Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.05.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.05.2017, Blaðsíða 6
Þegar nafn ljósmyndarans Sou-vid Datta er slegið inn á síð-unni lensculture.com finnst enginn mynd eftir hann. Aðeins er þar að finna eina andlitsmynd af brosandi ungum manni og við hlið hennar stendur: This profile has been suspended due to ethical con- cerns. Eða: þessari síðu hefur verið lokað af siðferðislegum orsökum. Það er ekki að undra því enn einn skandallinn skók blaðaljósmynd- araheiminn fyrr í mánuðinum en stutt er síðan hinn heimskunni ljós- myndari Steve McCurry varð uppvís að meiriháttar fölsunum. Nú er það hinn margverðlaunaði ungi ljós- myndari, Souvid Datta, sem kast- ljósið beindist nýlega að þegar ljóst varð að hann hefði ekki einungis breytt ljósmyndum sínum, heldur hreinlega stolið hlutum úr öðrum ljósmyndum eftir heimsþekkta ljós- myndara og skeytt inn í sínar eigin. Mynd af nauðgun upphafið Forsaga málsins er að ljósmynd Datta af vændisstúlku á Indlandi var notuð til að auglýsa ljósmynda- samkeppni hjá veftímaritinu Lens- culture. Á myndinni má sjá sautján ára stúlku sem augljóslega er verið að nauðga og sést vel í andlit stúlk- unnar. (Á Indlandi eru stúlkur undir átján ára undir lögaldri og telst vændið því nauðgun.) Myndin vakti mikla reiði og ekki síst vöknuðu spurningar um siðferðislegt réttmæti slíkrar myndbirtingar og fór svo að myndin var tekin niður af vefnum. Lensculture baðst afsökunar á dóm- greindarbrest við myndbirtinguna. Stal frá Mary Ellen Mark Datta, sem er fæddur í Mumbai á Indlandi en búsettur í London, hefur unnið sem blaðaljósmyndari frá árinu 2013 og hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín, þ. á m. frá Getty Images og Magnum Photos. Myndir hans hafa birst í The New York Times og National Geographic, svo eitthvað sé nefnt. Ljósmyndin umdeilda af stúlkunni er hluti af seríu sem hann nefnir „In the Shadows of Kolkata“ og vakti hún töluverða athygli, en hún fjallar um kynferðisglæpi á Indlandi. Þegar fjallað var um umdeildu ljósmyndina í fjölmiðlum, sá kona ein á Indlandi, Shreya Bhat, að átt hefði verið við aðra mynd í sömu seríu. Bhat er mikill aðdáandi hins heims- fræga ljósmyndara Mary Ellen Mark, sem hafði unnið lengi að ljós- myndaverkefni frá vændisgötunni Falkland Road í Mumbai á Indlandi á áttunda áratugnum; ljósmyndaverk sem seinna varð að bókinni Falkland Road. Bhat rak augun í konu eina (klæð- skipting) í mynd Datta og þóttist kannast við hana úr myndaröð Marks. Hún var ekki lengi að finna það út að Datta hafði stolið og „klippt út“ mynd af konunni og skeytt henni inn í mynd sína af vændiskonum. Viðurkennir falsanir Þegar leitast var við að ná tali af Datta kom ekkert svar strax og lokað var fyrir vefsíðu hans, fésbókarsíðu og twitter reikning. Datta steig fram degi síðar og þann 4. maí birtist við hann viðtal í Time undir fyrirsögninni: I Foolishly Doctored Images. Þar viðurkennir Datta að í „barnaskap“ sínum hafi hann vísvitandi stolið frá öðrum og falsað sínar eigin ljósmyndir. Hann útskýrir að hann hafi verið að mynda vændisstúlku og kona ein hafi verið í með í herberginu, en sú kona hafi ekki viljað láta mynda sig. Einhvern veginn kviknaði þá sú ótrú- lega hugmynd í kolli Datta að stela bút úr mynd Mary Ellen Mark af svipuðu efni, mynd frá 1978. Hann viðurkenndi að þetta hafi ekki verið í eina skiptið sem hann greip til þessara ráða og hafði hann stolið hlutum af myndum frá öðrum þekktum ljósmyndurum, og nefnir hann Hazel Thompson, Daniele Volpe og Raul Irani. Þessar fölsuðu myndir rötuðu síðar í ljósmynda- samkeppnir. Sér eftir öllu saman Í viðtali við Time spyr blaðamaðurinn Olivier Laurent hvers vegna hann hafi gert þetta. Datta svarar: „Fyrst vil ég byrja á að axla ábyrgð. Á ár- unum 2013-15 þegar ég var 22-24 ára, þá breytti ég í heimsku minni ljós- myndum, tileinkaði mér verk ann- arra og faldi svo þessa verknaði á ár- unum sem fylgdu. Nú eru þessar myndir að koma upp á yfirborðið og veldur það því að öll mín vinna, sem ég hef heiðarlega unnið að, verður dregin í efa..... ég biðst innilega af- sökunar.