Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.05.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.05.2017, Blaðsíða 21
Hansahillan á sínum stað í stofunni og kemur tekkið vel út við gráa litinn á veggnum. heldur leita að hlutum sem þeim finnst passa inn á heimilið og eru á́ hentugu verði. „Auðvitað er mjög margt hér inni úr IKEA, en svo hef ég gam- an af að versla við litlu netverslanirnar sem hafa verið opnaðar hér á landi undanfarin ár, sem og og minni búðir sem selja vörur til heimilisins.“ Hjónin segja samliggjandi borðstofu og stofu vera mikið notað rými á heimilinu. „Okkur þykir sérlega skemmtilegt að bjóða fjölskyldu og vinum til okkar í kaffi eða mat og þá er gjarnan setið við borðstofuborðið og skrafað langtímum saman.“ Aðspurð að lokum hvað heilli helst við Hafnar- fjörðinn eru hjónin sammála um að Kaffihúsið Pallett sé í miklu uppáhaldi. „Það er mjög næs að rölta þangað um helgar og fá sér gott kaffi og síðbúinn morgunverð – eða á kvöldin eitt rauðvínsglas. Á sumrin er dásamlegt að sitja þar fyrir utan í kvöldsólinni. Svo var nýlega opnaður taílenskur veitingastaður í nágrenninu, Tuk Tuk Thai, þar sem fæst dásamlega ferskur og góður taílenskur matur.“ Morgunblaðið/Hanna Guðrún Lilja Sigurðardóttir hefur komið sér sérlega vel fyrir í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Unnari. Hlýlegt yfirbragð í Hafnarfirði Hjónin Guðrún Lilja og Unnar eiga fallega innréttað heimili í Hafnarfirði þar sem hlýlegt yfirbragð og fallegt litasamspil fær að njóta sín. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ’ Þegar við fluttum í Hafn-arfjörðinn í fyrra tókum viðákvörðun um að mála enga veggihvíta, og sjáum alls ekki eftir því! Stofa og borðstofa eru samliggjandi. Blái liturinn kemur vel út á veggjunum og íbúðin er afar björt og rúmgóð. Guðrún Lilja segir stílinn á heimilinu frek-ar einfaldan og stílhreinan. „Þó er éghægt og rólega búin að færast úr „allt hvítt“ yfir í aðeins hlýlegri stemningu. Þegar við fluttum í Hafnarfjörðinn í fyrra tókum við til dæmis ákvörðun um að mála enga veggi hvíta, og sjáum alls ekki eftir því! Síðan viljum við gjarnan hafa færri vel valda hluti í kringum okkur frekar en mikið af dóti.“ Guðrún segir eitt af því mikilvægasta við inn- réttingu heimilisins að fólki líði vel heima við. „Það verður að vera þægileg stemning og það verður að mega nota hlutina. Það er auðvitað gaman að eiga fína hluti, en það má ekki verða þannig að maður sé of upptekinn við að halda upp á svoleiðis,“ útskýrir hún og bætir við að hún skoði mikið Pinterest og hönnunartímarit á borð við Hús og Híbýli og Bo Bedre í leit að hug- myndum fyrir heimilið. Aðspurð hvar hjónin kaupi helst inn á heimilið segjast þau ekki halda sig við sérstakar verslanir, Ilmstrá og vírakarfa með þvottapokum á baðherberginu. Fínum eldhúsmunum komið fyrir í opinni hillu. 21.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 www.husgagnahollin.is Nýtt og spennandi fyrir lifandi heimili UMBRIA Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða dökkgrátt áklæði. Stærð: 326 × 261 × 78 cm 269.990 kr. 369.990 kr. fyrir lifandi heimili Þúfinnur nýja bæklinginn okkar á www.husgagnahollin.is PALOMA Hægindastóll frá Furninova. Laxableikt eða grátt slitsterkt áklæði. 59.990 kr. 79.990 kr. BOYD Þriggja sæta sófi. Dökkgrátt slétt­ flauel áklæði. Stærð: 215 × 87 × 78 cm 79.990 kr. 119.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.