Norðurslóð - 27.09.2012, Blaðsíða 3
3 - Norðurslóð
Tvisvar út úr skápnum
Norðurslóð ræðir við Ingu Birnu Kristjánsdóttur og Ardísi Fjólu Jónmundsdóttur á Hrafnsstöðum
Inga Birna og Ardís Fjóla heima á Hrafnsstöðum
Árdís Fjóla Jónmundsdóttir og
Inga Birna Kristjánsdóttir eru
óvenjulegt kærustupar. Árdís
er samkynhneigð og nýkomin
út úr skápnum en Inga Birna
er transkona, þ.e.a.s. kona sem
áður var karlmaður. Þær eru
nýfluttar í Svarfaðardal og búa
um sinn á Hrafnsstöðum þar
sem Árdís Fjóla er fædd og upp
alin, yngst eilefu systkina. Hún
flutti til Reykjavíkur fyrir 16
árum og hefur lengst af unnið við
afgreiðslustörf hjá Hagkaupum.
Leiðir kvennanna lágu saman
fyrir ári síðan og hafði það m.a. í
för með sér að Árdís kom út úr
skápnum. Eftir að Inga Bima kom
í fyrsta skiptið í Svarfaðardal kom
ekki annað til greina en að flytja
hingað.
„Mér fannst ég loksins komin
heim“ segir hún. „Sálin varð eftir
hér“
Árdís og Inga Bima em
augljóslega konur sem ganga hreint
til verks. Þær gera sér grein fyrir því
að þær vekja athygli, um þær verður
rætt og sj áfsagt felldir hinir og þessir
dómar. Þeim er því nokkuð í mun að
opna fyrir spumingar og reyna eftir
bestu getu að eyða fordómum sem
kunna að rísa vegna vanþekkingar á
fyrirbærinu „transfólk“.
Langt og strangt ferli
Inga Birna: „Ég er sem sagt
transkona. Þ.e.a.s. maður sem
breytist í konu. Það em svona 30-
40 transkonur á landinu. Ef það er
á hinn veginn er það transmaður.
Þetta er ferli sem tekur tvö ár fram
að aðgerð. Maður þarf að fara í
viðtöl hjá geðlækni þennan tíma
og seinna árið byrjar hormónagjöf
sem er hluti af þessu ferli. Það er
ansi mikið nálarauga sem maður er
settur í fyrir aðgerðapakkann. Þetta
er ekkert sem fólki dettur bara í hug
og drífur sig fc-
Ég byijaði í þessu fyrir rétt
rúmum þrem ámm og fór í
fyrri aðgerðina í september í
fyrra og seinni aðgerðina núna
í júní. Eftir aðgerðina er engin
testosterónframleiðsla. Ég er því
bara með kvenhormón. Við það
minnkar adamseplið, það kemur
smá brjóstvöxtur, hárvöxtur verður
öðm vísi o.þ.h. Nú er ég sem sagt
kona en í rauninni hef ég alltaf
verið það. Það vom bara agnúar á
líkamanum sem komu í veg fyrir
það. Mér líður rosa vel í dag yfir því
hvemig ég er.
Barátta við fordóma
Hvað héstu fyrir aðgerð?
Ég hét Bjöm Ingi áður en ég fór
í aðgerðina en breytti því í Ingu
Bimu um leið og ég ákvað að fara
í aðgerðina. Geðlæknirinn kallaði
mig aldrei annað og m.a.s. mamma
var farin að kalla mig Ingu Bimu
áður en ég breyttist.
Margir vita ekki alveg hvernig
þeir eiga að koma fram við mig.
Sérstaklega karlmenn sem maður
þekkti fyrir. Þeir taka oft stóran
sveig framhjá manni en ég er ennþá
sama fíflið og ég var áður en ég fór
í aðgerðina, ég er sami húmoristinn
það breyttist ekkert. Margir vita
ekki hvort þeir eiga að tala við mig
í karlkyni eða kvenkyni. Mér er
alveg sama. Bara að menn fari ekki
að biðjast afsökunar á því. Fólk fer
eftir því sem það sér. Á meðan ég
heiti Inga Bima þá er ég sátt. Hitt
kemur. Maður á ekki að ergja sig á
smámunum.