“ Aðspurður hvort hann skilji hvers vegna kollegar hans séu reiðir, svarar hann: „Reiðin sem beinist að mér er réttmæt og ég á hana skilið. Þetta atvik hendir nú á þeim tímum þegar trúverðugleiki blaðamanna og heiðarleg frétta- mennska er oft dregin í efa. Ég veit að önnur tækifæri bjóðast ekki alltaf og það er mitt að berjast og vinna fyrir að öðlast aftur traust og trú- verðuleika í þessum bransa.“ Styrkir dregnir til baka Eftirmálar skandalsins eru þó nokkr- ir og ljóst er að þetta verður geymt en ekki gleymt. Fjölmargar stofnanir hafa dregið til baka verðlaun og styrki sem Datta hafði þegið. Time reiknar út að Datta hafi þegið rúm- lega 30 þúsund dollara í styrki. Einnig hefur þetta vakið spurn- ingar um hvort þurfi að endurskoða önnur verk eftir aðra ljósmyndara í bransanum. Hvað sem því líður, er alls óvíst að Datta eigi sér viðreisnar von sem blaðaljósmyndari sem vill láta taka sig alvarlega. Líklega eru þetta ófyr- irgefanleg „mistök“. Klæðskiptingur á tímaflakki Souvid Datta, ungur ljósmyndari sem þegið hefur styrki og verðlaun fyrir verk sín, við- urkennir að hafa stolið úr verkum annarra, breytt sínum ljósmynd- um og birt opinberlega. ©Mary Ellen Mark / www.maryellenmark.com Á ljósmynd Mary Ellen Mark frá 1978 má sjá indverskan klæðskipting klæða sig í húsasundi. Datta fékk þá undarlegu hugmynd að klippa út þessa persónu, spegla hana og skeyta inn í sína mynd. Datta viðurkennir að hafa átt við fleiri ljósmyndir og „stolið“ frá fleiri frægum ljósmyndurum. Skjáskot/time.com 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.5. 2017 ’ Nú eru þessar myndir að koma upp á yfirborðið og veldur það því að öll mín vinna, sem ég hef heiðarlega unnið að, verður dregin í efa.....ég biðst innilega afsökunar. Souvid Datta ERLENT ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR asdis@mbl.is ÍRLAND COUNTY KERRY „Djúpsjávarskrímsli“ fannst úti fyrir ströndum Írlands. Sjómenn veiddu óvenjustóran og afar sjaldgæfan kolkrabba á mánudaginn var og mældist hann tæpir sex metrar á lengd.Tuttugu og tvö ár eru síðan síðast veiddist álíka kolkrabbi. Þjóðsögur eru til um slíka risakolkrabba og skaut þessi sjómönnunum skelk í bringu. Það var sjómaðurinn Pete Flannery sem veiddi flikkið en faðir hans veiddi tvo slíka árið 1995. Þar með hafa feðgarnir veitt 60% af öllum risakolkröbbum sem veiddir hafa verið frá árinu 1673. INDLAND-PAKISTAN Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur bannað pakistönskum yfirvöldum að lífláta indverskan sjóliðsherforingja þar til þeir hafa tíma til að heyra indversku hlið málsins en herforinginn, Mr. Jadhav, er sakaður um njósnir. Hann var handtekinn í mars árið 2016 en indversk yfirvöld neita að hann sé njósnari. Pakistanar neita að hafa rænt honum. Áður hafa slíkar deilur verið milli landanna. Árið 1999 var njósnarinn Sheikh Shamim hengdur, tíu árum eftir dauðadóm. Annar njósnari, Sarabjit Singh, lést í fangelsi árið 2013 eftir að hafa verið meira en 20 ár á dauðadeildinni. JAPAN TÓKÝÓ Japanska prinsessan Mako mun þurfa að afsala sér prinsessutitlinum á næsta ári þegar hún gengur að eiga óbreyttan borgara.Mako, sem er 25 ára, er trúlofuð Kei Komuro sem er lögfræðingur.Talið er að giftingin muni endurvekja umræðu um keisaraveldið en keisarinn, Akihito sem er 83 ára, vill afsala sér titlinum fljótlega. Enginn keisari í sögunni hefur hingað til gert það og er það bannað með lögum. Hugsanlega verður lögunum breytt svo að keisarinn geti hætt.Mako er ekki sú fyrsta í keisarafjölskyldunni til að afsala sér prinsessutitli. Það gerði frænka hennar árið 2005 þegar hún giftist óbreyttum borgara. Hún flutti í eins herbergis íbúð, lærði að keyra bíl og að kaupa í matinn. BANDARÍKIN DETROIT Söngvarinn Chris Cornell, sem gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Soundgarden, lést eftir tónleika á miðvikudagskvöld og er talið að hann hafi framið sjálfsmorð. Hann var aðeins 52 ára gamall. Eitt frægasta lag hans er frá árinu 2006,You Know My Name, en það var titillag James Bond myndarinnar Casino Royale. Hljómsveitin Soundgarden var stofnuð árið 1984 og gaf út sex breiðskífur. Hún starfaði til ársins 1997 en þá hóf Cornell sólóferil og gekk einnig til liðs við hljómsveitina Audioslave.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.