Norðurslóð - 23.05.2013, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 23.05.2013, Blaðsíða 6
Tímamót Þórunn Bergsdóttir fyrrverandi skólastjóri Dalvíkurskóla og síðast kennari við Giljaskóla á Akureyri lést þann 11. maí sl. Utför hennar var gerð frá Akureyrarkirkju í gær, 22. maí. Afmæli Þann 6. maí s.l. varð 85 ára, Kristín Eiðsdóttir Smáravegi 7 Dalvík. þann 8. maí síðast liðinn varð 70 ára, María Snorradóttir Asvegi 6 Dalvík. Þann 30. maí n.k. verður áttatíu og fimm ára, Elín Sigurðardóttir Kirkjuvegi 19 Dalvík. Norðurslóð ámar heilla. Andlát Þann 14. maí s.l. varð 80 ára Haukur Haraldsson Svarfaðarbraut 5 Dalvík. Þann 15. maí s.l. varð 70 ára, Sigrún Arngrímsdóttir Lokastíg 2 Dalvík. — Þann 11. maí sl. lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Rósmundur Guðlaugur Stefánsson (f 19. okt. 1927). Hann verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 24. maí nk. kl 13:30. Vorverkin eru byrjud hjá bœnum þrátt fyrir að vorið flýti sér hœgt og enn sé snjór í flestuin görðuin. Við Hvol er þessa tiagana verið að bœta aðgengi fyrir fatlaða og fjariœgja stórarn steinvegg í leiðinni. A neðri myndinni má sjá táknrœnar aðgerðir Jóns Arnars garðyrkjustjóra sem kom fyrir sumarblómum fyrir frantan Ráðhtísið til að laða með því sumarið í hœinn. Norðrið í norðriniu Grænlensk sýning opnar í Hvoli Ittoqqortoormiit - Vinabœr Dalvíkur á Grœnlandi - í aprílsólinni (Ljósm IOS) Sýningin Norðrið í Norðrinu verður opnuð í Byggðasafninu Hvoli þann 2. júní nk. Sýningin fjallar um bæinn Ittoqqortoormiit, nyrðstu byggð á austurströnd Grænlands en Ittoqqortoormiit er vinabær Dalvíkurbyggðar. Sýningin hefur verið lengi í undirbúningi hjá safnstjóranum Irisi Olöfu Sigurjónsdóttursem m.a. hefur sótt styrki bæði til norrænna og íslenskra sjóða til að hún yrði að veruleika. Von er á fjölmennum hópi gesta frá Grænlandi og víðar að til að verða við opnunina .M.a. kemur til Dalvíkur hópur bama frá Ittoqqortoormiit og munu þau dvelja hér í vikutíma, búa á heimilum sveitarfélaginu og kynnast ýmsum þáttum samfélagsins hér. íris Olöf segir að sýningin fjalli um Ittoqqortoormiit út frá menningu og störfúm kvenna og leikjum bama. Ittoqqortoormiit á sér merkilega sögu, íbúamir vom fluttir þangað af dönskum yfirvöldum fyrir um 70 ámm, einkum frá Ammassaliik þar sem veiðidýrum hafði fækkað, og settir þar í nýbyggð dönsk hús sem hæfðu misjafnlega lífsháttum fólks í hreyfanlegu veiðimannasamfélagi. Sýningin segir frá þessum flutningum og stöðu og hlutverki kvennanna í gegn um tíðina við að vinna úr veiðibráðinni, verka og sauma skinnin til allra hluta og halda utan um heimilisreksturinn. Þessu hlutverki tilheyrði mikil verkkunnátta sem á síðari ámm hefur að mörgu leyti týnst vegna breyttra lifnaðarhátta. Hinar ríkulegu veiðilendur í grennd við Ittoqqortoormiit urðu flótt ofnýttar svo settur var á strangur veiðikvóti á ísbimi og sauðnaut. Nú er veiðitíminn aðeins hluta af árinu en aðrar tekjuskapandi atvinnugreinar en veiðimennska hafa ekki fest rætur. Fyrir vikið er hátt hlutfall fólks á bótum og félagsleg vandamál mikil í bænum. Iris segir sýninguna þó ekki fjalla um félagsleg vandamál. aðrir verði að gera þeim skil. Sagt er frá störfum kvenna og leikjum barna og sýndir munir og myndir sem tengjast því. Uppistaða sýningarmuna em munir sem Viggo C. Block gaf safninu en hann bjó í Ittoqqortoormiit um árabil. Sýningin er síðan römmuð inn með ljósmyndum sem Hollendingurinn Ko de Korte tók af fólki í Ittoqqortoonniit á