Það em auðvitað miklir
fordómar í gangi. Það sem fólk
þekkir ekki er það hrætt við. Ég hef
alltaf sagt - reynið ekki að skilja
það sem ég fer í gegn um. Þetta er
erfitt ferli og mestu fordómarnir era
raunar í okkur sjálfum. Við teljum
alltaf að fólk hugsi svo niður til
okkar í byrjun. En í dag er ég mjög
sátt. Island er sem betur fer fremst
allra þjóða gagnvart transfólki með
lagasetningunni frá 27. júní í sumar
en það era samt fordómar, auðvitað.
20 ár í hjónabandi
En hvaðan ertu og hvað gerðir
þú sem karlmaður?
Ég er úr Reykjavík, ættuð að
vestan, frá Brekku á Ingjaldssandi í
föðurætt og af Ströndum í móðurætt
en hef búið á suðvesturhominu alla
tíð. Pabbi minn er dáinn. Móðir mín
og tveir bræður búa á Skagaströnd
og svo á ég tvíburabróður í Salem.
Massachusetts í Bandaríkjunum.
Fjölskylda mín má eiga það að hún
hefur alltaf staðið með mér þó það
sé stundum flókið.
Ég vann við að blanda og selja
bílalökk í samfellt 17 ár. Hætti
því árið 2008 þegar ég kom út úr
skápnum. Þá fór ég í þetta ferli af
fullum þunga og hef verið í kring
um það síðan.
Ég var í hjónabandi með konu
í 20 ár og á tvö böm. Dóttir mín
21 árs heitir Katrín og sonur
minn heitir Kolbeinn og er 9 ára,
Hjónabandið fór veg allrar veraldar
þegar ég kom út úr skápnum en við
erum góðar vinkonur í dag. Ég faldi
mig aldrei og er í góðu sambandi
við bömin mín.
Hvernig tókuþau breytingunum?
Strákurinn tók þessu bara létt
og þegar ég kynnti hann fyrir Dísu
minni hrópaði hann - „Á ég þá þrjár
mömmur“? Ég leyfi þeim að kalla
mig áfram pabba. Þau breyta því þá
ef þeim sýnist svo. Dóttir mín fór
að gera tilraunir með að kalla mig
mömmu heima hjá mér en pabba
fyrir framan bróður sinn. Ég sagði
við hana að kalla mig bara áfram
pabba.
Hittust á Hlutverkasetri
Hvernig bar fundum ykkar
saman?
Ardís Fjóla: Ég lenti í
veikindumí haust sem var til þess
að ég gat ekki starfað. Til að halda
rútínu á hlutunum fór ég að sækja
svokallað hlutverkasetur og ég var
búin að sækja þann stað í rúman
mánuð þegar Inga Bima fór að
koma þangað. Við urðum eiginlega
vinkonur frá fyrsta degi og erum
búnar að vera það í allan vetur en
við kveiktum ekki á því að það væri
eitthvað meira en vinskapur fyrr en
í vor.
Hvenœr komst þú út úr skápnum ?
Þann 8. júní kom ég svo út úr
skápnum. Þetta var eitthvað sem
ég hafði aldrei spáð í. Ég hef alltaf
sagt að fyrir transfólk er það eins og
að vera í fangelsi. Það sleppur ekki
út fyrr en leiðréttingin er fengin.
Obeint má eiginlega færa það líka
upp á mig. Ég hef gjörbreyst síðan
í vor.
Tvisvar út úr skápnum
Inga Birna: Ég kom út úr
skápnum sem samkynhneigður
einstaklingur með Dísu minni
sama daginn. Þannig að ég hef
komið tvisvar út úr skápnum.
Fyrst sem transkona og síðan sem
samkynhneigð.
Ég veit að þetta er flókið.
Málið er það að flest transfólk er
líka samkynhneigt áður en það
fer í aðgerð. Ég lít á mig sem
samkynhneigða persónu með henni
Dísu minni af því að ég er kona.
Fyrir aðgerðina taldi ég mér trú um
að ég væri hrifin af karlmönnum.
Svo voru allir famir að sjá það á
undan okkur hvað það var mikill
hjónasvipur með okkur. M.a.s.
mamma fattaði það í mars að við
værum aðeins meira en vinkonur en
við kveiktum ekki á perunni strax.
