Morgunblaðið - 03.03.2017, Page 30

Morgunblaðið - 03.03.2017, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 ✝ Snæbjörg Snæ-bjarnardóttir, óperusöngkona, söngkennari og kórstjóri, fæddist á Sauðárkróki 30. september 1932. Hún lést á Land- spítalanum 16. febrúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Ólína Ingi- björg Björnsdóttir, f. 23. maí 1903, d. 13. október 1980, og Snæbjörn Sig- urgeirsson, bakarameistari á Sauðárkróki, f. 22. mars 1886, d. 3. september 1932. Fósturfaðir Snæbjargar var Guðjón Sigurðs- son, bakarameistari á Sauð- árkróki, f. 3. nóvember 1908, d. 16. júní 1986. Systkini Snæ- bjargar, samfeðra, voru Ólöf, f. 1922, d. 1947, Svanfríður Guð- rún (Gígja), f. 1925, d. 2015, Geirlaug, f. 1927, d. 1927, Sigur- geir, f. 1928, d. 2005. Systkini Snæbjargar, sammæðra, eru: Elma Björk, f. 1935, d. 1984, Birna, f. 1943, og Gunnar Þórir, f. 1945. Fyrri eiginmaður Snæ- bjargar var Páll Kr. Pétursson stýrimaður, f. 22.12. 1927, d. 28.4. 1988. Dóttir þeirra er Ólöf Sigríður Pálsdóttir, f. 18. nóv- tók þátt í alþjóðlegri söngva- keppni skólans og í framhaldi söng hún með sinfóníuhljóm- sveit Salzburg. Eftir þetta bauðst henni að syngja Aidu í La Scala en ákvað að snúa heim. Snæbjörg söng víða einsöng ásamt því að syngja í Dómkórn- um undir stjórn Páls Ísólfs- sonar. Hún tók einnig þátt í upp- færslum á hinum ýmsu leikverkum hjá Leikfélagi Skag- firðinga sem og í Þjóðleikhús- inu. Hún fór til Vínarborgar 1974 og sótti námskeið í söng og kórstjórn hjá Helenu Karusso. Snæbjörg stundaði söngkennslu og kórstjórn í tugi ára og stofn- aði á sínum tíma Skagfirsku söngsveitina, barnakór ásamt Söngsveitina Drangey. Hún kom að stjórnun fleira kóra. Hún skipulagði söngdeild Tónlistar- skóla Garðabæjar þar sem hún kenndi söng í yfir 30 ár ásamt í Söngskólanum í Reykjavík. Eft- ir að hún hætti í Tónlistaskól- anum vegna aldurs, kenndi hún söng á Hjúkrunarheimilinu Mörk þar til í desember sl. Snæ- björg var virkur félagi í Odd- fellowreglunni í 50 ár og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum ásamt söngstörfum. Snæbjörg og Kaj ráku til fjölda ára Versl- unina Snæbjörgu á Bræðraborg- arstíg og Verslunina Skerjaver. Útför Snæbjargar Snæbjarn- ardóttur fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag, 3. mars 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. ember 1953. Seinni eiginmaður Snæ- bjargar var Kaj A.W. Jörgensen kaupmaður, f. 8. mars 1928, d. 8. júní 2010. Börn þeirra eru: 1) Snæ- björn Óli Jörg- ensen, f. 2. júní 1964, kvæntur Önnu Maríu Elías- dóttur, f. 1968. Börn þeirra eru: Snæbjörg, f. 1990, dóttir hennar er Maríanna Erla, f. 2012, Harpa María, f. 1993, og Kaj Arnar, f. 1999. 2) Guðrún Birna Jörgensen, f. 24. mars 1970, gift Halldóri Þor- steini Ásmundssyni, f. 1971. Dóttir þeirra er Hildur Ása, f. 2002. Snæbjörg byrjaði ung að læra á hljóðfæri hjá skagfirska tón- skáldinu Eyþóri Stefánssyni og að syngja í kirkjukór Sauð- árkrókskirkju. Hún stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis, Maríu Markan, Stefáni Íslandi og Sigurði Demetz, en fór í frek- ara söngnám í Salzburg í Aka- demie für Musik und dar- stellende Kunst Mozarteum. Þaðan útskrifaðist hún með hæstu mögulega einkunn. Hún Elsku mamma mín hefur kvatt okkur eftir skammvinn en erfið veikindi. Elsku mamma, hve sárt ég sakna þín en ég veit að þér líður mikið betur núna, laus við kvalir og mein og komin í faðminn hans pabba og fjöl- skyldu og vina. Það eru margar minningar sem streyma um hug- ann og það er huggun í því að rifja þær upp. Þú kenndir mér svo margt og gafst mér gott veganesti út í lífið. Kenndir mér að koma fram við aðra af virð- ingu og heiðarleika og alltaf að sjá það jákvæða hverju sinni. Eitt það besta sem