árabilinu 1973-75 en nokkrum kvennanna á myndum de Korte er síðan fylgt eftir á sýningunni. Iris fór og heimsótti Ittoqqortoormiit í nokkra daga í apríl sl. og segir þá heimsókn hafa algerlega breytt sýn sinni á þetta norðlæga samfélag. „Þama eru vissulega mikil félagsleg vandamál, áfengisvandi, og há sjálfsmorðstíðni. Það er líka dálítið sjokk að átta sig á þvi að þama er ekki rennandi vatn í öllum húsum heldur sækir fólkið vatn á stórum brúsum. Sömuleiðis eru ekki salemi eða skólplagnir. Bærinn stendur á klöpp og enginn jarðvegur til að grafa lagnimar í. Svartir þykkir mslapokar eru því áberandi á vissum vikudögum þegar kamarúrganginum er safnað saman í bænum. En það sem fyrst og fremst hefúr áhrif á mann þegar maður kemur þama em þau sterku tengsl sem fólk hefur við þennan stað og hvert við annað. Ég tók viðtal við nokkrar konur á staðnum og kom inn á heimili þeirra og alls staðar var sama sagan; þama vildu þær búa og dreymdi um að koma á meiri sjálfbæmi, betri menntunarskilyrðum fyrir bömin, bættri félagsþjónustu og atvinnutækifæmm svo nýjar kynslóðir geti átt þama framtíð. Nú þurfa krakkamir að fara alla leið til Nuk, þúsund kílómetra, í skóla eftir 8. bekk og sængurkonur fljúga sömuleiðis þvert yfír Grænlandsjökul til að fæða bömin því ekki er ljósmóðir á staðnum, ekki heldur prestur. Ég heimsótti félagsmiðstöðina sem rekin er í ágætu húsi en þar er .t.d. ekkert hljóðfæri íyrir krakkana að spila á. En það er samt heilmikið um að vera og allst staðar kátína, krakkamir hjólandi og spilandi fótbolta úti á ísnum, þau eru með I-pad og spila tölvuleiki eins og böm annars staðar. Fólk er alls staðar eins í gmnninn. Og náttúmfegurðin er alveg mögnuð“ Sýningin stendur í Hvoli fram í mars. Hluti hennar verður einnig í Bergi. Eftir það fer sýningin til Danmerkur þar sem hún verður sett upp í nýju Norður- Atlantshúsi sem verið er að reisa þar í borg og verður þetta ein fyrsta sýningin sem þar verður sett upp. Sumarið 2014 fer sýningin Norðrið í norðrinu svo til Grænlands og verður fyrst sett upp í Ittoqqortoormiit en síðan í Tassilak. Frí til að funda um frístundir Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar stóð þann 10. maí fyrir fundi með foreldrum barna með annað móðurmál en íslensku. Markmið fundarins er aukin upplýsingagjöfogsamræða með áherslu á frístundir barna og mikilvægi þess að hlúa að móðurmáli hvers barns. Leitað var til Qögurra vinnustaða foreldranna, O. Jakobsen, Promens, Marúlfs og Samherja og veittu þeir starfsfólkinu góðfúslegt leyfi til að fara á fundinn í vinnutímanum og greiða því kaup á meðan. Að sögn Ama Jónssonar æskulýðsfúlltrúa tókst fundurinn frábærlega vel. Alls vom mættir 32 foreldrar auk starfsfólks tómstundastarfs bæjarins, skóla og leikskóla. Foreldmnum var kynnt ýmislegt frístundastarf sem í boði er á svæðinu bæði fyrir böm og fullorðna, íþróttastarf, björgunarsveitir, námskeið og annað. Að lokinn kynningu var unnið í fjómm hópum og kom þar ýmislegt fróðlegt fram. Ami nefndi sem dæmi mikilvægi myndmáls í auglýsingum. Ef verið er að auglýsa hlaupakeppni að hafa þar myndir af hlaupandi fólki og fleira í þeim dúr. I Heild sagði hann fundinn hafa tekist vel og sagðist þakklátur viðkomandi vinnuveitendum fyrir gott samstarf. Hann sagðist trúa því að svona fundir væm lykill að því að upplýsingar skiluðu sér í báðar áttir til og frá nýjum íbúum Dalvíkur sem auðveldaði þeim þátttöku í hvers kyns tómstundastarfi.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.