Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Qupperneq 23
16.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 með bragði og áferð sem okkur lík- ar, þá notum við hana í að búa til molana eða hvað það er sem við gerum í það skiptið og svo prófum við kannski einhverja aðra blöndu næst. Ég vil ekki verksmiðjufram- leiða súkkulaði, þess vegna erum við með litla aðstöðu og þetta eina marmaraborð; allt okkar súkkulaði er búið til á þessum marmara,“ út- skýrir Edda og strýkur ástúðlega yfir grænleita marmaraplötuna. Það er því ekki alltaf hægt að stóla á að hægt sé að kaupa eins súkkulaði viku eftir viku af þeim stöllum, þær láta sköpunargleðina ráða en einnig skipta árstíðirnar máli því sum hráefnin eru ekki allt- af tiltæk. „Við erum orðnar margs fróðari um jurtir og blóm og stund- um fáum við hugmynd að einhverju blómabragði en uppgötvum þá að blómsturtími þess er liðinn og þá neyðumst við til að bíða með þá hugmynd í heilt ár, sem getur verið pirrandi, en þá gerum við bara eitt- hvað annað á meðan,“ segir Kirsty. Barrnálar, salt og rúgbrauð Þær segjast þó notast mikið við skoska furu, enda nóg til af henni allt árið um kring. „Við myljum barrnálarnar út í olíu og leyfum henni að drekka bragðið í sig,“ út- skýrir Edda. „Svo þegar ég bý til karamellu nota ég þessa olíu í stað- inn fyrir smjör og þá kemur þetta ótrúlega sérstaka og góða bragð.“ Einnig bjóða þær oftast upp á mjög sæta, vegan-súkkulaðimola, úr dökku súkkulaði með stökkri frauðkaramellu sem búin er til úr fíflasírópi. Svo það er vanalega eitt- hvað handa öllum í súkkulaði- skálinni hjá Edward & Irwyn. Það skrítnasta í upptalningunni hlýtur þó að vera íslenskt rúgbrauð. „Ó, það er svo gott að nota það í súkkulaði,“ segja Edda og Kirsty og kinka ákafar kolli til að sannfæra blaðakonuna sem hrukkar ennið. „Það þarf að vinna það aðeins, rista það og þá verður þetta svolítið eins og sæt, kurluð karamella sem pass- ar vel með súkkulaðinu. Í landi þar sem allt mögulegt matarkyns er djúpsteikt í feiti, svo sem pitsa og marssúkkulaðistykki, þá ætti ekki að koma á óvart þótt tilraunir séu langaði þær báðar til að fá útrás fyrir sköpunargáfuna. Í fyrstu bjuggu þær eingöngu til súkkulaði til að selja í heildsölu til verslana en ekki leið á löngu þar til forvitnir íbúar Morningside voru farnir að liggja á glugganum til að fylgjast með þeim hella skál eftir skál af súkkulaði á marmaraborðið og vinna það. Allir vildu fá að vita hvað þær væru að gera, fá að smakka og jafnvel kaupa af þeim súkkulaði á staðnum svo þær ákváðu að prófa að selja súkkulaðið beint af marm- araborðinu einn laugardag í mánuði en nú er orðið opið hjá þeim á hverjum laugardegi og handagang- ur í súkkulaðiöskjunni, sérstaklega fyrir jól og páska. Fyrir páskana í ár hafa þær Edda og Kirsty búið til drekaegg, lang- víuegg og hrjóstrug súkkulaðiegg með innblæstri frá víkingunum. Einnig er hægt að fá karamellu- fyllta drekahala, súkkulaðiplötur með köflóttu skosku mynstri og blómamynstri og áðurnefnda fífla- sírópsmola. Draumurinn er að opna litla sérverslun Edward & Irwyn fyrir jólin en það er ekki enn fast í hendi, ekki síst þar sem Edda og Kirsty eru svo uppteknar við súkku- laðigerðina sjálfa. „Við þurfum meira pláss og verðum eiginlega að fara að ráða aðstoðarfólk, þú sérð hvernig þetta er,“ segir Edda og bendir á tómar hillurnar en lofar að ég geti birgt mig upp af súkku- laðinu þeirra laugardaginn fyrir páska, ef ég mæti snemma! Pakkar af súkkulaði- flögum til að búa til heitt súkkulaði sem er selt á fjölmörgum kaffihúsum í Edinborg. gerðar með rúgbrauð og súkkulaði svo blaðakonan lætur sér segjast og lofar að smakka rúgbrauðssúkkul- aði næst þegar það fæst. Íslenska saltflóran skipar einnig stóran sess í súkkulaðigerðinni hjá Edward & Irwyn og hvenær sem Edda fær heimsókn frá Íslandi bið- ur hún vini og vandamenn að stinga nokkrum saltpökkum í ferða- töskuna: birkireykt salt, lakkríssalt og kolasalt eru meðal þess sem hún notar til að bragðbæta súkkulaðið. Á móti kemur að þegar Edda og Kirsty eiga leið til Íslands þurfa þær að láta sitt fólk þar vita í tíma því pöntunum rignir inn og þær rétt svo ná að troða lopapeysunum með öllu súkkulaðinu sem Íslendingarnir eru vitlausir í að fá heimsent frá Skotlandi. Drekaegg, langvíuegg og víkingaegg Edda og Kirsty stofnuðu súkkulaði- gerðina fyrir rúmum fimm árum, þegar Eddu var farið að leiðast þóf- ið við hefðbundna súkkulaðifram- leiðslu og litla vinnu var að hafa í kvikmyndabransanum fyrir Kirsty. Þær áttuðu sig á því að þær langaði báðar að skapa eitthvað og þegar Kirsty var búin að læra undirstöður súkkulaðigerðar af Eddu fóru vinir hennar að bjóðast til að borga henni fyrir góðgætið sem hún bjó til í eld- húsinu heima hjá sér. Þær ákváðu því að sameina krafta sína enda Mávseggin eru úr hvítu súkkulaði en „máluð“ að utan með lituðu og smá dökku súkkulaði. Edda og Kirsty í vetrarferð á Íslandi að leita að innblæstri. Trufflur og brot af landslagssúkku- laðiplötunum. Drekaegg í vinnslu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.