Morgunblaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Launaþróun þingmanna eftir lækk- un forsætisnefndar á starfs- tengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, bor- ið saman við árið 2006. Þetta kem- ur fram í frétt fjármála- og efna- hagsráðuneytisins um þróun launakjara alþingismanna. Ráðuneytið fékk Hagstofu Ís- lands til að taka saman upplýsingar um þróun launakjara alþing- ismanna frá árinu 2006. Það er sama tímabil og greining aðila vinnumarkaðarins á vettvangi SA- LEK hefur byggst á. Kjararáð hef- ur einnig annast launaákvarðanir alþingismanna frá sama ári. Hagstofan tók ekki ákvörðun for- sætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna með í reikning sinn. Lækkunin kom til framkvæmda vegna launa í febr- úar sl. Ráðuneytið bætti þeim upp- lýsingum við upplýsingarnar sem Hagstofan hafði tekið saman til að fá heildaryfirlit yfir þróun launa- kjara þingmanna. Laun samsett með öðrum hætti Ráðuneytið segir að við mat á þróun launakjara þingmanna verði að hafa í huga að laun þeirra séu samsett með öðrum hætti en al- mennt tíðkist. Þingmenn fá starfs- tengdar greiðslur sem jafna má til launa. Forsætisnefnd Alþingis ákvað nýlega að lækka þær greiðslur. „Var ferðakostnaður lækkaður um 54 þús. kr. sem jafna má til um 100 þús. kr. í launagreiðslu, og starfskostnaður lækkaður um 50 þús. kr. Segir á vef Alþingis að samanlagt megi jafna þessari lækk- un við 150 þúsund krónur fyrir skatt,“ segir í frétt ráðuneytisins. Vegna þess hvernig kjör þing- manna eru samsett segir ráðu- neytið einfaldast að horfa til heild- arlauna við samanburð við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnu- markaði (sjá skýringarmynd). „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnu- markaði.“ Þá bendir ráðuneytið á að launa- þróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjar- aráðs hafi verið „mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnu- markaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabil- ið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“ Launaþróun þingmanna löguð Þróun heildarlaunakjara alþingismanna Miðað er við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði (nóvember ár hvert) með áhrifum lækkunar forsætisnefndar. 240 220 200 180 160 140 120 100 Launavísitala - alls Heildarlaunakjör alþingismanna Launavísitala - ríkisstarfsmenn Launavísitala - starfsmenn sveitarfélaga Launavísitala - opinberir starfsmenn alls Launavísitala - almennur vinnumarkaður Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 fe b. 20 17 100 108 117 121 127 139 145 154 165 179 196 100 108 115 106 107 121 141 146 150 151 222 194 100 108 122 123 125 137 143 152 162 178 197 100 105 119 126 128 138 143 150 166 179 201 100 107 120 124 126 137 143 151 163 178 198 100 109 116 120 128 140 147 156 165 180 197  Var lakari en launaþróun annarra Guðjón Finnbogason, verslunarmaður og fyrrverandi knatt- spyrnukappi á Akra- nesi, lést aðfaranótt mánudagsins 27. febr- úar, tæplega 90 ára að aldri. Guðjón var fæddur 2. desember 1927 og bjó alla tíð á Akranesi. Hann var verslunar- maður í Axelsbúð á Akranesi í 56 ár, frá 1943 til 1999, og kom víða við í íþróttastarfi á Akranesi. Hann var leikmaður ÍA á árunum 1946-1959 og einn besti leikmaður gullald- arliðsins. Guðjón lék 111 leiki fyrir ÍA á knattspyrnuferlinum og varð Íslandsmeistari 1951, 1953, 1954, 1957 og 1958. Hann lék 16 landsleiki á árunum 1953-1958. Guðjón var þjálfari meistara- flokks ÍA 1960, 1964 og 1965. