Norðurslóð - 25.11.2015, Page 3

Norðurslóð - 25.11.2015, Page 3
Norðurslóð - 3 s Jóhann Antonsson Utgerð Aðalsteins Loftssonar Þriðji hluti - Útgerð og verbúðalíf Baldvin Þorvaldsson EA 24 á reynslusiglingu við Hafnafjörð. Um borð eru ýmsir gestir og var lialdin veisla í tilefni af afhendingu skipsins í mars 1956. Við flatningu í Keflavík. Á myndinni má sjá talið frá vinstri; Bongi, Baldi, Haukur Kidda, Hafsteinn, Gaui, Friggi og Jakob Helgason. Gaui, Haukur og Hafsteinn vinna við pökkun í Keflavík. Alli Lofts við beitningu,jakkafötin og hatturinn þó víðs fjarri. í síðustu tveimur tölublöðum Norðurslóðar hefur verið fjallað um þau skip sem Aðalstcinn Loftsson útgerðarmaður gerði út frá Dalvík í þá nær fjóra áratugi sem hann stóð í útgerð. Við vinnslu þeirra greina talaöi ég við ýmsa sem voru samtíma Aðalsteini um lengri eða skemmri tíma, og þá meðal annars verið skipverjar á bátunum hans hér á árum áður. Margt forvitnilegt kom fram í þessum samtölum sem ekki var passandi í þær tvær greinar sem skrifaðar hafa verið. Ég hef því í hyggju í þessari grein, og líklega annarri til viðbótar síðar, að notfæra mér þessar frásagnir og deila með lesendum Norðurslóðar. Frásagnirnar verða í grófum dráttum í tímaröð miðað við bátana eins og frá þeim er sagt í fyrri greinum. Eins og að líkum lætur eru ekki margir til frásagnar um útgerðarhætti eða atburði sem snertu fyrstu tvo bátana sem Aðalsteinn gerði út, það er Baldvin Þorvaldsson EA721 og Þorstein EA 15. En frá og með komu Baldvins Þorvaldssonar EA 24 árið 1956 eru ýmsir til frásagnar. Stjáni skipstjóri og Gunni stýrimaður Kristján E. Th. Jónsson eða Stjáni í Sólheimum var fyrsti skipstjórinn á Baldvin Þorvaldssyni, en hann hafði áður verið skipstjóri á Þorsteini EA hjá Alla. Gunnar Kristinsson varð sýrimaður á Baldvin Þorvaldssyni strax í upphafi og starfaði síðan óslitið um tuttugu ára skeið hjá Aðalsteini, lengst af sem stýrimaður. Enginn skipverji átti lengri starfsaldur hjá Alla en hann. Gunnar, sem á Dalvík er best þekktur sem Gunni Krist, er helsta heimild þessarar frásagnar, því auk þess að vera hafsjór af fróðleik um útgerðahætti fyrri tíma á hann ýmsar heimildir til að styðjast við. Síðan verður skotið inn frásögnum frá ýmsum öðrum sem getið verður sérstaklega um þegar þar að kemur. Gunni segir að Alli hafí komið til sín um áramótin 1955-56 og beðið sig að verða stýrimaður á nýjum báti sem verið var að smíða í Hafnarfirði fyrir hann, og varð það úr. Báturinn sem hlaut nafnið Baldvin Þorvaldsson EA 24 var afhentur í mars og hóf þá þegar veiðar á vetrarvertíð fyrir sunnan. Reiknað hafði verið með því að báturinn yrði tilbúinn fyrr svo yfirmennimir voru komir suður fljótlega uppúr áramótum. Vélstjórar voru Björn Gunnlaugsson (Bjössi í Asbyrgi) og Arngrímur Kristinsson (Addi í Miðtúni). Siglt fyrir Horn í björtu A þessum ámm voru útgerðarhættir hér á Dalvík, og víðast hér í kring, þannig að bátar fóru í burtu á vetrarvertíð, oftast til Suðurnesja. Langflestir bátamir