Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.05.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.05.2017, Blaðsíða 24
Nú sér almennilega til sólar og margur dvelur úti undir beru lofti. All- ur er þó varinn góður. Forðumst sólina frá klukkan ellefu til þrjú, segir í leiðbeiningum Landlæknis. „Besta og einfaldasta sólarvörnin er að forðast geislun sólarinnar á þessum tíma,“ segir þar. Forðist sólina frá ellefu til þrjú HEILSA 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.5. 2017 Raj Bonifacius lærði tennis á barnsaldri af föður sínum heima í Bandaríkjunum og sonur hans, Rafn Kumar, var ekki hár í loftinu þegar honum var fyrst réttur tennisspaði. Rafn býr nú í Danmörku þar sem hann er í lýðháskóla, keppir fyrir þarlent lið og tók þátt í nokkrum atvinnumannamótum á síðasta ári. Bonifacius eldri segir mjög algengt að fjölskyldur fari saman í tennis enda íþróttin mjög fjölskylduvæn. „Margir sem eru núna í meistaraflokki prófuðu íþrótt- ina fyrst með foreldrum sínum.“ Hann er vakinn og sofinn yfir framtíð íþróttarinnar. Kynnir hana reglulega fyrir skólabörnum, þjálfar keppnisfólk, hefur kennt öðrum þjálfurum í mörg ár og er alþjóðlegur dómari. Og keppir enn, 47 ára. Er meira að segja kominn í úrslit Íslandsmótsins innan- húss sem fer fram um helgina. „Ég hef ekki miklar væntingar um að vinna, mæti líklega Birki Gunn- arssyni, sem er að ljúka háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið á skólastyrk vegna tenniss- ins, en mér finnst gaman að takast á við áskoranir ...“ MARGIR FETA Í FÓTSPOR FEÐRA SINNA OG MÆÐRA Tennis er mjög fjölskylduvæn íþrótt Bonifacius feðgar á tennismóti fyrir áratug. Rafn Kumar býr nú í Danmörku og keppir fyrir þarlent félag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tennisvellir á Víkingssvæðinu í Fossvogi hafa verið mikið notaðir í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Eggert Raj Bonifacius flutti til Íslandsfyrir tæpum aldarfjórðungi.Hann er fæddur og uppalinn í Kaliforníu þar sem hann kynntist tennisíþróttinni ungur að árum og hóf þegar að breiða út boðskapinn við komuna til landsins. „Það var mjög mikill kraftur í tennisheiminum á Íslandi þegar ég kom,“ segir Bonifacius við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. Enn sé áhuginn mikill, en hann segir iðk- endum hafa fækkað heilmikið á síð- ustu árum vegna þess að aðstöðu skorti tilfinnanlega í borginni. Lengi dreymt um hús Á dögunum sagði Morgunblaðið fréttir af því að tennisvellir Víkings í Fossvogi yrðu fjarlægðir fljótlega; þeir væru í slæmu ásigkomulagi, að- alstjórn félagsins teldi best að nýta svæðið í annað og handhægast að ráðast í verkefnið samhliða fram- kvæmdum sem standa fyrir dyrum á félagssvæðinu. Vellirnir eru hins vegar á deiliskipulagi, tíma tekur að breyta því og aðstaðan verður því fyrir hendi í sumar og hugsanlega lengur. Margir hafa átt sér þann draum í mörg ár, að sögn Bonifacius, að byggt verði tennishús í Reykjavík. Íþróttin er stunduð í fjórum félögum í borginni, Þrótti, Fjölni og Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur, auk Víkings. „Það er draumur félaganna að fá sameiginlega aðstöðu í einu húsi og mér finnst mest svekkjandi, sem tennismanni í Reykjavík, að enn sé engin innanhússaðstaða fyrir þessa íþrótt í borginni. Það er mesta hindr- unin fyrir því að íþróttin vaxi og dafni. Við gerum ýmislegt til að kynna tennis en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll börn úr Reykja- vík fari alltaf yfir í Kópavog til þess að geta æft á veturna.