Skátablaðið Faxi - 11.04.1993, Blaðsíða 8

Skátablaðið Faxi - 11.04.1993, Blaðsíða 8
Skátabinff á Akurevri 12. til 13. septemher 1992 Fjörugar umræður ásamt grillveislu og fleiru. Hópmynd af nýliðunum. Sveitarforingjar Högni og Sonja. Föstudaginn 11. september sl. fóru fimm félagar úr Faxa til Akureyrar á skátaþing. Þau voru, auk undirritaórar, Jóhanna Reynisdóttir, Halldór Engilberts- son, Ólafur Lárusson og Páll Zóph- óníasson. Á föstudags- kvöld var safnast sam- an upp í Hlíðarfjalli við varðeld og gengið upp í Fálka- fell. Á leið- inni voru dróttskátar úr skáta- f é I a g i n u Klakk teknir afsíðis 03 vígðir. I Fálkafelli var boðið upp á veitingar og var kvöld- vaka að átinu loknu. Á lauga- dagsmorgun kl. 10 var skátaþingið sett og byrjað var á að kjósa þingfor- seta og þingritara. Þar á eftir var kosið í þingnefndir og starfshópa. Skýrslur fastaráðinnaa og starfsáætlanir banda- lagsins voru lagðar fram og fóru síðan fram fjörugar umræóur um þessar skýrslur. Þar á eftir voru lagðar fram þingsályktunartillögur. Eftir hádegi fóru fram umræður um tillögur til stefnumörkunar í skátastarfi og var skátum skipt í fjóra hópa. Rætt var um markmið í almennu skátastarfi, fræðslu og þjálfun fullorðinna, kynningu á skátastarfi og fjármál bandalagsins. Skýrðu svo ritarar hópanna frá niður- stöðunum. Hópurinn sem fjallaði um almennt skátastarf vildi til dæmis taka aftur upp Ijósálfa- og ylfinganöfnin. auka upp- lýsingastreymi á milli félaga, fjölga dagsferðum og kvöldferðum. Einnig var rætt um aó draga fram lög og heiti skáta inn í leiki og kom fram hugmynd að flokkar semdu teiknimyndasögur tengdar heitunum. Hópurinn sem fjallaði um fræðslu og þjálfun fullorðinna lagði til að sett yrðu upp námskeið fyrir foreldra og farnar yrðu fjölskylduferðir. Sá hópur sem fjall- aði um kynningar kom með nokkrar góðar tillögur. til dæmis auka skrif í staðarblöó svo að almenningur fái rétta mynd af skátastarfi, ekki þá mynd sem margir sjá fyrir sér; skáti að leiða gamla konu yfir götu, heldur þá mynd að mark- mið bandalags íslenskra skáta er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstakling- ar í samfélagsinu. Markmiðin eru til dæmis hópvinna, útivera ( efla tengslin við náttúruna) og hafa einfaldlega gaman að vera til. Þá kom upp sú hug- mynd að hanna vindjakka með merki bandalagsins á líkt og íþróttahreyf- ingarnar hafa gert. Síðasti hópurinn fjallaði um leiðir til fjáröflunar fyrir bandalagió og komu nokkrar hugmyndir fram sem auðvitað eru leyndarmál. Aó loknum þessum fyrri degi var okkur boðið í rútuferó í Kjarnaskóg en þar verður landsmót 1993 haldið. Þar átti að fara í ratleik og grilla en vegna mikillar úrkomu var grillaó í boði bæjar- stjórnar Akureyrar við eitt íþróttahús bæjarins.Á meðan grillpinnarnir grill- uðust spiluðu þrír skátar á gítar og kontrabassa og var mikið sungið. Á sunnudagsmorguninn hélt þingið áfram og fór afgreiðsla starfsáætlana fram. Að loknum hádegisverði fór 8 SKATABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.