Þetta gerist stundum hratt þegar það
gerist.
Ég er varaformaður fyrir Trans-
Island og við erum með kynningar
í skólum og þess háttar. Fólk er
oft að bögglast með einhverjar
spumingar sem það þorir ekki að
spyrja. Það þarf ekki að vera feimið
við mig. Ég vil gjaman svara sem
flestum spurningum í sambandi við
transfólk. Ég er ekki feimin.
Eruð þið giftar?
Ardís Fjóla: Nei við ætlum að
gifta okkur á næsta ári.
Hvenœr ákváðu þið að flytja
norður?
Inga Birna: Það var eiginlega
ég sem tók þá ákvörðum um
verslunarmannahelgina. Mér fannst
ég vera komin heim á Dalvík. Ég
hef aldrei fundið mig í Reykjavík,
þannig að það var ekki aftur snúið.
Við fórum suður í kring um gay-
pride gönguna en í rauninni fannst
mér það óþarfí. Það stóð líka þannig
á að íbúðin sem við leigðum var sett
á sölu þannig að það var ekki eftir
neinu að bíða. Ég er nú frekar gjöm
á að henda mér út í djúpu laugina
og hef ekki miklar áhyggjur af
atvinnumálum í bili. Við eram að
vinna í ákveðnum málum og það á
eftir að koma í ljós hvað það er.
Svo hef ég alltaf verið nokkuð
mikið á andlega sviðinu og langar
að búa til námskeið fyrir fólk til að
vinna í sjálfu sér. Þá hef ég verið
dálítið í spámiðlun og heilun og er
til í að fara meira út í það hér.
Ardis: Svo er verið að spá í
húsnæði og við eram eitthvað
að horfa í kring um okkur í þeim
efnum.
r Arctic Sea Tours
I snertingu við hvali
Sumarið hefur verið cinstaklega gott í
hvalaskoðuninni hjá Arctic Sea Tours og allt
gengið upp í rekstrinum. Munar þar miklu um
bætta afgreiðslu og akstursþjónustu við farþega
skemmtiferðaskipa. I frétt frá fyrirtækinu
kemur fram að hvalir hafi sést í nánast öllum
þeim 200 ferðum sem farnar voru og þar af
hafa hnúfubakar sést í 94% ferða. Sumarið 2011
sáust hnúfubakar í 96% ferða. Er það einstakt
á heimsvísu og gerir Eyjafjaröarsvæðið að einu
besta hvalaskoðunarsvæði hcims sl. tvö ár. Einnig
hafa sést hrefnur, hnísur, andanefjur, höfrungar,
háhyrningar og steypireiðir.
Freyr Antonsson skipstjóri segir hnúfubakinn
þó í sérflokki . Yfírleitt sé hann ntjög rólegur, með
kröftugan blástur og tignarlegan sporð sem hann
sýnir nánast alltaf þegar hann kafar.
„Síðustu tvö sumur höfum við fengið hnúfubak
sem var einstaklega gæfur og var í kringum bátinn
í 20-30 mínútur að skoða okkur og sýna sig. I sumar
náði ég að snerta hnúfubak tvisvar sinnum. Það var
einstakt og í raun draumur hjá mér að ná snertingu við
þetta stóra dýr. Það var alveg á hreinu að hvalurinn
ætlaði sér líka að ná snertingu þar sem hann kom
upp með hausinn tvisvar þar sem hendin var teygð
út fyrir borðstokkinn. Hnúfúbakur var einnig snertur
árið 2011 um borð hjá okkur og það er videó inná
youtube þar sem Kristmann Pálmason teygir sig út og
hnúfubakurinn bíður fyrir neðan hendina og kemur
svo með hausinn upp og snertir.
Síðan 2010 höfum við beðið fólk að skrifa um
okkur á TripAdvisor og erum þar með frábærar sögur
frá ánægðu fólki. Við höfum verið í topp 10 yfir
afþreyingu á Islandi.
Við sjáum mörg sóknarfæri í ferðaþjónustu í
Eyjafirði og draumurinn okkar er að gera út kafbát
til að skoða lífríkið neðan sjávar en þangað til ætlum
við að sýna fólki frábæra náttúru og sjávartengda
starfsemi í Eyjafirði“