Norðurslóð - 25.11.2015, Page 6

Norðurslóð - 25.11.2015, Page 6
Tímamót Skírnir Þann 1 .nóvember var skírð í Dalvíkurkirkju, Katrín Eldey. Foreldrar hennar eru Iris Hauksdóttir og Felix Rafn Felixsson til heimilis að Hjarðarslóð 1F Dalvík. Séra Magnús skirði. Þann 22. nóv. var skírð í Dalvíkurkirkju Sigríður Soffía. Foreldrar hennar eru Elín María Jónsdóttir og Ævar Bóasson. Þau búa á Hafnarbraut 8 Dalvík. Séra Oddur Bjami skírði. Afmæli Þann 13. nóvember varð 70 ára Þorgils Guðnason, Hánefsstöðum. Þann 22. nóv varð 80 ára, Lena Gunnlaugsdóttir, Laugabóli. Dalvfkurhöfn og aðliggjandi svæði Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar auglýsir skipulagslýsingu skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að breyta Aðal- skipulagi Dalvfkurbyggðar 2008-2020 og að deiliskipu- leggja hafnarsvæðið á Dalvfk. Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Dalvíkur og á hei- masíðu sveitarfélagsins www. dalvikurbyggd.is. Ábendingum er hægt að koma til skila skrif- lega á skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í Ráðhúsinu eða á netfangið: borkur@dalvikurbyggd.is fyrir 2. desember 2015. Andlát Þann 30. okt. sl. lést á Dalbæ Anna Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Hofsárkoti. Anna Sigríður var fædd 18. mars 1920. Foreldrar hennar voru Anna Stefánsdóttir og Gunnlaugur Sigurðsson. Hún átti fjóra eldri bræður, Stefán, Egil, Sigurð, Sigvalda og Tryggva, sem allir eru látnir. Dætur Önnu eru Guðrún Stefánsdóttir, (f. 1947), Jóhanna Jónsdóttir, (f. 1958), Utförin hennar var frá Dalvíkurkirkju 7. nóv. Jarðsett var að Völlum. Þann 1. nóv. sl. lést á Dalbæ, Árni Steinar Jóhannsson. Ámi fæddist á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar hans vom Valrós Ámadóttir, (f. 1927) verslunarkona á Dalvík, og Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður, (1920-1963). Jóhann dmkknaði í mannskaðaveðrinu mikla fyrir Norðurlandi í dymbilvikunni 1963 ásamt 15 öðmm sjómönnum, hann var þá á Hafþóri frá Dalvík. Eldri systur Áma Steinars eru Friðbjörg (f. 1943) og Helga, (f. 1947), Yngri bróðir hans er Óli Þór, (f. 1961), fískeldisfræðingur. Ámi Steinar ólst upp á Dalvík og lauk þar gagnfræðaprófi 1969. Hann var við nám í Memorial High í Wisconsin í Bandaríkjunum 1971, lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1974 og stundaði svo framhaldsnám í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1974- 1979. Eftir námsdvölina í Danmörku settist Ámi Steinar að á Akureyri og varð garðyrkjustjóri bæjarins 1979-1986 og umhverfisstjóri 1986-1999. Hann var kosinn alþingismaður fyrir Vinstri-græna í Norðurlandskjördæmi eystra 1999-2003. Eftir að þingmennsku lauk var hann í ráðgjafarstörfum og síðar umhverfisstjóri Fjarðabyggðar til dánardægurs. Ámi Steinar var virkur í ýmsum félagasamtökum um ferðamennsku og umhverfismál, bæði hérlendis og erlendis. Hann var í stjóm Rarik 2008-2014, stjómarformaður 2009-2014. í stjómmálum var hann íyrst í framboði fyrir Þjóðarflokkinn 1987 og 1991, síðan fyrir Alþýðubandalagið og óháða 1995, Vinstri-græna 1999 og2003. Hann var varaþingmaður 