þú kenndir mér var að hafa alltaf gleðina að leiðarljósi og brosa framan í lífið. Gleðin, góðvildin og brosið var aðalsmerki þitt sem manneskju og þú gafst svo mikið af þér til allra sem hittu þig og þekktu, svo mikið af þér í söng, söng- kennslu og kórstjórn og það eru ófáir sem þú hefur snert í gegn- um tónlistina. Ég er svo lánsöm að hafa lært söng hjá þér, fyrst í barnakór og svo í Tónlistarskóla Garðabæjar. Þessi tími okkar saman í söngnámi er mér svo dýrmætur og tengdi okkur svo náið saman. Á mínum yngri árum, þegar þú varst að heiman sökum vinnu, þá fengum við Snæbjörn bróðir að fylgja þér mikið á æfingar og tónleika. Það voru ófá skiptin sem þú lést okkur hlaupa á milli radda á æfingum hjá Skagfirsku söngsveitinni, til að hjálpa til. Stærsta gjöfin sem þú gafst mér var tónlistin, sem ég bý að alla ævi og met mikils. Það er ekki sjálfgefið að kenna öðrum að meta perlur gömlu meistaranna á borð við Mozart, Beethoven, Bizet og Offenbach. Mér eru minnisstæðar tónleikaferðirnar sem ég fór með þér og kórum um landið, en þú leyfðir okkur systk- inunum þremur líka að fylgja þér í söngferðir kóranna erlendis. Mér fannst það stórkostleg upp- lifun, þá aðeins 12 ára gömul, að fá að fara til útlanda, ein með mömmu. Þú varst ekki bara stór- kostlegur listamaður heldur varstu lífskúnstner. Allt sem þú snertir varð einhvern veginn að gulli, hvort sem það var við fjöl- skyldan, heimilið sem þið pabbi byggðu okkur fjölskyldunni, sumarbústaðurinn, nemendur þínir eða kórarnir, svo ekki sé minnst á stórglæsilegu brauð- terturnar þínar. Þið pabbi voruð snillingar í veisluþjónustu. Þess- ar veislur ykkar báru meisturum sínum glæsilegt vitni. Fólkið líkti brauðtertunum þínum við turna og spíra skreytta gulli og eðal- steinum, svo flottar voru þær. Það er skrýtið til þess að hugsa að geta ekki komið með þig hing- að heim til okkar Dóra. Við eig- um eftir að sakna samverustund- anna og ömmustelpan þín, hún Hildur Ása, mun alltaf búa að vináttu ykkar tveggja og þess tíma sem þú komst heim til okk- ar að hugsa um hana eftir skóla. Sá tími var dýrmætur fyrir ykk- ur báðar, tími sem þið notuðuð til þess að spila saman á píanóið, syngja, læra og bara spjalla. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku mamma, ég kveð þig með söknuði og bið góðan Guð að varðveita þig og blessa minningu þína. Við hittumst síðar. Þín dóttir Guðrún Birna (Ditta). Elsku besta amma mín. Tár streymdu niður andlitið mitt en þegar tárin runnu niður kinnarnar vissi ég að þú varst komin á betri stað hjá Guði, afa Kaj, fjölskyldunni þinni og vin- um. Það sem þú kenndir mér margt sem ég mun fylgja eftir! Þú sagðir við mig að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig, að fylgja þínu striki, láta drauma þína rætast og vera þér trúr. Þú varst alltaf svo góð við alla, þú gerðir allt fyrir alla, þú varst góðhjörtuð, pólitísk, hjálpsöm, sterk, dugleg, glöð, jákvæð, þú kvartaði aldrei og þú varst alltaf brosandi, þú varst allra. Það sem ég er þakklát að hafa átt svona einstaka og stórkost- lega ömmu sem söng inn í hjörtu margra og sérstaklega mitt. Svo þakklát og heppin að eiga ynd- islegar og skemmtilegar minn- ingar með þér, elsku amma mín, sem ég mun varðveita að eilífu. Mínar uppáhalds bernsku- minningar voru með þér og afa Kaj uppi í sumarbústað, þar brölluðum við mikið, eins og að vera úti í garðinum, gróðursetja, setja niður kartöflur, klippa tré og búa til gönguleiðir, svo vorum við alltaf syngjandi, og það var alltaf svo gaman að hlusta á ykk- ur afa segja sögur frá lífi ykkar og sögur af mér og fjölskyldunni. Það var alltaf svo gaman hjá ykkur. Þið voruð svo yndisleg saman og þvílík ást sem var yfir ykkur. Þú hefur kennt mér svo mikið en aðallega að syngja og koma