Skátablaðið Faxi - 01.02.1995, Blaðsíða 4
4
SKÁTABLAÐIÐ
Alheimsmót Skáta
Skátahreyfmgin er stærsta æsku-
lýðshreyfing í heiminum í dag, en
innan hennar vébanda starfa nú um
26 milljónir skáta í rúmlega 130
löndum. Markmið skáta-
hreyfingarinnar er að þroska böm og
ungt fólk til að verða sjálfstæðir,
virkir og ábyrgir einstaklingar í sam-
félaginu. Leiðimar að þessum mark-
miðum em einkum ijórar: þ.e. með
hópvinnu, útilífi , með viðfangs-
efnum af ýmsu tagi og með þátttöku
í alþjóða starfi.
Alþjóða starf er ekki eingöngu
fólgið í ferðalögum. Með bréfa-
skriftum hafa margir flokkar og
sveitir eignast vini um allan heim,
og árlega er haldið alheimsmót skáta
í loftinu (Jamboree on the air )
J.O.T.A., en það er tveggja daga
skátamót sem fer ffam með aðstoð
fjarskiptatækja. Alheimsmót hafa
að jafnaði verið haldin á íjögurra ára
ffesti víða um heim. Fyrsta alheims-
mótið var haldið í Olympia í London
á Englandi árið 1920. Alheimsmótið
í Hollandi sem haldið verður nú í
sumar er það 18. í röðinni. Markmið
með alheimsmótum er að leiða saman
ungt fólk úr öllum heimsálfum, með
mismunandi litarhátt og mismunandi
trúarbrögð. Mótið í Hollandi í sumar
veröur á svæði sem heitir Flevoland,
Það er unmð land og er rétt undir
sjávarmáli, en svæðið var áður hafs-
botn. Áætlað er að á mótið komi um
30,þús. skátar ffá um 110 löndum.
Við Jóhann Sigurður, Björgvin
Hrafii, Freydís og Heiðrún Björk
förum þangað í sumar, ásamt um 200
öðrum íslenskum skátum.
Við erum aðeins farin aö undir-
búa okkur, en það, eru bara um 3
mánuðir þar til við leggjum af stað.
Þann 27. júlí eigum við skátar af
landsbyggðinni að fara til Reykja-
víkur en daginn eftir fljúgum við svo
öll saman til Hollands. Fyrstu fjóra
dagana þar munum við dvelja í tjald-
búð í Wolfsburg en þaðan er tveggja
klst. keyrsla til hamborgar. Fyrsta
ágúst byrja svo mótið og þar verður
auðvitað rosalegt fjör.
Mótinu lýkur svo 11. ágúst en þá
dveljum við í heimahúsum í Belgíu
hjá öðrum skátum í heila fimm daga
og getum við þá kynnst fólkinu þar
og vonandi skoðað okkur um. Þann
16. ágústlýkur svo ferðinni því þá
verður flogið til íslands.
^/lifandi rónlist
um hclgnr
V E I T I N G A HUSIÐ
Cwpso
Bárustígur 1 Sími: 11422
Hestaleigan
Þoríaugargerði