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum 1960 og hin tvö árin varð liðið í öðru sæti. Hann var knatt- spyrnudómari í fremstu röð um árabil og dæmdi í efstu deild auk þess sem hann var alþjóðlegur dómari og dæmdi m.a landsleiki og í Evrópukeppnum. Þessi ferill hans er ein- stakur í íslenskri knattspyrnusögu. Félagsmálin voru Guðjóni hugleikin. Hann var í stjórn ÍA um árabil og einnig í knatt- spyrnuráði. Hann var heiðursfélagi Knattspyrnufélags ÍA og honum var veitt gullmerki ÍA, ÍSÍ og KSÍ. Helga Sigurbjörnsdóttir, eigin- kona Guðjóns, lést 2013. Börn þeirra eru Margrét, Sigurður og Snorri. Andlát Guðjón Finnbogason Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Afgönsku mæðgurnar Torpikey Farrash og Mariam Raísi, fengu í fyrradag hæli og vernd sem flótta- konur á Íslandi. Þær hafa verið á flótta í fjölmörg ár en þeim var neit- að um hæli hér á landi af Útlend- ingastofnun í ágúst í fyrra. Kæru- nefnd útlendingamála vísaði máli þeirra aftur til Útlendingastofnunar í nóvember. Konur úr ólíkum áttum hafa frá því í fyrra barist fyrir því að mæðgurnar fengju vernd hér. Þær höfðu verið á flótta undan- farin 15 ár og flakkað milli Írans og Afganistans, frá því að Mariam var fjögurra ára gömul, en þá tóku talíb- anar völdin í Afganistan og neydd- ust mæðgurnar til að flýja frá Kabúl. Þegar stríðsherra í Afganistan ætl- aði að taka sér Mariam sem konu flúðu mæðgurnar til Evrópu og síðar til Svíþjóðar eftir langt og strangt ferðalag. Eftir þriggja ára dvöl þeirra í Svíþjóð var þeim neitað um hæli. Þá héldu þær næst til Íslands þar sem þeim var neitað um hæli eft- ir þriggja mánaða dvöl. Yfir 3.300 Íslendingar skrifuðu undir undirskriftasöfnun á sínum tíma þar sem skorað var á íslensk stjórnvöld að veita mæðgunum hæli hér á landi. Að sögn Magneu Marinósdóttur, sem er ein þeirra sem beittu sér fyr- ir því að þeim yrði veitt hæli á Ís- landi, staðfestir sú ákvörðun stjórn- valda að veita þeim hæli í stað dvalarleyfis af mannúðarástæðum að málflutningur hópsins, sem Magnea vann með, var á rökum reistur. Magnea segir að Útlend- ingastofnun hafi ætlað að fylgja for- dæmi Svía um að veita þeim ekki hæli á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar. Niðurstöðunni var áfrýjað til kærunefndar útlendinga- mála og benti allt til þess á tímabili hún yrði sú að staðfesta úrskurð Út- lendingastofnunar. Ísland stæði við skuldbindingar „Við ákváðum að láta reyna á kerfið og stefnu stjórnvalda í mál- efnum flóttakvenna sem er að finna í framkvæmdaáætlun stjórnvalda um konur, frið og öryggi,“ sagði Magnea í samtali við mbl.is. Send voru bréf á kærunefndina, innanríkisráðuneytið og embætti forseta Íslands og fjallað var um mál mæðgnanna í fjöl- miðlum. „Við vildum að Ísland stæði við skuldbindingar sínar og um leið að gagnrýna það að íslensk stjórn- völd vildu ekki vefengja það á nokk- urn hátt að Svíar gætu hafa gert mistök í máli þeirra,“ sagði Magnea. Eins var bent á að oft væru kynja- sjónarmið hunsuð af sænskum yfir- völdum og konur fengju einfaldlega ekki réttláta málsmeðferð í Svíþjóð. „Í rauninni er að það þannig að ef þær mæðgur hefðu verið í flótta- mannabúðum á vegum Flótta- mannamiðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna þá hefðu þær verið flokkaðar sem konur í hættu og þannig til- heyrt forgangshópi hjá íslenskum stjórnvöldum. Við bendum á það í bréfum sem send voru til kæru- nefndarinnar að stjórnvöld ættu að vera sjálfum sér samkvæm og veita þeim hæli á grundvelli sinnar eigin stefnumörkunar í málefnum flótta- kvenna,“ sagði Magnea og benti á að engin lagastoð skyldaði íslensk stjórnvöld til að beita Dyflinnar- reglugerðinni. Morgunblaðið/Eggert Torpikey Farrash og Mariam Raísi Mæðgurnar hafa nú fengið hæli og vernd sem flóttakonur eftir að hafa verið á flótta í 15 ár. Á fjórða þúsund manns skrifuðu undir undirskriftasöfnun um að veita mæðgunum hæli hér á landi. Mæðgurnar fengu hæli  Torpikey Farrash og Mariam Raísi frá Afganistan þurfa ekki að vera lengur á flótta  Ákváðu að láta reyna á kerfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.