Morgunblaðið - 03.03.2017, Page 37

Morgunblaðið - 03.03.2017, Page 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skýrar leiðbeiningar eru ekki alltaf á hraðbergi, velgengni þín veltur því á því að þú spyrjir spurninga. Reyndu að taka ekki allar heimsins áhyggjur inn á þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er með ólíkindum hvernig hlutirnir geta stundum gengið upp eins og af sjálfu sér. Komið er að því að horfast í augu við nokkur úrlausnarefni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Oft var þörf en nú er nauðsyn á því að halda vel utan um fjármálin. Margt gerist í litlum hópum og þú ert leiðtogi frá náttúr- unnar hendi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt leysa gátu sem þú hefur glímt við vikum saman. Það er gott að vera öðrum innan handar. Ef það er hins vegar leiðinlegt að hjálpa einhverjum ættir þú að velta fyrir þér hvernig á því stendur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samtöl við vini gegna mikilvægu hlut- verki. Gefðu þér tíma til þess að fara í gegn- um málin og skipuleggja framgang þeirra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að fá málin á hreint gagnvart félaga eða nánum vini. Vinur þinn er ólík- indatól. Hann finnur sig knúinn til þess að láta sig reika til þess að uppfylla þörfina fyrir stöðuga tilbreytingu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Oft skiptir miklu máli að velja atburðum rétt umhverfi og fer það þá eftir smekk hvers og eins hvernig á því máli er haldið. Gættu þess að ofmetnast ekki og taktu gagnrýni vel. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ástæðulaust að láta smá- munina vefjast fyrir sér. góð líðan er vand- fundin. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Á næstunni muntu fá tækifæri sem tengjast ferðamálum, menntun og lög- fræði. Vertu varkár í dag því þú kynnir ella að þurfa að greiða háan reikning. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að þú ert dæmdur af verk- um þínum og það þýðir ekki að slá ryki í augu fólks með einhverjum látalátum. Þar að auki er óþarfi að finna hjólið aftur upp. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekkert er alveg sem sýnist. Blástu í herlúðra og vertu hvergi smeykur við að hrinda áætlunum þínum í framkvæmd. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur verið hreykinn af því hvernig þú hefur haldið á málum og komið þér fyrir. Mundu að kurteisi kostar ekkert. Hér birtist í gær þetta erindisem Björn Ingólfsson orti á leiðinni upp á Höfðann, – hann var að hugsa um hvort hægt væri að ríma við erfiði og varð þetta nið- urstaðan með fyrirvara um sam- þykki mannanafnanefndar: Svo hart var lagt að Herviði hús að byggja úr sérviði að heim á baki ber viði, bölvað streð og erfiði. Þessi rímþraut gaf Davíð Hjálm- ari Haraldssyni tilefni til að spyrja sjálfan sig, hvort ekki mætti bæta við þetta: Smíðar allt úr smérviði, smáum eða sverviði. Kemur hann í ker viði, með kraftþrýstingi ver viði. Mótar svo og mer viði, mælir loks og sker viði. Hæfir kofinn Herviði, hálfbognum af erfiði. Og Ólafur Stefánsson tileinkaði Höfðamanninum þetta erindi með þeirri athugasemd að „nanbrauð“ héti það indverska brauðmeti! Hann gengur á Höfðann hiklausum skrefum, og hugsar um orð eins og gengur. Mætir á leiðinni músum og refum, sem manninn hræðast ei