl 1960 sigldi kórinn á vélbátnum Hannesi Hafsteini út í Olafsfjörð og söng í Tjamarborg, auk samsöngva heimafyrir. Næsta vetur var Ingibjörg Steingrímsdóttir söngkona og píanóleikari á Akureyri ráðin til að raddþjálfa kórmenn, tvo og tvo í senn. Bar það góðan árangur. Vorið 1962 var kórinn beðinn að syngja á samkomu á Akureyri fyrir fulltrúa á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga. Nokkmm dögum síðar birtist í blaði á Akureyri grein eftir Askel Snorrason, söngstjóra Karlakórs Akureyrar, en hann var viðurkenndur og góður tónlistarmaður. Hrósaði Askell söng karlakórsins og kallaði hann „efnilegan ungling”. Okkur þótti lofíð gott og efldist nú sjálfstraustið. Þama kom líka til skila góð söngstjóm Gests Hjörleifssonar og raddþjálfun Ingibjargar Steingrímsdóttur. Kórinn tók þátt í Heklumóti sem fór fram á Akureyri og í Húnaveri vorið 1963 og þótti takast vel. Sjálfúm fannst mér Heklumótið eitt ævintýri. I lokin var haldin veisla góð í Húnaveri með miklum ræðuhöldum. Þar kom fram sá skemmtilegi siður Þingeyinga að taka til máls á mannamótum. Af sex ræðum sem þar voru fluttar, héldu Þingeyingar fimm og Skagfirðingar eina. Húnvetningum og Eyfirðingum var eitthvað stirt um málbeinið, því þeir sögðu ekki orð. Karlakór Dalvíkur hefúr alla sína tíð verið gildur þáttur í menningarlífi byggðarlagsins. Hann er einhver skemmtilegasti félagsskapur sem ég hef verið í og enn hef ég miklar taugar til hans. En svo langt er liðið síðan ég flutti úr héraði, að ég á þess engan kost að rekja sögu hans nánar, að öðru leyti en því að eftir Gest Hjörleifsson hafa söngstjórar kórsins verið Kári Gestsson, ensk stúlka að nafni Antonía Ogonowsky, Jóhann Olafsson og Guðmundur Oli Gunnarsson, núverandi kórstjóri. Eg óska Karlakór Dalvíkur allra heilla í bráð og lengd. Júlíus Jón Daníelsson Jólatónleikar Sameiginlegir Jólatónleikar Karlakórs Dalvíkur og Sölku Kvennakórs verða í Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 29. desember kl:20.30 Þar verða flutt Ijúf jólalög auk þess sem kórarnir munu flytja nokkur lög sameiginlega. Stjórnandi Karlakórs Dalvíkur: Guðmundur Óli Gunnarsson Stjórnandi Sölku Kvennakórs: Margot Kiis Undirkeikari: Daníel Þorsteinsson Miðaverð aðeins kr: 2000 Karlakór Dalvíkur Salka Kvennakór Karlakór Dalvíkur 17. júní 1962. Myndin er tekin sunnan við Dalvikurkirkju eftir tónleika. Fremri röð: Jóhann Jónsson, Jóltannes Haraldsson, Hjalti Haraldsson, Arni Arngrúnsson, Gunnar Friðriksson, Ingólfur Jónsson, Þorgils Sigurðsson, Anton Angantýsson, Haukur Kristinsson, Arni Guðlaugsson, Stefán Snœvarr. Aftari röð: Sigtryggur Arnason, Heiðar Arnason, Jóhann Daníelsson, Einar Hallgrímsson, Baldvin, Magnússon, Kristinn Þorleifsson, Hjálmar Júlíusson, Helgi Þorsteinsson, Halldór Gunnlaugsson, Gunnar Tómasson, Júlíus Kristjánsson, Hafsteinn Pálsson, Helgi lndriðason, Halldór Jóltannesson, Anton Guðlaugsson, Arni Óskarsson, Júlíus J. Daníelsson, Gestur Hjörleifsson söngstjóri og Guðmundur Jóltannsson undirleikari. Wgthm^ 4. Karlakór Dalvikur 1975 Mynd á plötuumslagi tekin í Grímsey að loknum tónleikum. Aftasta röð: Jítlíus J. Daníelsson, Guðmundur Jóhannsson undirleikari, Vilhelm Sveinbjörnsson , Þorgils Sigurðsson, Halldór Jóhannesson, Oskar Pálmason, Hafsteinn Pálsson, Jónas Ingimarssoit, Ingólfur Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Hjalti Haraldsson, og Heimir Kristinsson. Fyrir framan þá: Vilhjáhnur Björnsson, Hallgrímur Einarsson, Guiinar Jónsson, Armann Gunnarsson, Ingvi Baldviitsson, Rafn Arnbjörnsson, Haukur Kristinsson, Einar Hallgrímsson, Júlíus Friðriksson og Jóhann Antonsson. Þar fyrir framan: Arni Oskarsson, Björit Daníelsson, Anton Angantýsson, Jóhanit Friðgeirsson, Jón Pálsson, Stefán Friögeirsson, Sigurður Marinósson, Jóliann Daitíelssoit og Stefán Snœvarr Fremst: Rögnvaldur Friðbjörnsson, Gestur Hjörleifsson söngstjóri, Halla Jónasdóttir einsöngvari og Hilmar Daníelsson. LlÉÉslOSmkS Karlakór Dalvíkur eftir rokktónleika í Bergi í nóvember 2009. Efsta röð á pölluin f.v.: Guðinundttr Pálsson, Friðrik Friðriksson, Kristján E Snorrason, Kristján E Hjartarson, Einar Arngrímsson, Ómar Arnbjörnsson, Óli Þór Jóhannsson, Sigurður Marinósson, Guðmundur Kristjánsson, Friðrik Vilhelmsson, Valgeir Vilinundarson og Vignir Hallgrímsson. Nœst efsta röð ápölluin f.v.: Friðjón Sigurðsson, Víkingur Daitíelsson, Júlíus Baldtirsson, Björn Björnsson, Jóliann Antonsson, Björn Þór Olafsson, Hilntir Sigurðsson, Agúst Ellertsson, Sínton Ellertsson og Hallgrímur Hreinsson. Fremsta röð á pöllmn f.v.: Sœvar Ingason, Víkingur Arnason, Oskar Pálmason, Þór Ingvason, Steinar Steingrímsson, Hallgrímur Hreinsson, Júlíus Viðarsson, Iitgvar Kristinsson, og Vilhjálmur Björnsson. Umhverfis flygil f.v.: Daníel Þorsteinsson píaitó, Guðmundur Óli Giinnarsson, stjórnandi, Halldór G Hauksson, trommur, Gunnlaugur Helgason, bassi, ,Hallgrímur Ingvarsson, gítar, og Matthias Matthíasson, einsöngvari.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.