Norðurslóð - 16.12.2010, Blaðsíða 10

Norðurslóð - 16.12.2010, Blaðsíða 10
10 - Norðurslóð Okrýndur Islandskóngur á Urðum Hvemig má það vera að „inn mesti höfðingi á íslandi, sem vitað er um á 14. öld, hafði bólfestu norður á Urðum, í einhverjum afskekktasta dal á Islandi“? spyr Jósafat Jónasson ættfræðingur í grein sinni um rannsóknir eldri ætta í riti Sögufélagsins, Blöndu, snemma árs 1940. Hann svarar spurningunni sjálfur með því meðal annars að rekja skyldleika þessa höfðingja, Þorsteins lögmanns Eyjólfssonar, til Urðamanna hinna fomu. Urðir í Svarfaðardal voru þannig á 14. öld hvorki meira né minna en setur stórhöfðingja. Húsbóndi þar á bæ, Þorsteinn Eyjólfsson , var lögmaður alls landsins 1369-1373 og sem slíkur æðsti fulltrúi þjóðarinnar og æðsti dómari landsins. Hann var og hirðstjóri Norðlendingafjórðungs 1358-1360 og landsins alls 1387 eða með öðrum orðum æðsti umboðsmaður konungs á íslandi. Jósafat ættfræðingur, sem var einn af stofnendum Sögufélagsins snemma árs 1902 og skrifaði reyndar undir höfundamafninu Steinn Dofri, skefur ekki utan af hlutunum í ættfræðigreininni sinni í febrúar 1940. Hann segir þar að lögmaðurinn á Urðum hafi verið merkasti maður sem „frásagnir annála og skjala 14. aldar hefja yfir alla aðra íslenzka höfðingja, er uppi Höfðingi og leiguliðar (Lýsiitg úr voru á síðari helmingi 14. aldar og virðist hafa verið inn ókrýndi konungur Islendinga." Sægreifi var lögmaðurinn ekki en landgreifi vissulega. Hann átti jarðir víða um land, einn eða með sonum sínum. Þeir feðgar áttu til dæmis Grund í Svarfaðardal og sömuleiðis Grýtubakka í Höfðahverfi. I testamenti sínu segir lögmaðurinn að Gmnd sé besta jörð sem hann eigi norðanlands og hugsanlegt er miðaldahandriti) reyndar að hann hafi búið þar um skeið, seint á ævinni. Þorsteinn lögmaður eignaðist líka Gmnd í Eyjafirði og í Fljótum áttu Þorsteinn og Arnfmnur sonur hans heilt safn af bújörðum. Lögmaðurinn átti Helgustaði, Hamar og Bakka en sonurinn, Lund og Nefstaði. Þar með er ekki sagan öll í þessum efnum, því Sumarliði , sonur Þorsteins lögmanns, bjó á Skógum undir Eyjafjöllum og þar mun einnig hafa verið bróðir hans, Magnús. Þeir áttu Skóga ásamt föður sínum, Þorsteini á Urðum. Lögmaðurinn gat því riðið víða um héruð og gist „heima hjá sér“ í sveit eftir sveit! Reyndar má ráða af grein Steins Dofra að ekki hafi ríkt eindrægni meðal ættfræðinga um að Magnús á Skógum hafí verið sonur Þorsteins lögmanns á Urðum. Steinn Dofri er hins vegar sannfærður um faðerni bóndans á Skógum og sendir efasemdarmönnum kalda kveðju. Hann segir að dr. Jón Þorkelsson skjalavörður hafi dregið þá ályktun að Magnús á Skógum hafi verið Þorsteinsson lögmanns og bætir við: „Og þessi ályktun J.Þ. er án efa rétt, þó að sumir niðurrifsmenn, sem aldrei vilja vita neinn sér fremri að skarpskyggni, hafi viljað hafna þessu.“ Ættfræðingar voru heldur ekki á einu máli um hver eiginkona lögmannsins á Urðum hafi verið. Sumir héldu því fram að sú hafi heitið Amþrúður Magnúsdóttir og í Islendingabók á Vefnum er nefnd til sögu sem eiginkona Þorsteins EyjólfssonaráUrðum enóvísthins vegar að hún hafi verið móðir barna lögmannsins. Steinn Dofri fullyrðir hins vegar að það sé misskilningur að kona Þorsteins hafi verið Amþrúður þessi „heldur án efa sú Kristín Þórðardóttir sem Gottskálksannáll segir, að látist hafi 1375.