Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Síða 17
Ofurhjálparstarfsmaðurinn og formaður Akkeris, Þórunn Ólafsdóttir gaf sér stund til að semja tvo málshætti: Lítils virði er píkan pyngjunni. Sjaldan fellur pungurinn langt frá forstjórastólnum. Oft er stundum sumt. Guðmundur Andri Thorsson rithöf- undur laumaði þessum málshætti inn í páskaeggið: 16.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Ragnheiður Gröndal tónlistarkona samdi málshátt um það sem hún veit best: Súkkulaði yndisát sálarfr ið mér gefur. Lotningin er mest andspænis jökli. Api er api þó af sé halinn. Viðar Víkingsson kvikmyndagerðar- maður setti þrjá málshætti inn í páskaeggið: Rapp er best á flatskjá. Nú renna öll vötn til Vaðlaheiðar. Sjaldan hraunar lúsin yfir laxeldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, færði Sunnudags- blaði Morgunblaðsins fjóra frumsamda málshætti: Þeir muna betur sem áminntir eru. Best af öllu er að klára það sem maður nennti ekki að byrja á. Vörnin er verst, framsókn er best. Fram skal sótt til villulauss vegar. Andi vinnustaðarins er alltumlykjandi í málshætti Einars Brynjólfssonar, þing- manns Pírata: Oft er þref á þingi. Sjaldan er stuttur fundur langur. Það er ástæða fyrir því að það er stundum 18 ára aldurstakmark á viðburði leikkon- unnar og uppistandarans Bylgju Babýlons: Dásemdin ein er að drýgja hór og dagdrekka. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, lét Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins í té tvo málshætti. Hann útskýrir þann fyrri svo: „Smæð mannsins er mikil andspænis sköpunarverkinu, jökullinn virðist óyfirstíganlegur, en það er von, það er hægt að sigrast á erfiðleikunum.“ Herdís Egilsdóttir rithöfundur, settist við skriftir og samdi fjölmarga málshætti fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins: Samvisku þína svæfðu aldrei. Faðmur hlýs er fé betri. Svört er ára svika hrappsins. Bölvun fylgir fölsku tali. Lát ei ganga lygasögu. Vanmet aldrei visku barna. Það þarf ekki alltaf að hafa mörg orð um hlut- ina. Skáldkonan Gertrude Stein sagði: Rós er rós er rós er rós. Katrín Halldóra Sigurð- ardóttir leikkona tekur í sama streng: Páskaegg er páskaegg er páskaegg er páskaegg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.