Skátablaðið Faxi - 01.02.1995, Blaðsíða 8
8
SKATABLAÐIÐ
Skíðaferðalag Skátafélagsins Faxa
Að morgni föstudagsins 24.
mars lögðu tæplega þijátíu skátar
upp í ferð til Bláfjalla og var ætlunin
aðfaraáskíði. ÞeirfórumeðHerjólfí
til Þorlákshafnar og tóku svo rútu til
Bláfjalla Þeir vóru ekki lengi að
koma sér fyrir því að næsta verk var
að sækja skíðin úr skíðaleigunni og
byijaaðskemmtasér. Þaðvar skíðað
næstum stanslaust til kl. 6 en þá
lokuðu lyftumar og allir drifu sig
heim í skálann að borða, en um leið
og lyftumar opnuðu aftur var þotið
aftur á svæðið. Tveir síðustu fóm
aftur í skálann rétt áður en lyftumar
lokuðu klukkan hálf níu, en á meðan
þeirri ferð stóð fékk undirritaður
sér flugferð fram af
hengju en slapp þó með
nokkra marbletti.
Um svipað leiti
ákváðu nokkrir
drengir úr hópnum að
grafa snjóhús, Jónatan og
Sigurjón byrjuðu á sínu upp við
skálann, en svo heppilega vildi til að
helgina áður hafði
íslandsmeistarakeppnin í snjóhúsa-
byggingu einmitt farið fVam á þessu
svæði, og rákust þeir á eitt húsið sem
var þar. Hinir tveir, Ágúst og Birgir,
vom ekki jafh heppnir, en þeir ætluðu
sér að sofa í sínu húsi. Þótt þeir
fengju hjálp ftá mér og Sigga, þá
náðist ekki að kára það þetta kvöld,
þannig að við huldum það með
skíðum og snjókögglum og ætluðum
að halda áftam snemma
næsta morgun.
Um kvöldið var
mikið spjallað og var jafn-
rétti kynjanna helsta um-
ræðuefhið og þótti það
nokkuð gmnsamlegt hvaö
Baldvin hélt mikið með
stelpunum (hann hefur
víst bara verið hræddur
við ftekari að-
gerðir frá
Margréti).
Snemma um
morguninn var liðið ræst
og flýttu sér allir til að
komast á skíði þrátt fyrir
vont veður, þá neyddist
maðurtil að taka skíðin og
snjóinn ofan af snjóhúsinu
og vona að ekki myndi
skafa mikið ofan í það,
en það reyndist vera fylu-
ferð því að eins ein lyfta
var opin á svæöinu
vegna veðursins.
Þegar viö komum aftur
í skálann var byrjað á
því að slappa aðeins af og
fá sér aö borða, en þegar við
ætluðum að halda áftam með snjó-
húsið haföi skafið svo mikið ofan í
það að það var hreinlega horfið og
við þurftum að byrja upp á nýtt. En
þrátt fyrir nær stanlsaust erfiöi náðist
ekki aö klára snjóhúsiö fyrir kvöld-
vökuna. Á henni var mikið sungiö
og var mikið af skemmtiatriðum.
bæði nýjum og gömlum, en það sem
fékk bestar undirtektir var þegar Siggi
fór með sitt víðftæga “risarakettu-
hróp” eftir miklar hvatmngar.
S vo rann upp sunnudagur og þá þurftu
allir sem voru með leigð skíði að fara
með skóna sína út í skíðaleigu til að
geta gengið til baka þegar þeir voru
hættir á skíðum. Nokkuð gáfúlegt
atvik átti sér stað þegar nokkrir
krakkar voru efst á einni brekkunni
og flugvél flaug yfir. Kom Auð-
björg með þá spekingslegu
spumingu: “Hver var þetta”. Þegar
kominn var tími til að fara aftur i
skálanntil að þrífaskiluðu allir skíð-
unum, klæddu sig í skóna og byrjuðu
að labbatil baka, nema Fríða Hrönn,
hún hafði gleymt skónum sínum og
varð því að labba á sokkaleistunum
til baka. Síðan var skálinn þrifmn
hátt og lágt. rútan tekin til Þorláks-
hafhar og allir héldu heim með góðar
minningar úr þessari skemmtilegu
ferð.
Ástþór Ágústsson
BMMNíS
Til fermingargjafa
Orðabækur Myndavélar
Pennasett o.m.fl.
Sjónaukar Allt nytsamar gjafir
Bókabúðin Heiðarvegi 9
Sími 11434