Morgunblaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL Þegar rýnt er í ríkisreksturinnkemur margt skrýtið í ljós. Fyrirspurn Óla Björns Kárasonar til forsætisráðherra hefur til dæmis leitt í ljós að gjaldeyriseftirlit Seðla- banka Íslands hefur ekki aðeins haldið sér eftir öll þessi ár sem liðin eru frá falli bank- anna, heldur fer það vaxandi ár frá ári.    Árið 2010 var gjaldeyriseftirlitiðmeð 10 starfsmenn en um síð- ustu áramót voru þeir orðnir 24.    Árið 2010 kostaði gjaldeyriseft-irlitið 81 milljón króna en á síð- asta ári var kostnaðurinn kominn upp í 314 milljónir króna.    Þessi þróun er sérstaklega at-hyglisverð í ljósi þess að unnið hefur verið að því á síðustu árum að draga úr höftunum, en öll árin hef- ur kostnaður gjaldeyriseftirlitsins þrátt fyrir það farið vaxandi.    Og vöxturinn er orðinn svo yfir-gengilegur að í fyrra eyddi Seðlabankinn 1,2 milljónum króna alla virka daga ársins til að fylgjast með gjaldeyrisnotkun landsmanna.    Það hefur áður sýnt sig – á alltannan hátt að vísu – að gjald- eyriseftirlit Seðlabankans er alger- lega stjórnlaust.    En nú, þegar komið er í ljós aðstjórnleysið nær einnig til rekstrarins, hlýtur að vera nóg komið.    Það hlýtur að vera hægt að losalandsmenn undan þessu eft- irliti, hætta haftabúskapnum og finna þessum 24 starfsmönnum upp- byggilegri verkefni. Gróskan er góð, en þó ekki hvar sem er STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík 0 léttskýjað Akureyri 0 skýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 4 léttskýjað Stokkhólmur 4 léttskýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 8 skýjað Brussel 9 léttskýjað Dublin 7 rigning Glasgow 6 skúrir London 10 skýjað París 11 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skúrir Berlín 5 skýjað Vín 12 léttskýjað Moskva 2 rigning Algarve 17 léttskýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -22 heiðskírt Montreal -8 snjóél New York 7 léttskýjað Chicago 0 snjókoma Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:27 18:53 ÍSAFJÖRÐUR 8:37 18:53 SIGLUFJÖRÐUR 8:20 18:36 DJÚPIVOGUR 7:58 18:21 Ekki er vitað til þess að fólk hafi veikst af afbrigði fuglaflensuveir- unnar, sem greinst hefur í fuglum víða í Evrópu frá því í október sem leið. Líklegt er að veiran berist til landsins með farfuglum og bendir Matvælastofnun fuglaeigendum á að þeir þurfi að vera viðbúnir því að geta hýst fugla sína eða haft þá í girðingu undir þaki. Breiðist hratt út Fuglaflensa í villtum fuglum og alifuglum breiðist hratt út í Evrópu, meðal annars þar sem íslenskir far- fuglar halda sig á veturna. Með- göngutími sýkingar er nokkrir dagar og því geta smitaðir fuglar náð hing- að áður en þeir veikjast. Veiran er útbreiddari í villtum fuglum en var raunin þegar þessi faraldur geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 „og þeir virðast vera helsta smitleið í ali- fugla,“ eins og fram kemur í frétt frá Matvælastofnun. Draga má úr smit- hættu með því að hafa fuglana í girð- ingum undir þaki og best að hafa þá innandyra samfara góðum smit- vörnum. Matvælastofnun hvetur fólk til þess að tilkynna stofnuninni um fund á dauðum fuglum með því að fylla út sérstakt eyðublað á heimasíðu hennar. Fuglaflensan ekki greinst í fólki  Töluverðar líkur á því að fuglaflensu- veira berist til landsins með farfuglum Reuters Flensa Danskir vísindamenn kanna dauðan fugl fyrir nokkrum árum. Júlía Hermanns- dóttir, söngkona hljómsveit- arinnar Oyama, sem neitað var um svokallaða ESTA-heimild til inngöngu í Bandaríkin, er nú hætt við Banda- ríkjaförina. Júlía fór á fund í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi og segir starfsfólkið þar hafa verið mjög hjálplegt en það hefði ekki haft aðgang að gagnagrunni vegabréfa- eftirlitsins. „Ég fæ því ekki að vita ástæðuna fyrir því að ég er flögguð með þessum hætti,“ segir Júlía í samtali við mbl.is. Mest hafði Júlíu hlakkað til að hitta fjölskyldu og vini vestanhafs, en hún var við nám í Bandaríkjunum í nokkur ár. Í því skyni hafði hún ákveðið að fljúga út á undan öðrum í hljómsveitinni „Ég get sótt um vegabréfsáritun í stað ESTA-heimildarinnar en það mun taka mun lengri tíma að afgreiða slíka umsókn.“ Aðspurð segist hún ekki hafa talað illa um Donald Trump Bandaríkjaforseta á sam- félagsmiðlum. „Ekkert meira en aðrir,“ segir hún og hlær við. Júlía Hermannsdóttir Meinuð innganga  Engu nær um neit- un á ESTA-heimild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.