“ Hann segir að móðir Kristínar hafi verið frá Lönguhlíð í Hörgárdal og þannig hafi sú jörð komist í eigu Þorsteins lögmanns, auk Bræðratungu og fleiri jarða fyrir sunnan. Sé þetta rétt koma hér með í leitimar enn fleiri bújarðir í eigu Urðalögmanns. Steinn Dofri segir að Þorsteinn lögmaður hafi eignast 11 böm, 9 drengi og 2 stúlkur en tekur fram að óvíst sé að bömin hafi öll verið sammæðra. Tveir Þorsteinssynir urðu prestar og einn gerðist hirðstjóri á Urðum. Tignarembætti kóngsins yfir Islandi hefur því gengið í erfðir, svona rétt eins og foringjatignin í Norður-Kóreu á okkar tímum. Segir svo ekki fleira af höfðingjum og landeigendum í Svarfaðardal á 14. öld. -ARH Altarisgöngukj óll Isuinar sem leið var settur upp til sýnis á Byggðasafninu Hvoli gamall sparikjóll úr eigu Steinunnar Sigurðardóttir (1844- 1922) frá Sælu í Skíðadai. Kjóllinn barst safninu aó gjöf frá afkomendum Elínar Tómasdóttur og Angantýs Amgríms- sonar en Steinunn var heimilisföst hjá þeim síðustu æviár sín. Kjóllinn er talinn vera frá tímabilinu 1865- 1880. Steinunn notaði hann eingöngu við allra hátíðlegustu tækifæri s.s. við altarisgöngu en á dánarbeði tók hún loforð af Elínu um að KjóUinn upp settur á Hvoli hann skyldi varðveittur. Það var sannkallað lán fýrir Byggðasafnið Hvol því slíkar flíkur em ekki á hverju strái nú til dags. Aður en kjóllinn var settur upp til sýnis var hann forvarinn á Þjóðminjasafninu, þveginn upp úr þar til gerðri sápu og þurrkaður eftir kúnstarinnar reglum og farið yfir sauma án þess að breyta neinu af seinni tima lagfæringum. Að sögn Irisa Olafar Sigurjónsdóttur forstöðumanns sem forvarði kjólinn er hann handsaumaður af kunnáttu og miklum hagleik. Væntanlega hefur Steinunn fengið hann að gjöf. Allar síðari breytingar hafa annað spor og grófara en upprunalegur saumaskapur. Hann er úr svörtu upplitaðu bómullarefni en hvít líning þrædd í hálsmál og framan á ermar er seinni tíma viðbót. Tölur eru úr málmi með glerkúlu í miðjunni. Gamlar gersemar láta ekki alltaf mikið yfir sér og leynast sjálfsagt víðar en fólk gerir sér grein fyrir. Kjóllinn var þveginn nteð forvörslusápu í sérstöku þvottakeri á Þjóðminjasafni Islands Lögin hans Jóa Dan Tónleikar í Menningarhúsinu Bergi Dalvík 2. janúar 2011 Tónleikarnir eru í tilefni af útgáfu safndisksins „Enn syngur vornóttin". Hljómdiskurinn hefur að geyma upptökur sem til eru með söng Jóhanns Daníelssonar. Á tónleikunum verða flutt flest af þekktustu lögunum sem Jóhann flutti og eru á disknum. Flytjendur eru Pétur Björnsson tenór, Jón Svavar Jósefsson bariton ásamt Karlakór Dalvikur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Undirleikari Daníel Þorsteinsson. Tónleikarnir verða sunnudaginn 2. janúar 2011 kl 16,00. Forsala aðgöngumiða verður í Bergi 29. og 30. des. kl 16 -18, sími 893 1177. Miðaverö kr. 2.500,-. Einungis greitt með reiðufé. Karlakór Dalvíkur mun sjá um sölu hljómdisksins í Dalvíkurbyggð. Þess utan má panta diskinn í netfangi ffmj@simnet.is eða síma 893 1177. Verð disksins er kr. 2.500,- auk sendingarkostnaðar. Diskurinn ertil sölu í versluninni Duxiana Ármúla 10 Reykjavík Tónlistarfélag Dalvíkur Karlakór Dalvikur, stjómandi og undirleikari Jón Svavar Jósefsson Pétur Björnsson Menningarsjóður Dalvíkurbyggðar i^SPARISJOÐURINN Dalvík Landsbankinn # Arion banki

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.