Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Blaðsíða 9

Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Blaðsíða 9
Vetrarstarf Ff í sveitinni eru 3 starfandi flokkar með hressum krökkum á aldrunum 11-12 ára. Við hittumst á fundum í hverri viku á laugardögum kl: 15 og gerum ýmis skemmtileg verkefni og förum í leiki. Stundum förum við í göngu eða í ein- hverskonar vetTvangsferð eða jafnvel útilegu í Gamla golfskálann. Þann 10. október fórum við í göngu niður að Heimakletti þar sem Mummi leyfði okkur að síga og klifra í berginu, höfðum við fengið lánaða hjálma hjá björgunarfélaginu og fá þeir bestu þakkir fyrir. Það var rosalega gaman þrátt fyrir að það tæki mikið í handlegg- ina. Við gengum lfka hálfa leiðina upp á Heimaklett og renndum okkur í sandi og grasi niður. 21 .-22. nóvember fóum við í útilegu í Gamla golfskálanum. Við vorum varla komin í skálann er farið var í göngu þvers og kruss unt bæinn og aftur inn í dal. Glorhungruð kláruðum við verkefnin í brjáluðu veðri og fengum okkur svo að borða. Vel mett undirbjuggum við skemmtiatriði - leikrit um túlkun á skáta- lögunum og leikrit um hvað við gerðum við vissar aðstæður t.d. ef við brotlentum á eyðieyju eða mættum birni ein úti í skógi leikritin voru var að sjálfsögðu í anda kjörorðs skátanna „ávallt viðbúinn”. Kvöldvakan var fjörug og svo var farið í smá útileik. Þegar köld nef komu úr leiknum hlýuðu þau sér yfir kakóbolla og hlustuðu svo á draugasögur ada Einar Örn. Þó að allir væru þreyttir eftir annasaman dag sofnuðu sumir víst ekki fyrr en undir morgunn og olli það verulegri seinkun á ræsi en morgunleikfimin var að sjálfsögðu á sínurn stað, kl: 9. Eftir morgunmat var tekið saman og svo haldin flokkakeppni sem fól m.a. í sér að lesa úr þvotta- merkjatáknum og að binda hnúta. Uti- legunni var svo slitið um kl: 15 og þá voru veittar viðurkenningar og tilkynnt hversu mörg vörðuverkefni allir höfðu unnið fyrir. A fyrsta fundi eftir útilegu- na bjuggum við til hnútatöflu og á fund- inum þar á eftir fórum við í leikhús að sjá Emil litla sprella en þá var/ er komið að því ókomna. Við óskum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs. Freydís sveitarforingi Fyrrverandi forseti heimsækir Skátastykki í apríl síðastliðnum var fyrrverandi forseti vor á Heimaey. Var hún hér stödd vegna útsendinga á svokölluðu Jason- verkefni, sem nokkrir ungir Eyjamenn tóku þátt í og var þar á meðal hún Freydís okkar. Kom þar til tals skátahreyf- inginn, vildi það svo til að frú Vigdís átti að flytja erindi á félagsforingjaráðstefnu í Reykjavík. Eftir útsendinguna fóru þær stöllurnar, Freydís og forsetinn, suður í Skátastykkið í leit að innbæstri. Ræddu þær heima og geima og skátastarf. Leist frú Vigdísi Finnbogadóttur mjög vel á framkvæmdirnar og bar okkur mikið lof fyrir skálann og svæði í kring. SKÁTABlAÐIÐ faxi

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.