lengur. Þó að hann sé í frakka fínum, þá færir þeim engan miska, en lætur þau nýta úr nestisskrínum, nanbrauð og harða fiska. Á sunnudaginn orti Hafsteinn Reykjalín um morgunmjöllina: Fögur var í morgun mjöllin hvíta og mögnuð fegurð utan gluggans skín. Kristallarnir höndum saman hnýta, þar hlaðast upp og brosa ljúft til mín. Þegar hvítar flyksur niður falla, þá finnst mér kyrrðin vera töfrum lík. Mjúkt á setjast konur jafnt sem kalla og kætast er þær bleyta hverja flík. Loksins kom þó snjór og vetrar veður, svo vettlingar og skóflur nýtast mér. Fögnum samt er kuldaboli kveður og komi vor og sólin ylji þér. Á þriðjudaginn skrifaði Ingólfur Ómar í Leirinn undir geislabaði: Mjöllin þekur hlíð og hól hamraklif og ögur. Yfir landi ljómar sól logaþýð og fögur. Allt er kyrrt um byggð og ból birtan vonir glæðir. Geislum hellir himinsól hjarn og klaka bræðir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn En um Höfðann, smérviði og erfiði Í klípu HÚN SÝNDI ENN UMHYGGJU, HUGSAÐI HANN – EN ÞAÐ VAR MESTMEGNIS EFTIR-MEÐFERÐAR UMHYGGJA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „PABBI, HELDUR ÞÚ AÐ ÞAÐ SÉ TIL LÍF Á ÖÐRUM HNÖTTUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... endurgoldin. HÉRNA KEMUR SKRÍMSLIÐ UPP GÖTUNA! EKKI OPNA DYRNAR! BANK BANK VANDINN LEYSTUR ÉG FINN NÓGU MIKIÐ AF PENING- UM Í VÖSUM EIGINMANNSINS TIL ÞESS AÐ KAUPA INN MAT FYRIR ALLA VIKUNA! ÉG FINN EKKI PENINGA Í VÖSUM HRÓLFS… … EN ÉG FINN SAMT… …MAT FYRIR ALLA VIKUNA! JÆJA – HVERNIG HEFURÐU ÞAÐ? Sælkerar renna að sumu leyti blintí sjóinn á matarhátíðinni Food & Fun, sem nú stendur yfir í Reykjavík og Garðabæ, en geta verið vissir um að verða ekki fyrir vonbrigðum. x x x Ætlunin með hátíðinni hefur allatíð verið að vekja athygli á hrá- efninu og hvað má úr því gera. Eng- inn efast um gæðin og spennandi er að sjá hvernig erlendir sérfræðingar meðhöndla íslenska efnið. x x x Lamba-carpaccio er meðal annars áeinum matseðlinum og það eitt og sér er nóg til þess að kveikja í sælker- um. Þorskur með grilluðum jarð- skokkum, laukum og finnskum hvít- fiskahrognum fær matgæðinga til þess að hugsa um fisk. x x x Kremað súkkulaði með Bailey’s-ísog dökkri viskísósu er einn margra girnilegra eftirrétta sem í boði eru. Nokkrir fleiri eftirréttir koma síðar upp í hugann. x x x Ekki er slæmt að geta fengið sérígulker í Linguini. Stökkt smokk- fiskblek, ostakrem & hrogn frá kalix hljómar líka vel. Kolkrabbi achiote, brennt jarðskokkamauk, txistorra- vinagretta og radísur gera það að verkum að valkvíðinn eykst til muna. x x x Reyk(j)a Sling er einn þeirra kok-teila sem boðið er upp á fyrir mat. Allir eiga þeir sammerkt að kveikja vel í bragðlaukunum. „You Sexy Thing“ er gott dæmi. x x x Í lokin má meðal annars fá sér „Ban-ana’s Foster“ brauðböku með pek- an-pralínsósu. Einnig ársgamlan gráðost í linsubauna-valhnetuhjúp. Að ekki sé minnst á frosið skyr, morgunfrú og piklaða næpu. Eða Paris-Brest. Vatnsdeig & „praline“ krem til heiðurs Paris-Brest-Paris hjólreiðakeppninni 1891. Og fleira og fleira, en allir matseðlarnir eru á heimasíðu hátíðarinnar (food- andfun.is) og þar má velja að vild. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn veitir lýð sínum styrk, Drott- inn blessar lýð sinn með friði. (Sálm. 29:11)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.