létu úr höfn á Dalvík að kvöldi annars janúar og miðaðist tímasetningin við að sigla fyrir Horn í björtu daginn eftir. Bátamir byrjuðu vertíðina yfirleitt á línu en skiptu yfir á net seinni hluta vertíðar, gjaman um miðjan mars. Aðalsteinn var með fiskverkun í Keflavík á þessum ámm og þar var líka aðstaða fyrir beitningamennina. Skipverjar höfðust við í bátunum allan veturinn og höfðu yfirleitt ekki aðstöðu í landi. Vistarvemr skipverja vom talsvert rýmri um borð í Baldvin Þorvaldssyni EA 24 en verið hafði í eldri bátum, en hætt er við að aðstaðan þætti nokkuð langt frá því að vera viðunandi í dag. Það á auðvitað við á fleiri sviðum í samanburði á aðstæðum nú og fyrir 60 ámm. Við þessar aðstæður bjuggu skipverjar fram á vor, því undantekningalítið voru vertíðarlok á lokadaginn 11. maí ár hvert. Á vertíðinni 1956 gekk í fyrsta sinn í gildi helgarfrí fyrir skipverja en áður hafði það verið þannig að einungis voru frí ef veður hamlaði veiðum. Gunni segir að fríin hafi gjaman verið notuð til að dytta að veiðarfæmm frekar en að lyfta sér upp. Addi vélstjóri rifjar þó upp að farið hafi verið á böll í Sandgerði og þar hafi komið skipverjar af fleiri bátum sem bjuggu við sömu aðstæður varðandi hreinlætisaðstöðu og slagvatnslykt. Hann segir að sér sé enn minnisstæð lyktin sem gaus upp þegar hitnaði á dansgófinu. „Þetta gera þá 15 krónur“ Kokkurinn skipti vitaskuld miklu máli. Bæði sá hann um allar máltíðir fyrir skipverja allan tímann og vann við það í vistarverum skipverja (lúgarnum) auk þess sem það skipti máli hvernig haldið var á málum því skipverjar greiddu hráefniskostnaðinn. Baldvin Þorvaldsson, eða Baldi í Fróni, var kokkur á nafna sínum og segir Gunni að hann hafi nú passað upp á hlutina. Til dæmis hafi hann sjaldnast tekið heila fiska til að hafa í soðið heldur aðeins hausana; gerði þá signa og bar þá þannig á borð. Einnig kom hann sér upp miklum hvítum serk til að bera kostinn úr versluninni og um borð í bátinn, en það kostaði 5 krónur ef verslunin sá um að koma þessu um borð. Einn daginn sagðist Gunni hafa tekið að sér að bera á bakinu það sem keypt var. Alls fór hann þrjár ferðir í búðina og sagði við Balda þegar hann kom úr síðustu ferðinni „Þetta gera þá 15 krónur“. Baldi sá ekkert spaugilegt við þetta. Margir Dalvíkingar þekkja lfka söguna af sokkasúpunni. Fiskverkunin sem Aðalsteinn rak þann tíma sem vetrarvertíðin stóð yfir var mönnuð Dalvíkingum að mestu leyti. Fiskverkunin var í leiguhúsnæði þar sem verkunin var á jarðhæð en starfsmannaaðstaða á efri hæð. Starfsfólkið kom að norðan strax á fyrstu dögum janúarmánaðar og flestir fóru ekki norður fyrr en vertíð var lokið í maí um vorið. Það var mjög stór hópur fólks á besta aldri sem fór í atvinnuleit suður á land í byrjun hvers árs, enda litla vinnu að hafa fyrir norðan á þeim tíma árs. Verbúðarlífið Einn af þeim sem var á vertíð og vann hjá Aðalsteini í Keflavík var Hafsteinn Pálsson í Miðkoti. Hafsteinn segir að hann hafi verið eina vetrarvertíð í