Skátablaðið Faxi - 11.04.1993, Blaðsíða 9

Skátablaðið Faxi - 11.04.1993, Blaðsíða 9
kynning á landsmóti 1993 fram en því veróur gerð skil í annarri grein hér í blaðinu. Nú var komið að brottfarartíma okkar Vestmannaeyinga og uróum vió af afgreiðslu þingsályktunartilagna og kosningu í nefndir. Frá Akureyri fórum við með tuttugu kílóa drumb í farteskinu. Hann á að skera út og nota í sólúr ásamt drum- bum frá félögum á landsmóti 1993. Þetta þing var mjög fræðandi og telur undirrituð að margar góðar tillögur hafi komið fram og ætlar hún að nefna eina enn að lokum sem kom fram frá Ólafi Lárussyni og hlaut strax hljómgrunn. Hún felst í því að nota myndbönd við fræðslu foringja, í hnútabindingum og fleiru. í Ijós kom að til eru myndbönd með ýmsu efni á skrifstofu banda- lagsins og verða væntanlega send til félaganna í framtíðinni. Erna Guðlaugsdóttir. Nokkrir nýliðanna hjá Högna. Guðbiörg Vallv Ragnarsdóttir: Attavitanámskeið og kortalestur Dagana 13.-14. mars hélt Skáta- félagió Faxi námskeið í notkun áttavita og kortalestri. Óhætt er að segja að þetta námskeið hafi farið fram með sóma. Á námskeiðinu voru krakkar á aldrinum 11 til 16 ára og leiðbeinendurnir voru þeir Ármann Höskuldsson, Guðmundur Vigfússon og Páll Zóphóníasson. Þarna vorum við í tvo daga og eina nótt. Þá má líka geta þess að við vorum meó kokka sem elduðu ofan í okkur þennan fína mat. Það voru þær Alma Eðvaldsdóttir og Jóhanna Reynisdóttir. Þar var líka hann Þorbjörn eða Tobbi sem hjálpaði til við eldamennskuna og fleira. En þá er komið að því að segja svolítið frá námskeiðinu sjálfu en eins og áður sagði fór þetta allt vel fram. Námskeiðið byrjaði á því að það fóru allir út í fána. Síðan var fyrirlestur en þar byrjaði Páll á því að kynna okkur svolítið kort og kortalestur. Svo voru það þeir Mummi og Mannsi sem tóku við með alls konar fyrirlestra. Þá var komið að mat sem Álma og Jóhanna voru búnar að vera að elda á meðan fyrirlestrar voru í fullum gangi inni í sal. Þar var um tvennt að velja, annað hvort aspassúpu eða Ijúffenga sveppa- súpu. Eftir matinn var haldið áfram með fyrirlestra en auðvitað leið smá tími á milli til aó hvíla sig og kynnast krökkunum sem á námskeiðinu voru. Um kvöldið var haldin kvöld- vaka eins og skátum er einum lagið að halda. Þar var reynt á þol og taugar allra sem tóku þátt í leikjunum. Ekki get ég sagt annað en að þetta hafi verió skemmtilegt. Um nóttina var svo farið í hópum inn í dal þar sem við þurftum að leysa nokkra skemmtilega pósta sem Mummi og Mannsi voru búnir að búa til fyrir námskeiðið. Þessi póstleikur gekk auóvitað út á það að kunna á áttavita og geta lesið á landakort. Ég held að útkoman úr þessu hafi bara verið nokkuð góð. Þegar við komum í skátaheimilið aftur var þar heitt kakó sem beiö eftir því að þyrstir og kaldir kroppar fengju hlýjuna í sig. Síðan skiluðum við verkefnunum og fórum í hvíld. En eins og allir vita er erfitt að róa svona stóran hóp, en allt er hins vegar hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ræs var svo ekki fyrr en kl. 9:30 vegna þess hve leiknum um nóttina hafði seinkað. Og þarna um morguninn var strax farió að kenna okkur kortalestur og fleira. í há- degismat fengum við hrísgrjónagraut sem var bara nokkuð góður. Eftir hádegismatinn var svo skipt niður hver ætti að þrífa hvern stað í heimilinu og ekki má gleyma því að um leið og við vöknuðum var aó sjálfsögðu herbergisskoðun og var þaó góður undirbúningur fyrir landsmótið sem haldið verður í sumar. Þegar búið var að laga til í öllu ákátaheimilinu voru okkur afhent þessi fínu viðurkenningarskjöl. Að lokum var fáninn tekinn niður og þar með var þessu stórgóóa námskeiði slitið. Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir. Úr skíðaferðalagi 26. mars sl. SKÁTABLAÐIÐ FAXI 9

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.