“ Einungis sex tennisvellir eru í gjörvallri Reykjavíkurborg, fjórir í Víkinni og tveir í Laugardal. Þeir eru gjörnýttir yfir sumartímann; standa þeim til boða sem æfa með keppni í huga en einnig þeim sem stunda íþróttina sér til skemmtunar og heilsubótar en Bonifacius segir að um 1.500 manns leiki tennis hér á landi. Flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig sé Knattspyrnufélag Ak- ureyrar með tennisdeild. Fyrir utan Reykjavíkurfélögin og KA er íþróttin stunduð í Tennisfélagi Kópavogs og Tennisfélagi Garðabæjar og góð inn- anhússaðstaða er í Kópavogi. „Þegar ég kom til Íslands ásamt fyrrverandi eiginkonu minni, árið 1993, var ég ráðinn þjálfari hjá Fjölni. Aðstaðan var fín og eftir tvö ár æfðu 80 manns hjá mér. Við vor- um með tíma þrisvar sinnum í viku, í íþróttahúsinu Dalhúsum og í iðn- aðarhúsi á Viðarhöfða þar sem útbú- in hafði verið aðstaða.“ Eftir að Fjölnir komst upp í úr- valsdeild í körfubolta var skipt um gólfefni í Dalhúsum, því samkvæmt reglum KKÍ ber liðum að spila á parketi. „Þá var ekki lengur hægt að spila tennis í salnum því boltinn skoppar ekki á parketi heldur spýtist allt of mikið.“ Mjög góð hreyfing Tennisdeild Fjölnis flutti sig um set, fékk tíma í Kópavogi en iðkendum fækkaði smám saman. „Sjálfsmynd félags er ekki sterk þegar ekkert minnir á félagið þar sem æft er eða keppt,“ segir Raj Bonifacius. Hann vonar því að draumurinn rætist um tennishús. „Það blasir við að þegar aðeins eru sex tennisvellir í 120 þús- und manna borg getur framtíðin ekki verið björt og mér finnst einmitt vanta framtíðarsýn borgaryfirvalda varðandi íþróttina. Með því að af- leggja vellina í Víkinni væri í raun verið að drepa íþróttina í Reykjavík,“ segir hann. Bonifacius segir fólk fá mikið út úr því að spila tennis. „Þetta er mjög góð hreyfing og meiðslatíðni er lítil. Líkamlega er tennis því góð íþrótt en ekki síður andlega. Tennis er nefni- lega mjög andleg íþrótt; allir geta verið í góðu formi og slegið vel, en þegar keppt er veltur gengið mikið á því hvernig menn höndla andlega pressu. Það sem mér finnst mest gef- andi við tennis er að finna leið til að vinna hvern einasta leik, en þær geta verið mismunandi. Sá sem er til dæmis í raun of þungur til að eiga möguleika á sigri getur samt unnið ef tæknin er góð.“ Bonifacius segir tennisdeild Vík- ings vinna vel með aðalstjórn félags- ins en ákvörðunin um að leggja vell- ina niður hafi þó komið á óvart. Honum finnst sárt ef vellirnir hverfa; fjöldi fólks leggi leið sína þangað yfir sumarið. Ungir sem aldnir æfi þar uppgjafir, smöss, bakhönd og for- hönd og spreyti sig í keppni. „Þessir fjórir vellir voru byggðir af áhugamönnum um íþróttina og íbú- um hverfisins fyrir 30 árum,“ segir Bonifacius, „og tennisvellirnir voru ein af ástæðum þess að ég flutti í hverfið á sínum tíma því þá væri stutt fyrir mig að fara til að spila.“ Raj K. Bonifacius á tennisvöllum Víkings þar sem hann er alltaf með annan fótinn. Þarna með skólabörn á námskeiði. Morgunblaðið/RAX Hefur bak- hönd í bagga Fjöldi Íslendinga stundar tennisíþróttina sér til skemmtunar og heilsubótar. Raj Bonifacius er for- maður tennisdeildar Víkings, keppir enn auk þess að þjálfa og leiðbeina börnum og fullorðnum en segir aðstöðuleysi í borginni há íþróttinni mjög. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.