Skátablaðið Faxi - 01.02.1995, Blaðsíða 9
SKÁTABLAÐIÐ
9
SJALFSAGI.
Sannur riddari setti heiður sinn
öllu öðru ofar. hann var honum
heilagur. Heiðarlegum manni er alltaf
hægt að trúa.
Hann ljær sig aldrei til þess sem
ljótt er, eins og að segja ósatt eða
svíkja yfirmenn sína eða vinnu-
veitanda eða þá, er hann ræður yfir.
Skipstjóri gengur síðastur manna
af skipi sínu, er hætta steðjar að.
Hvers vegna? Skipið er ekki annað
en jám og tré, en líf skipstjóra eins
dýrmætt og kvennanna og bamanna.
En hann bjargar öömm, áöur en hann
reynir að bjarga sér. Hvers vegna?
Af því aö skipið er hans skip og
honum hefur verið kennt, að skylda
hans sé að vera á því og hann telur,
að óheiðarlegt sé, að breyta út af
því,-og iætur því virðingu sína sitja
í fyrirrúmi fyrir örygginu. Þannig á
skátinn líka að breyta, meta heiður
sinn öllu öðm meir.
Kitchener lávarður sagði við
skátadrengina: “Eitt er það, sem ég
vildi festa ykkur öllum rækilega í
minni:
ORÐINNSKÁTI,
ÁVALLTSKÁTI.
Ráðvendni er ein tegund heiðar-
leika . Heiðarlegum manm er hægt
að trúa fyrir peningum eða öðmm
fjármunum, því að vissa er fyrir því,
að hann stelur þeim ekki.
Það er mjög lágkúrulegt og
vesalmannlegt að hafa pretti í frammi.
Ef þig langar til að hafa brögð við
í leik eða þér sámar mjög, að leikur,
sem þú tekur þátt í, skuli ekki ganga
þér í vil, skalt segja við sjálfan þig:
“þetta er aldrei nema leikur, er alls er
gætt. Það drepur mig ekki, þótt ég
bíði lægri hlut. Sá sami getur ekki
alltaf unnið, en ég mun ekki liggja á
liði mínu, ef ég sé mér leik á borði til
að sigra.”
Ef þú hugsar á þessa leið, muntu
oft komast að raun um, að þú vinnur
einmitt með því að vera ekki alltof
tilfinninganæmur og svartsýnn. og
gleymdu því ekki, að þú átt alltaf að
hrópa húrra fyrir sigurvegurunum
eða taka í hönd þeim sem sigrar þig
í leik.
Þessari reglu er fylgt í öllum
leikjum og keppni skátadrengjanna.
Með þessu átti hann við það, að
þú verður að notfæra þér það, sem þú
lærðir á unga aldri í skátaíþróttinni,-
og þá einkum, að þú veröir að halda
áfram að vera ráðvandur og trúr, þótt
þú sért kominn til fúllorðinsára.
DRENGILEGUR LEIKUR.
Leiktu sjálfur drengilega, og
krefstu þess, að aðrir geri slíkt hið
sama.
Ef þú sérð stóran, sterkan strák
ráðast á minni máttar, stöðvaðu hann,
af því að leikurinn er ódrengilegur.
Ef hnefaleikanaðurslærannanmann
niður, má hann ekki berja hann aftur.
fyrr en hann er staðin upp.
Drengilegan leik verðum við alltaf
að temja okkur, en hugsjónimar arfúr
frá riddurumnum gömlu.
HEILBRIGÐISREGLUR BADEN-POWELLS
Góð heilsa er ein af mikilvægustu stoöum hamingju í
lífinu.
Mikið má gera til að hljóta likamlegt hreysti og varðveita
þá guðs gjöf að hafa fæðst heilbrigður.
Baden-Powell setti fram nokkrar heilbrigðisreglur, sem
ennþá em í fúllu gildi fyrir unga sem gamla:
1. Temdu þér hreinlæti
2. Sofðu við opinn glugga, þegar veður leyfir.
3. Farðu snemma að sofa og snemma á fætur.
4. Andaðu með nefinu, því að loftið hreinsast og hlýnar.
5. Borðaðu hóflega hollan mat.
6. Þjálfaðu skilningarvit þín.
7. Stæltu líkamann með hæfílegum æfingum.
8. Reyktu ekki tóbak.
9. Drekktu ekki áfengi.
10. Brostu í blíðu og stríðu.
RÁÐVENDNI.