rétt fram. Mun sakna þess mikið en ég lofa þér því, amma, að ég mun aldrei hætta að syngja og ég mun kenna Maríönnu. Ég er svo þakklát að þú hafir kynnst Maríönnu minni, sem heillaði og bræddi þig alveg. Hún kom þér alltaf til að hlæja og brosa og þú varst alltaf jafn hissa hvað hún er þroskuð og gáfað barn og að hún ætti að vera leik- kona þegar hún yrði stór. Það var alveg yndislegt að sjá ykkur saman. Henni fannst alltaf svo gaman að koma til þín og syngja og spila á píanóið þitt. Hún mun sakna þín sárt. Hvað ég mun sakna þess að hringja í þig og heyra í röddinni þinni og spjalla við þig. Alltaf þegar það var hringd í þig og spurt þig hvað segir þú og þú svaraðir alltaf: „Bara allt það fína frá Kína.“ Það var sko besta svarið. Núna eruð þið afi loksins sam- einuð á ný og ég get ekki annað en trúað að það hafi verið svaka fögnuður. Ég veit að þið munið vaka yfir okkur og vernda okkur. Nú er kominn tími til að segja bless, þangað til ég sé þig næst á himni. Andi þinn lifir í hverju og einu okkar. Þegar ég lít upp til himins og sé skærustu stjörnuna veit ég að þú ert að horfa niður til okkar og ég veit að þú brosir til okkar og segir að allt muni verða í lagi. Ég mun sakna þín sárt, elsku amma mín. Ég og Maríanna elskum þig og ég mun segja Maríönnu sögur af þér svo hún gleymi þér aldrei. Ég veit í hjarta mínu að þú ert áfram til, og einn daginn mun ég hitta þig í himnaríki. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín sonardóttir og nafna, Snæbjörg Snæbjarnardóttir Jörgensen. Elsku amma. Þó að sorgin sé búin að vera svo mikil og sár síðustu daga frá því að þú kvaddir, þá hlýnar mér um hjartað þegar ég hugsa til þín og um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Eins og allar þær yndislegu ferðir okkar í sumarbústaðinn í Svínadalnum, þegar við tíndum saman mismunandi fallega steina og varðveittum. Alla lærdóms- ríku söngtímana sem þú gafst mér í Fellsmúlanum og einnig þegar þú hvattir mig til fiðlu- náms eftir að ég lærði á píanó hjá Gígju systur þinni, það þótti mér vænt um. Best af öllu var þegar þú hélst að kanínukúkur- inn væri súkkulaði, þá var mikið hlegið og enn í dag þegar við rifj- um þessa sögu upp. Elsku amma, hér er lítið ljóð til þín frá mér. Hún amma var hlý og glaðvær og blíður var hennar raddblær. Með veifandi hendi, hún söngnemum kenndi söng, sem ávallt var henni svo kær. Þó rauðan varir hennar báru og rauðu neglurnar gljáðu þá heiðblá hún var og gullið hún bar svo rúllurnar hárið uppskáru. Smjöri hún kunn’ ei að neita og brauðtertur kunni að skreyta. Hjá sælureit sínum með Kaj afa mínum, í Svínadal ástina varðveita. Amma nú sorgmædd ég ákveð að lífi þínu fagna ég hér með mitt hjarta þig syrgir ei lengur það byrgir Því syng ég til þín, „ó amma ég kveð". Hvíldu í friði, elsku amma, þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta. Knúsaðu afa frá mér. Þín sonardóttir, Harpa María Jörgensen. Elsku amma mín, hvað ég sakna þín, en nú ertu komin til afa Kaj og þið getið alltaf verið saman. Mér þykir svo vænt um allar minningar mínar um þig og þegar við vorum tvær saman eft- ir skóla heima hjá okkur. Við spiluðum á píanóið og þú hjálp- aðir mér að læra. Það var líka svo gaman að vera með þér í sumarbústaðnum og að fara í alla bíltúrana með þér og mömmu og pabba og að fá okkur ís eða eitt- hvert gotterí. Það verður skrýtið að hafa þig ekki hjá okkur á jól- unum en ég veit að þið afi verðið saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín ömmustelpa, Hildur Ása. Snæja frænka – Snæbjörg Snæbjarnardóttir – var kona lífs- ins. Hún var kona söngsins, tón- listarinnar og gleðinnar. Snæja tók á móti öllum með bros á vör og smitandi hlátri. Það var aldrei leiðinlegt í kringum frænku og ekki man ég