Skátablaðið Faxi - 01.02.1995, Blaðsíða 10
Sveitaforingjanámskeið áAkureyri
nánar tiltekið í Hrafnagili
Tilgangurinn með þessari ferð var
að fá smá þekkingu um það hvemig
á að starfa sem sveitaforingi,kynnast
starfi annarra félaga og hrista aðeins
upp í starfi skátafélagsins Faxa.
Það var alltaf nóg að gera á sjálfu
námskeiðinu. Þeir sem stóðu að
námskeiðinu lögðu greinilega mikið
á sig til þess að láta námskeiðið
ganga upp. Við lærðum mikið á
sjálfum fýrirlestrunum og ætli það
hafi ekki verið vegna þess að þeir
voru ekki eins niðurdrepandi
leiðinlegir eins og sumir fyrirlestrar
geta orðið. Þeir líktust meira
samræðum heldur en fyrirlestmm.
Það hefur mikið að segja að mórallin
sé góður á svona námskeiðum sem
hann var á þessu námskeiði. Maður
kom heim með heimilisföng og
símanúmer margra nýrra vina. Það
var lengi vakað frameftir inná
herbergjunum, stjórnendunum til
mikillar gremju. Við vomm nú ekki
alltaf mni því að partur af nám-
skeiðinu fór fram úti í snjónum (mikla
snjónum á Akureyri).
Fórum við í svona ratleik um
kvöld og áttum við að skjóta upp
rakettu sem heppnaðist ekki alltof
vel fömm ekki nánar út í það. Svo
má ekki gleyma kvöldmatnum
síðasta daginn sem var fimm réttuð
máltíð, sem byrjaði á tekexi með
kívíslími og endaði á
súkkulaðidropa á
piparmintuhring. Við
urðum veður-teftar á
Akureyri einn dag og
fengum að gista í
skátaheimilinu Hvammi á
Akureyri. Fórum á
leiðinlega mynd í bíó
(Disclosure ekki sjá hana).
Vöktum alla nóttina ásamt
krökkum á námskeiðinu,
misstum næstum því af
flugi vegna samskipta
örðugleika við
flugvöllinn. En að öllu
öðru leyti snérum við heim eftir vel
heppnað námskeið, fullar af visku
og erum strax famar að nota ýmislegt
af henni í skátastarfinu og hefur það
gengið mjög vel.
Thelma, Ester,
Auðbjörg og Þórey
ISLANDSFLUG
ÖÐRUVÍSI
FLUGVÉLAR
LÆGRI FARGJÖLD
SKATABLAÐIÐ
SIGLINGATÆKI:.........11464
FAX:..................12715
BÍLASÍMI TÓTI:....985-35000
BÍLASÍMI JÓN:.....985-38001