Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Síða 13
Solstjörnur
Við erum flokkurinn Sólstjörnur. Við
erum í skátafélaginu Faxi og ylfin-
gasveitinni Dögun. Við höfum leyst
nokkur verkefni og á síðasta fundi
gerum við trölladeig. Á jólafundinum
verða óvígðu ylfingarnir vígðir. Við
Sólstjörnur erum 9 talsins með
foringjunum sem eru Adda og María
Sif. Aðrir flokksmeðlimir heita: Olga
Kolbrún, Hlíf, Sandara Elísa, Ágústa og
Jóhanna. Flokkurinn hefur fengið 4
verðlaun sem veitt voru í innilegunni.
Hrópið okkar er svona: “Sólstjörnur eru
besta” og söngurinn:
“Við erum Sólstjömur.
Við erum stórar og gular.
Við erum Sólstjörnur.
Sólstjörnur
Kanínur
SKÁTABLAÐID FAXI
Lubbar
Við erum Lubbar. Liturinn okkar er
skollitur. Hrópin okkar eru svona:
“jammíjammí takk fyrir gummsið” og
“Við erum Lubbar og hvað með það”.
Lubbum finns skemmtilegast að leysa
verkefnin. Lubbar eru Birkir I, Birkir
A, Auðunn, Björn, Jónas, Rúnar, Daði
og eru Snorri Páll og Smári flokks-
foringjar.
Lubbar
Rotturnar
Flokkurinn heitir Rottumar. í flokkn-
um eru Haraldur, Hannes, Guðjón,
Ásgeir, Arnór, Hjölli, Birkir og er
Hafþór flokksforingi og Páll ívar að-
stoðarflokksforingi. Flokksliturinn er
svartur. Rottum finnst skemmtilegt að
hnýta hnúta og fara í skemmtilegar
göngur en finnst flestum leiðinlegt að
syngja og slíta fundum úti.
Hafþór Halldórsson
Við erum kanínur. Liturinn okkar er
brúnn. Hrópið okkar er svona:
“kanínur, kanínur borða góðar gul-
rætur”. Foringjarnir okkar heita Rósa
og Helga Jóhanna. í flokknum eru:
Andrea, Sólrún, Kristný, Kristín Alda,
Þórgunnur og Þórdís Gyða. Okkur
finnst gaman í skátunum, fara í útilegur,
syngja, vera úti í náttúrunni, fara í leiki
og spjalla. Við vinnum verkefni, förum
í sund og búum til fallegar styttur úr
trölladeigi.
Kanínur