eftir dauflegri stund. Aldrei var meira fjör í bakaríinu á Króknum en þegar þær systur, Gígja, Eva og Snæja, komu saman. Þá hljómaði söng- urinn og píanóleikurinn um allt. Tónlistin var órjúfanlegur hluti af lífinu hjá bakarísfjölskyldunni, líkt og leiklistin og pólitíkin. „Allt í þessu fína – í Kína,“ svaraði Snæja oft þegar ég innti hana fregna. Þar með var málið yfirleitt útrætt. Snæja hafði aldr- ei mikinn áhuga á að segja frá sjálfri sér. Að kvarta yfir ein- hverju sem miður fór, kom aldrei til greina. Hún hafði meiri áhuga á að vita hvað væri að gerast í mínu lífi. Vellíðan annarra í fjöl- skyldunni var mikilvægari en hennar eigin. Snæja var Króksari. Stoltur Skagfirðingur sem sýndi sveit- inni sinni og gamla þorpinu mikla ræktarsemi. Ræturnar voru sterkar og slitnuðu aldrei. Í starfi sínu sem söngkennari og þó ekki síst sem kórstjóri lét Snæja hina skagfirsku tóna hljóma. Ég hygg að fá tónskáld hafi verið henni kærari en Eyþór Stefánsson. „Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir söng,“ sagði þulur- inn eftir að síðasta lag fyrir há- degisfréttir hafði verið leikið í útvarpinu. Stundum var það Skagfirska söngsveitin sem var kynnt til leiks. „Stjórnandi var Snæbjörg Snæbjarnardóttir,“ bætti þulurinn við. Fyrir lítinn dreng á Króknum var það ekki lítið mál að eiga fræga frænku fyrir sunnan. Seinna komst ég að því að Snæja hafði hafnað frægð og frama í öðrum löndum – hafði ekki áhuga á sigrum í glæstum óp- eruhúsum, hvorki á Ítalíu né í Austurríki. Hennar köllun var tónlistin en sviðið var Ísland, sigrarnir voru um allt land en kannski ekki síst í kennslustof- unni þar sem mörgum af bestu söngvurum landsins var leiðbeint og þeim kennt að nýta og njóta hæfileika sinna. Snæja var góðhjörtuð og á stundum of trúgjörn þegar ung- ur systursonur hennar var ann- ars vegar. Og það var stundum spilað á trúgirnina í sakleysisleg- um hrekk. Aldrei sárnaði frænku þegar prakkarinn gekkst við að hafa skáldað fréttir af öðrum í fjölskyldunni. Snæja hafði húm- or fyrir sjálfri sér líkt og lífinu sjálfu. En skaplaus var hún ekki. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en var laus við dómhörku og fordóma. Frænka var sönn Sjálfstæðis- kona, gerði fremur kröfur til sjálfrar sín en annarra. Alltaf reiðubúin til að rétta öðrum hjálparhönd, aðstoða og ráð- leggja. Nú er komið að leiðarlokum og merkilegt ævistarf að baki. Við Gréta og börnin okkar þökk- um kærri frænku fyrir vináttu og einstaka umhyggju. Við sendum Lollu, Dittu, Dóra, Snæbirni, Önnu Maríu, börnum og barna- börnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um frænku, sem faðmaði lífið og nýtti dýrmæta vöggugjöf sem tónlistargyðjan gaf, til að gleðja þúsundir, lifir. Óli Björn Kárason. Snæbjörg Snæbjarnar. Stór- brotin listakona, elskuleg mág- kona, frábær vinur og félagi. Snæbjörg Snæbjarnar hefur nú gengið á vit feðra sinna, eftir stutta en snarpa baráttu. Ég hafði þekkt Snæju í nokkur ár, þegar ég átti því láni að fagna að fá að dvelja í húsi hjá þeim hjón- um, henni og Kaj, þá vetur sem ég stundaði nám í KHÍ, og það voru sannarlega skemmtilegir og gefandi vetur. Á þessum árum rak Kaj bókaverslun við Lauga- veginn, en Snæja var einn að- alhvatamaðurinn að stofnun Skagfirsku söngsveitarinnar, samhliða söngkennslu í tónlistar- skóla, og var því oft gestkvæmt á heimilinu. Þegar komið var heim við lok vinnudags voru oftar en ekki að fara gamlir nemendur, sem hleypt höfðu heimdragan- um, en litu inn hjá sínum gamla kennara, eftir vinnu, til þess að heyra álit hans á því hvernig staðan væri og fá að heyra smá hvatningu og uppörvun, því Snæja kenndi með jákvæðni, hvatningu og hrósi. Og svo um kvöldið var nánast öruggt að röð- in af væntanlegum kórfélögum kæmi í