Víkurfréttir - 23.02.2006, Blaðsíða 20
baW»
A TIMAMOTUM
Um síðustu áramót urðu kaflaskil í lífi Jóns Norð-
fjörð er hann tók ákvörðun um að láta af störfum
hjá Eimskip Suðurnes sem áður var Skipaafgreiðsla
Suðurnesja. Skipaafgreiðslan var rótgróið fyrirtæki
átti sér yfir 40 ára sögu og hefurJón setið við stjórn-
völin þar síðan 1981 þegar hann tók við starfi fram-
kvæmdastjóra. Árið 2000 keypti Jón allt hlutafé
fyrirtækisins og varð aðaleigandi þess. Nú er Jón á
förum frá fyrirtækinu eftir 25 ára stjórnartíð og Vík-
urfréttir hittu hann að máli á þessum tímamótum.
Samstarfsfólk Jóns fagnaði sínum gamla
yfirmanni er hann lét af störfum
Slökkviliðinu á Keflavíkurflug-
velli. Meðfram því sinnti hann
ýmsum verkefnum, stundaði
m.a. útgerð með Ragnari Ragn-
arssyni í Keflavík, var í sveitar-
stjórn í Sandgerði, bygginga-
stjóri íþróttahússins þar í bæ og
slökkviliðsstjóri í 14 ár. Það var
síðan fyrir áeggjan vinar hans
sem Jón sótti um starfið hjá
SAS. „Ég var staddur í kaffi hjá
þessum vini mínum sem var að
fletta Mogganum og hann benti
mér á auglýsingu um starfið. Ég
hafði það mjög gott sem varð-
stjóri hjá slökkviliðinu Keflavík-
urflugvelli og var ekki á þeim
buxunum að skipta um starf.
Ég handskrifaði samt umsókn
þarna á staðnum og sendi inn,
meira í gamni en alvöru. Mér
brá því nokkuð þegar Guðjón
Ólafsson, þáverandi stjórnar-
formaður SAS, hringdi í mig
nokkrum vikum seinna og sagði
að starfið stæði mér til boða,“
segir Jón.
Jón var á báðum áttum en til
að brenna ekki allar brýr að
baki sér fékk hann árs leyfi hjá
slökkviliðinu til að prófa nýja
starfið.
Mikil viðbrigði
„Það var mikil breyting að
koma úr mjög öguðu og
vernduðu umhverfi á vell-
inum til starfa við höfnina.
Þar ríktu greinilega allt
önnur viðhorf og ég varð
þess fljótt áskynja að
ekld þýddi að fara með
einhverjum látum
í nauðsyn-
1 e g a r
breytingar á starfseminni," segir
Jón. „Ég var bara svo heppinn
að hafa með mér öðlingsmann-
inn hann Georg Helgason verk-
stjóra."
Neituðu að taka við laun-
unum
„Ég fékk fljótlega þau skila-
boð frá mannskapnum að ég
myndi engu breyta þarna nema
að tala við við þá fyrst. Þetta
voru allt harðduglegir strákar
sem þarna unnu en óneitanlega
voru þeir margir hverjir orðnir
ansi heimaríkir. Mér fannst
þessi andi á meðal þeirra mjög
sérstakur", segir Jón. Eitt það
fyrsta sem Jón vildi breyta var
fyrirkomulagið við útborgun
launa. í þá daga var borgað út
á föstudögum klukkan þrjú og
launin voru afhent í peningum.
„Ef menn voru t.d. að vinna við
skip í Njarðvík komu þeir í leigu-
bílum, á kostnað fyrirtækisins,
klukkan þrjú upp á skrifstofu til
að sækja launin sin. Síðan fóru
þeir í kaffi klukkan hálf fjögur.
Þetta var auðvitað ekki nógu
gott því þarna lá öll vinna niðri
í klukktutíma. Ég vildi breyta
þessu strax og menn sögðu svo
sem ekkert til að byrja með en
ég fann undirliggjandi óánægju.
