Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Page 8
Vetrarstarf Bakkabræðra
í Bakkabræðrum eru fjórir flokkar og
krakkar á aldrinum 13-15 ára sem vinna
að skemmtilegum og fræðandi skáta-
verkefnum. Þar á meðal eru vörðu-
verkefni sem eru nokkurs konar
leiðarvísir í flokkakerfi. Vörðurnar sem
krakkarnir afla sér eru eins konar
viðurkenning og veitir krökkunum
virðingu. En þetta er sjálfsögðu ekki
það eina sem krakkarnir fást við því
reynt er að gera skátastarfið eins fjöl-
breytt og unnt er.
Farið var í útilegu í október þar sem
ýmislegt var til gamans gert, þ.á.m. farið
í ratleik, bakaðar pizzur og bananar með
súkkulaðifyllingu yfir opnum eldi. Úti-
lega þessi tókst einstaklega vel og voru
allir mjög ánægðir, sérstaklega Mummi.
A næstu fundum eftir útileguna var
unnið að sveitarmerki Bakkabræðra,
sveitarfána og sveitarsöng og er söngur-
inn sá allra besti sem félagið hefur átt,
eða svo segir Mummi. Hver flokkur
fyrir sig vann einnig að gerð
flokksmerkis og flokksöngs.
Um þessar mundir er unnið að
skreytingu sveitarherbergis og mun
sveitarherbergi Bakkabræðra verða það
allra flottasta í sögu Faxa, eða svo segir
Mummi a.m.k.. Unnið er að kvik-
myndagerð og eru strákar og stelpur í
sitt hvoru lagi vegna þess að krakkarnir
vildu sanna með keppni hvort
strákarnir eða stelpurnar gerðu betri
kvikmynd. Mummi segir að ef við
(Hansi og Mummi) gerðum kvikmynd,
myndi hún líklegast fá óskarsverðlaun
vegna þess að Mummi er svo klár.
Bakkabræður fóru ásamt öðrum skátum
í útilegu í Dalakot en Anna Jóna skri-
faði einmitt mjög góða og listræna
grein sem lesa má annars staðar í
blaðinu. Mummi segir að hún ætti að
fá bók-menntaverðlaun Nóbels fyrir
greinina. En þið vitið hvernig Mummi
er, er það ekki.
Takk fyrir,
Hansi skáti
Bakkabræður með félagsfána sinn
ogyjzinsœlt /lomancli cf/1
3DÍSFÉLAG
VESTMANNAEYJA HF.
Skyldu þetta vera hinir einu sönnu bakkabræður?
SKÁTABLAÐIÐ FAXI