Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Page 21
16.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 á öðrum álíka síðum. Eins finnst mér al- veg frábært hvað það eru komnar margar skemmtilegar hönnunarbúðir bæði á net- inu og sem eru með verslanir. Esja Dekor, Hjarn og Snúran eru t.d. vinsælir viðkomustaðir hjá mér allavega á inter- netinu.“ Andrea segist sækja innblástur á Pinterest, bæði hvað varðar heimilið og vinnu. Auk þess sem hún er dugleg að fylgjast með ArchDaily.com og öðrum vefsíðum sem sýna það nýjasta sem er að gerast í hönnunarheiminum. „Svo þegar ég ferðast er alltaf búið að finna vel valda staði sem áhugavert er að skoða. Svo er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir alls kyns viðburðum sem eiga sér stað, bæði hérna heima og erlendis.“ Aðspurð hver sé eftirlætis staður fjöl- skyldunnar á heimilinu segir Andrea að innan heimilisins sé enginn ákveðinn griðastaður fyrir alla fjölskylduna. „En strákarnir mínir elska að slaka á inni hjá okkur og þá helst að koma sér vel fyrir í hjónarúminu. Mér finnst það reyndar líka ferlega notalegt svo ég kvarta ekki. En ut- an heimilisins elskum við náttúruna og njótum þess að fara upp í fjall eða niður í fjöru,“ útskýrir Andrea en það tekur fjöl- skylduna fimm mínútur að ganga niður í Laugardal. „Það eru forréttindi, því það er yndislegt að labba þar um á fallegum degi.“ Dásamlega gula og gráa gólfið málaði Andrea sjálf. Gulu kertastjakana útbjó hún síðan úr keilukúlum. Borðstofan er björt og sérlega litrík. Ólíkir stólar við borðstofuborðið setja skemmtilegan svip á heimilið. Litríkar myndir skreyta vegginn í stofunni ásamt lifandi plöntum. Fallegur og notalegur hengistóll kemur vel út í stofunni. TILBOÐ Á VÖLDUM VÖRUM og 25% afsláttur af öllum sófum* BARA Í DAG LAUGARDAG OPIÐ 1100–1800 * Gildir ekki ofan á önnur tilboð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.