Morgunblaðið - 03.03.2017, Side 11

Morgunblaðið - 03.03.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum snyrtivörum út mars Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 VOR 2017 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Vatteraðir jakkar Verð kr. 13.900 Str. s-xxl 3 litir Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að veita fyrirtækinu Green Atl- antic Data Centers vilyrði fyrir lóð á Hólmsheiði til að byggja hús undir rekstur gagnavers. Fram kemur í greinargerð með erindi, sem lagt var fyrir borgarráð, að fyrirtækið geti óskað eftir úthlut- un lóðarinnar þegar deiliskipulag fyrir lóðina hafi verið samþykkt. Stærð og nánari staðsetning lóðar- innar verði ákveðin í deiliskipulagi. Til skoðunar er að hámarksbygg- ingarmagn lóðarinnar verði allt að 10.000 fermetrar. Borgarráð stað- festi einnig í gær samning við sama fyrirtæki um lóðarvilyrði gegn greiðslu, sem heimili byggingu allt að 30 þúsund fermetra húss. Fjármagnsfrek uppbygging Í greinargerð frá Hrólfi Jónssyni, skrifstofustjóra eigna og at- vinnuþróunar Reykjavíkur, segir að uppbygging gagnavera sé fjár- magnsfrek en mikilvægt sé að búa þannig um hnúta að auðvelt sé að stækka við gagnaver án þess að binda mikið fjármagn ef aðstæður síðar verði hagfelldar fyrir rekstur gagnaversins. Með þessu fyrirkomu- lagi sé fjárbinding vegna viðbótar- lóða í lágmarki og fyrirtækið hafi ráðrúm til þess að vaxa á eðlilegum hraða án þess að þurfa að skuldsetja reksturinn umfram efni. Fyrir Reykjavíkurborg sé það mikilvægt að stuðla að nýsköpun og fjölbreytt- um iðnaði innan borgarmarkanna og gera fyrirtækjum það kleift að vaxa á sama stað. Með þessu fyrirkomulagi myndist einnig hvatning fyrir fyrirtækið að kaupa fleiri lóðir af Reykjavíkurborg ef aðstæður þess bjóða upp á það. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að Síminn hefur lýst áhuga, bæði við borgaryfirvöld í Reykjavík og bæjarstjórn Mosfellsbæjar, á að fá lóð undir gagnaver á Hólmsheiði. Morgunblaðið/RAX Hólmsheiði Þar stendur til að reisa hús undir rekstur gagnavers. Lóð fyrir gagna- ver á Hólmsheiði Alls bárust 37 umsóknir um emb- ætti dómara við nýjan Landsrétt sem tekur til starfa 1. janúar næst- komandi. Auglýst voru embætti 15 dómara og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. Fjórtán umsækjenda eru þegar starfandi dómarar. Í þeim hópi eru Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari og þrír dóm- stjórar, þeir Þorgeir Ingi Njálsson, Ólafur Ólafsson og Hildur Briem. Tólf til viðbótar eru starfandi hæstaréttarlögmenn. Auk þeirra má finna meðal umsækjenda pró- fessora, þar á meðal Davíð Þór Björgvinsson, Sigurð Tómas Magn- ússon, Oddnýju Mjöll Arnardóttur og Eirík Jónsson, dósenta, skrif- stofustjóra, borgarlögmann og Höskuld Þórhallsson, fyrrverandi alþingismann. 37 sækja um embætti við Landsrétt Starfsmenn Stjórnarráðsins árið 2015 voru 530 talsins í 484 stöðugild- um. Árið 2005 voru þeir 751 talsins í 554 stöðugildum. Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar fjár- mála- og efnahagsráðherra við fyr- irspurn þingmannsins Óla Björns Kárasonar um fjölda starfsmanna Stjórnarráðsins. Óli Björn spurði um þróun starfs- mannafjölda Stjórnarráðsins og fjölda ársverka frá árinu 1990. Ósk- að var eftir sundurliðuðu svari eftir árum. Í svari Benedikts kemur fram að á umræddu tímabili hafi orðið nokkrar breytingar á launakerfi ríkisins og því er fjöldi kennitalna eini samfelldi mælikvarðinn um fjölda starfs- manna Stjórnarráðsins sem er til- tækur fyrir allt tímabilið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Arnarhváll Margir vinna enn í ráðu- neytunum þótt þeim hafi fækkað. Fækkun í stjórnarráði Dómarar við Hæstarétt staðfestu í gær tveggja ára fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir að hafa nauðgað konu um verslunarmannahelgina árið 2014. Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi manninn til að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur en í dómi Hæstaréttar var fallist á miskabótakröfu konunnar og manninum gert að greiða henni 1,5 milljónir. Í dómi héraðsdóms kom fram að maðurinn, Aron Trausti Sigur- björnsson, hefði með ólögmætum hætti haft samræði við brotaþola gegn vilja hennar með því að not- færa sér að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að upplýst sé að konan hafi lagst til hvílu í ókunnu húsi umrædda nótt og að ákærði, Aron Trausti, hafi kannast við að hafa látið þau orð falla áður en hann fór inn í húsið að hann hygðist fara og prófa að skríða upp í rúm og athuga hvort honum yrði sparkað út úr. Nauðgunardómur staðfestur  Brotaþola dæmdar 1,5 milljónir kr. í miskabætur Morgunblaðið/Golli Hæstiréttur Tveggja ára dómur fyrir nauðgun var staðfestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.