Keflavík og farið suður með fleira fólki í ársbyrjun 1958. Hann segir að í allt hafi verið í verbúðinni á efri hæðinni um þrjátíu manns. Þarna bjuggu þeir sem unnu í fiskvinnslunni og beitningarmenn. Auk þess var mötuneyti rekið á efti hæðinni. Svanfríður Bjarnadóttir (Fríða í Görðum) var matráðskona og með henni var Flóra Antonsdóttir í Árbakka. Baldi Lofts (Baldvin Loftsson) bróðirAllavarverkstjóriívinnslunni og voru Guji (Guðjón) og Bongi (Björgólfur) bræður þeirra líka í hópnum. Jakob Helgason var þarna einnig, þannig að hjónin í Görðum voru bæði í hópnum. Haukur Kidda tengdasonur þeirra var þama einnig og Steini Sím (Steinn Símonarson) og Friggi (Friðrik Sigurðsson). Toni í Árbakka (Anton Gunnlaugsson) var landformaður eins og það var kallað, sem sagt yfirmaður þeirra sem sáu um beitninguna, og þar var líka Ingi Lár (Ingimar Lárusson) svo nokkrir séu nefndir af þeim sem þarna vom. Auk Dalvíkinganna var fólk víðar að af landinu svo og heimamenn af Suðurnesjum sem þá bjuggu ekki í verbúinni. Hafsteinn segir að þetta hafi verið góður hópur og farið hafi vel á með mönnum og minnist þess sérstaklega hve Guji Lofts hafi verið þægilegur í umgengni og hjálpsamur sér, sem var unglingurinn í hópnum. Hann segist muna eftir 6 ára stelpuhnátu sem var þarna í verbúðinni með ömmu sinni, Fríðu í Görðum. Þar var Svanfríður Jónasdóttir á ferð, nú búsett í Görðum. Hún staðfestir að hún hafi verið í nokkrar vikur þarna hjá ömmu sinni og notað tímann til að læra að lesa. Hún segist muna eftir Hafsteini í verbúðinni því hann hafi verið yngstur og þannig næst sér í aldri. Hafsteinn segir að aðstaðan í verbúðinni hafi verið frumstæð, rétt eins og víða var á þessum tíma við þessar aðstæður. Þarna hafi verið þrjár handlaugar og þrjú klósett en engin baðaðstaða. Sjálfur sagðist hann hafa komið með tvenn sængurföt að heiman og passað upp á það að skipta um rúmföt þegar tíminn var hálfnaður. Um eiginlega þvottaaðstöðu var semsagt ekki að ræða, hvað þá þvottavél. Hlaupið í verk í jakkafötum Hafsteinn segir að það hafi verið gott að vinna hjá Alla, allt hafi verið stórt í sniðum og vafningalaust t.d. hafi hann beðið um peninga til að senda heim fljótlega eftir að vinna hófst og þá heimsótt Alla í íbúð sem hann leigði í bænum. Hann sagðist hafa spurt Alla hvað hann væri búinn að vinna fyrir miklu, en hann svaraði að það skipti ekki máli heldur hvað hann þyrfti mikið. Hann treysti 18 ára unglingnum fullkomlega. Þegar mikið var um að vera í vinnslunni átti Alli það til að hlaupa í verk þó hann væri í jakkafötum og með hatt. Hann passaði sig á að vera í stígvélum þegar hann mætti á staðinn. Hafsteinn segist muna og sjá fyrir sér atvik þegar Alli rauk til, svona klæddur, að moka fiskibeinum upp á vörubíl. Ef Alli greip í að hausa eða eitthvað slíkt í vinnslunni batt hann striga um sig miðjan, utanyfir jakkafötin, áður en hann byrjaði og var að sjálfsögðu í stígvélunum. Framhald í næsta blaði.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.