1996,1998,2003 og2006. Á Akureyrarámnum byggði Ámi Steinar ásamt öðmm nýbýli út úr jörðinni Höskuldsstöðum í Eyjafjarðarsveit og kallaði Rein. Það var í senn íbúðarhús og gróðrarstöð. Ámi var brautryðjandi í grænu bæjarskipulagi. Utför Áma Steinars fór fram í kyrrþey 9. nóv. s.l. Þann 5. nóv. sl. lést á Dalbæ Kristín Pálsdóttir. Kristín fæddist á Dalvík 31. júlí 1922. Foreldrar Kristínar vom Páll Friðfinnsson, útgerðarmaður á Dalvík, og Ráðhildur Ingvarsdóttir húsmóðir frá Junkaragerði á Suðumesjum. Bróðir hennar var Gunnar Pálsson, (1924-1998). Kristín var ógift og bamlaus. Hún ólst upp á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal, flutti þaðan ung að ámm á Bjarkarbraut 5, Dalvík, ásamt föður sínum en móðir Kristínar lést árið 1944. Kristín stundaði nám við húsmæðraskóla í Reykjavík og sá síðan um föður sinn og föðursystur, Sigríði Friðfmnsdóttur. Kristín fór snemma að vinna ýmis störf, t.d. í apótekinu, en frá 1954 starfaði hún hjá Pósti og síma á Dalvík eða allt til árs 1992, er hún lét af störfum vegna aldurs. Eftir það vann hún við rækjuvinnslu í nokkur ár. Hún fluttist að Dalbæ á efri ámm. Utför Kristínar var gerð frá Dalvíkurkirkju þann 13. nóvember. 1 Þann 11. nóv. lést á dvalarheimilinu Dalbæ Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Jóhanna fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. desember 1944. 1 Hún var einkabarn foreldra sinna, þeirra Sigríðar Önnu Stefánsdóttur og ■ . .Gunnlaugs Tryggva Kristinssonar, sem bæði eru látin. I Jóhanna var ógift og bamlaus. Eftir skólagöngu á Dalvík vann hún hjá I Frystihúsi KEA á Dalvík í 25 ár, eða á meðan heilsan leyfði. Síðustu æviárin bjó hún á dvalarheimilinu Dalbæ. Útfor Jóhönnu fór fram frá Dalvíkurkirkju þann 20. nóvember s.l. Þann 23. nóvember lést á Dalbæ, Jóhann Daníelsson, söngvari og kennari frá Syðra Garðshomi. Útför hans verður gerð frá Dalvíkurkirkju 5. des nk. kl. 13:30. Jóhanns verður minnst í næsta blaði Hinriksmýri rifin Hinrlksmýri á Árskógsströnd verður rifln. Umhverfisráð samþykkti umsókn þess efnis á síðasta fundi sínum. Hinriksmýri er eitt elsta hús í sveitarfélaginu og talið mjög varðveisluvert skv. umsögn minjavarðar Norðurlands frá því í haust. Minjastofnun mæltist til þess að húsinu yrði fundið hlutverk og það endurnýjað í samræmi við byggingarsögu þess. I framhaldi var húsið auglýst gegn því að það yrði flutt þar eð til stendur að reisa bjór-spa á vegum Kalda á lóðinni. Ekki bar sú viðleitni árangur og hefur umhverfisráð nú fallist á að húsið Þú kemst alltaf í bankann á L.is Farsímabanki Landsbankans, L.is, hefur fengið nýtt útlit og viðbætur sem veita þér enn betri yfirsýn yfir fjármálin þín. í honum geturðu framkvæmt allar helstu bankaaðgerðir hvar sem þú ert og þarft engan auðkennislykil. Enginn auðkennislykill Einfaldur í notkun Helstu aðgerðir við höndina verði riftð. Helga íris Ingólfsdóttir óskaði eftir sérbókun: Það er leitt að sjá á eftir elsta húsi Árskógsstrandar. Mikilvægt er að sveitarfélagið móti sér stefnu í varðveislu gamalla húsa

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.