Morgunblaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það hefur verið líf og fjör ítuskunum undanfarið hjáokkur og mikill spenn-ingur og eftirvænting, enda stórviðburður að frumsýna söngleik. Við höfum æft öll kvöld og helgar í tvo mánuði,“ segir Ágústa Skúladóttir, sem leikstýrir krökk- unum í Herra- nótt, leikfélagi Menntaskólans í Reykjavík, sem frumsýna í kvöld söngleik- inn West Side Story í Gamla bíói. Flott hug- dirfska „Herranótt vildi setja upp söngleik og við skoð- uðum ýmsa möguleika, en þetta eru svo miklir ofurhugar að þau ákváðu að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur og völdu West Side Story. Mér fannst þetta svo flott hugdirfska að ég sagði bara: endi- lega gerum það,“ segir Ágústa og hlær. „Þetta er eiginlega frægasti söngleikur allra tíma og ekkert smá átak að koma þessu saman. Þau sem leika þurfa ekki aðeins að geta sungið öll þessi lög, heldur er tíu manna hljómsveit með í sýning- unni, mönnuð nemendum MR. Gunni Ben hefur útsett tónlistina upp á nýtt og er búinn að stjórna söngæfingum sleitulaust, enda söngurinn margradda á köflum. Þetta eru fræg lög og ballöður sem Ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur Í söngleiknum West Side Story takast tvær klíkur á, Þotur og Hákarlar. Þar segir frá stríðandi fylkingum unglinga í Ameríku þess tíma sem verkið er samið á. Annars vegar eru innflytjendur og hins vegar þeir sem kalla sig Ameríkana, þó að þeir eigi reyndar rætur víðs vegar um heiminn. Krakkarnir í Herranótt, leikfélagi Menntaskólans í Reykjavík, frumsýna West Side Story í Gamla bíó í kvöld. Sungið af innlifun Hér eru þær í hlutverkum sínum að syngja þær Áslaug Lárusdóttir sem María og Elísabet Thea Kristjánsdóttir sem Aníta. Drama Sigurbergur Hákonarson sem Tóný og Eiríkur Egill Gíslason sem Doxi. Ágústa Skúladóttir Fólki gefst kostur á að koma með eig- in gripi til greiningar hjá sérfræð- ingum Þjóðminjasafns Íslands næst- komandi sunnudag, 5. mars, kl. 14-16. Greiningin er ókeypis og fer fram í fyrirlestrasal safnsins á 1. hæð. Í tilkynningu kemur fram að fólk er beðið að taka númer í móttöku safns- ins. Á tjaldi í fyrirlestrasal er sýnt fræðsluefni um meðhöndlun gripa inni á heimilinu. Víða á heimilum fólks eru fornir eða gamlir gripir. Sumir eiga í fórum sínum erfðagripi eða ættargripi án þess að vita með vissu hve gamlir þeir eru og leikur þá kannski forvitni á að þekkja á þeim nánari deili. Þetta geta verið út- skornir munir, skart eða hvaðeina sem virðist vera gamalt. Gripir þurfa alls ekki að vera frá miðöldum til að teljast gamlir og má í því samhengi benda á að grunnsýn- ing Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til“ spannar öll 1200 árin í sögu Ís- landsbyggðar, frá landnámstíma til 20. aldar. Þannig eru margar nýj- ungar síðustu áratuga nú orðnar „gamlar“ eða „fornlegar“. Tekið er fram að á þessum viðburði verður reynt að greina gripi út frá aldri, efni, uppruna, o.s.frv.Starfs- menn safnsins meta ekki verðgildi gripa og eigendur taka gripina með sér aftur heim að lokinni skoðun. Vefsíðan www.thjodminjasafn.is Morgunblaðið/Golli Merkisgripur Silfurbelti í eigu Jónu Garðarsdóttur þótti einna merkast þeirra gripa sem almenningur gat látið meta á greiningardegi í Þjóð- minjasafninu fyrir nokkrum árum. Beltið átti móðir Jónu. Áttu forngrip í fórum þínum sem þig langar að láta greina? Morgunblaðið/Kristinn Skoðun Það eykur þekkingu safns- ins á gömlum munum að skoða þá. Ólöf Kristín Helgadóttir opnar sýn- ingu sína Upplifun / upprifjun (sau- dade) í Plássi Listaverkasölunnar, að Skeggjagötu 2, á morgun, laugardag 4. mars, kl. 15. Sýning Ólafar í Plássi er þriðja einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum á undanförnum árum. Ólöf segir sjálf um sýningu sína: „Eftir útskrift í Listaháskólanum fór ég í langt ferðalag, víða um ver- öld. Á leið minni safnaði ég í sarpinn minningum aðallega, ljósmyndum og hlutum sem ég tengdi við. Á ferðalagi mínu um heiminn kynntist ég orði sem erfitt er að beinþýða á önnur tungumál. Þetta orð (saudade) á sér margar skilgreiningar og birtingar- myndir. Meðal skilgreininga er lýsing á einhvers konar melankólískri nostalgíu, fyrir einhverju sem jafnvel hefur aldrei verið. Orðinu fylgir þó vitneskjan um að hvað sem það var (eða var ekki) sé nú farið. Tilfinningin verður aldrei sú sama, upplifunin verður aldrei eins.“ www.olof-helgadottir.tumblr.com Ólöf Kristín Helgadóttir opnar sýningu í Plássi Melankólísk nostalgía og til- finningin verður aldrei sú sama Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.