raddprufur, eða þá að við eldhúsborðið væri fundur í stjórn og undirbúningshópi Skagfirð- ingafélagsins vegna kórstofnun- arinnar. Þannig var alltaf líf og ólgandi starf í kringum þau hjón- in, því að Kaj tók heilshugar þátt í öllu þessu stússi enda með lif- andi áhuga á öllu því sem eig- inkonan tók sér fyrir hendur. Þá eru ótaldir alls konar tónlistar- menn og einsöngvarar sem droppuðu inn í kaffi og spjall, og held ég að Snæja hafi á einhvern hátt verið nokkurs konar sálu- sorgari margra þeirra sem til hennar leituðu á þessum árum, og ég veit með vissu að öllum var hún ráðholl. Þá eru ógleymanleg kvöldin þegar tónskáld komu í heimsókn með nýjustu lögin sín sem þau vildu gjarna að söng- sveitin tæki til meðferðar á kynningarkvöldum einstaka tón- skálda, sem oftast voru haldin í Þjóðleikhúskjallaranum. En kennslan og Skagfirska söng- sveitin voru ekki það eina sem lífið snerist um, Snæja var ritari í Félagi íslenskra einsöngvara, virk í starfi félagsins og gleymist seint þegar færð var til bókar fundargerð aðalfundar félagsins eftir uppkasti og minnispunktum ritarans, en ljóst var að ekki var um sérstaklega hefðbundinn að- alfund að ræða. Aðrir munu tí- unda listrænan feril Snæbjargar Snæbjarnardóttur, sem lá um konsertsali, óperur og leikhús heima og erlendis, en hér er hennar minnst sem einstakrar gefandi persónu, listamanns og einstaklings og vinar, sem jós af brunni þekkingar, manngæsku og vináttu til handa þeim sem til hennar leituðu. Við trúum því að einhvers staðar í sumarlandinu sé Snæja núna að „juggibugg- ast“ við eitthvað sem henni finnst að þurfi endilega að sinna og síðan verði kallað að koma að borða, það sé „gonsiflensa“ sem er í matinn, sem auðvitað aldrei fékkst vitneskja um hvernig búin var til, því í hana var notað „bara eitthvað“ en eftirlæti allra, og ef eitthvað er sagt, þá er svarið: „Í alvöru?“ Megi Snæbjörg Snæ- bjarnar hvíla í friði, afkomend- um, ættingjum og vinum eru sendar samúðarkveðjur. Birna og Björn, Sauðárkróki. Þau kveðja nú hvert af öðru sem ruddu brautina á síðari hluta tuttugustu aldarinnar í tón- listarlífinu á Íslandi. Sannarlega grettistak þess tíma. Framar- lega í þeim hópi var kjarnorku- konan Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir. Víða kom hún við í söng, söng- stjórn og kennslu og þess nutu eldri og yngri félagar í Karlakór Reykjavíkur ríkulega. Á níunda áratugnum stjórnaði hún kór eldri félaga af röggsemi og allar götur síðan hélt hún mikilli tryggð við kórinn sem nú hefur starfað í meira en hálfa öld. Þá hefur á stundum verið brugðið á söng með Skagfirsku söngsveitinni og söngsveitinni Drangey enda alltaf stutt á milli Skagfirðinganna og söngfélaga í eldri og yngri kór Karlakórs Reykjavíkur. Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur kveðja Snæbjörgu Snæbjarnardóttur með mikilli virðingu og þökk og senda henn- ar nánustu innilegar samúðar- kveðjur. Reynir Ingibjartsson. Hlátrasköllin berast frá kenn- arastofunni fram á ganga tónlist- arskólans. Það er erfitt að slíta sig frá gleðinni og halda til kennslu enda Snæja í essinu sínu að segja okkur sögur, oftast vel kryddaðar. Glettin og lífsglöð en líka trúnaðarvinur og einstak- lega hjartahlý. Við samstarfs- félagar Snæju í Tónlistarskóla Garðabæjar kveðjum í dag eft- irminnilegan samstarfsfélaga og einstaka fyrirmynd. Fjölskyldu Snæju sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kátir við syngjum saman syngjum hátt því það er gaman látum sönginn ávallt óma okkur til sóma. Fyrir hönd samstarfsfélaga úr Tónlistarskóla Garðabæjar, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir. Snæbjörg Snæbjarnardóttir  Fleiri minningargreinar um Snæbjörgu Snæbjarn- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.