Ég vildi helst fá að leggja launin
inn á bankareikninga en ef
menn vildu frekar fá útborgað
í peningum myndi ég koma rétt
fyrir hádegi og afhenda þeim
launin svo þeir gætu þá notað
hádegið til útréttinga. Með
þessu fyrirkomulagi þyrftu þeir
ekki heldur að bíða til klukkan
þrjú eftir að fá launin, sem væri
bara betra fyrir þá, t.d. ef þeir
væru í fríi á föstudegi, sem
gat komið fyrir. Eitthvað
voru undirtektirnar
drærnar og þegar ég svo
kom með fyrstu útborg-
unina samkvæmt nýju
fyrirkomulagi, rétt fyrir
hádegi á föstudegi, fékk
ég þau skilaboð að
þeir vildu ekki
Stundum gerast hlutirnir
hraðar en maður ætlar
„Áætlun mín gekk eftir, en
hraðar en ég reiknaði með,“
segir Jón aðspurður um rnark-
mið sín með kaupunum á Skipa-
afgreiðslunni. „Eg hafði hugsað
mér að eiga fyrirtækið f 5 til 10
ár, byggja það enn betur upp í
flutningastarfsemi og selja það
síðan. Ekki voru liðin nema
þrjú ár þegar Eimskip bankaði á
dyrnar og vildi kaupa." Að sögn
Jóns náðust ekki samningar á
milli hans og forsvarsmanna
Eimskips á þeim tíma. I árs-
byrjun 2004 náðist samkomulag
sem Jón segist hafa verið mjög
sáttur við.
Gjörð ehf. Það nafn varð fyrir
valinu vegna þess að nafnið
Baugur var ekki á lausu, segir
Jón og brosir. „Við ætlum
að fara rólega á stað og sjá til
hvernig málin þróast. Þetta
er eitthvað sem maður getur
verið með heima og unnið þar.
Ég fer mjög sáttur frá Eimskip
enda eru þetta höfðingjar í sam-
skiptum og starfsemin hefur
gengið afbragðs vel,“ segir Jón.
Sótti um til gamans
Jón kom ungur til Sandgerðis
og í fyrstu starfaði hann bæði
til sjós og lands, mest við fisk-
vinnslu og sjávarútveg en árið
1968 hóf
h a n n
störf hjá
Ákvörðunin undirbúin
Við söluna á SAS segist Jón
hafa tekið ákvörðun um
að vinna ekki mjög lengi
hjá Eimskip heldur nýta
tækifærið til annara hluta.
Jón stofnaði ásamt fjöl-
skyldu sinni lítið
fjárfestingafyr-
irtæki á síð-
asta ári
und ir
n a f n -
breyta þessu og það ætlaði engin
að taka við laununum. Ég sagði
strákunum að ef þeir vildu eklci
taka við laununum þá mundi ég
gera aðra tilraun í kaffitímanum
og ef þeir vildu ekki taka við
kaupinu þá mundi ég fara með
það upp á verkalýðsskrifstofu
og þeir gætu þá nálgast kaupið
þar eftir vinnu. í kaffitímanum
kom ég aftur og þá gáfu þeir sig
þegar þeir sáu að mér var full
alvara og frá þessari breytingu
yrði ekki kvikað. Fljótlega sáu
menn og höfðu orð á að þetta
var mun betra fyrirkomulag”,
segir Jón.
Vilt þú þá ekki hætta?
Smá saman vöndust menn
nýja kallinum í brúnni en
Jóni er minnistætt þegar hann
sagði upp einum af þessum
gamalgrónu starfsmönnum
vegna ófriðar sem virtist ríkja í
kringum hann. „Ég kallaði hann
upp á skrifstofu til mín og sagði
við hann að þetta gengi ekki
lengur. „Það er eins og þú hafir
endalaust lag á því að skapa
ófrið og leiðindi í kringum þig.
Ég held að við hljótum að sjá
það báðir að við eigum bara
ekki samleið," segi ég við hann.
„Vilt þú þá bara ekki hætta,“
svaraði hann um hæl. „Nei, ég
held að við höfum það á hinn
veginn,“ svaraði ég.
Reyndar kom þessi maður aftur
til starfa hjá fyrirtækinu síðar
og reyndist vel þegar öldugang-
inn hafði lægt“, segir Jón
„Hin síðari ár hef ég búið það
vel að starfmannavelta fyrirtæk-
isins hefur verið mjög lítil og
innan fyrirtækisins skapast
kjarni traustra starfsmanna.
Menn hafa staðið sína plikt
með sóma og ég hef ekki þurft
að hafa áhyggjur af hlutunum.
Það hefur gríðarlega mikið að
segja.“
Mjög miklar breytingar hafa
hafa orðið á fyrirtækinu og
starfsumhverfi þess á þeim tíma
sem Jón hefur stýrt því. Eftir að
20 IVÍKURFRÉTTIR 8. TÖLUBLAÐ ! 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!