Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Page 15
Flokksforingj aráðstefna
Laugardaginn 1. nóvember síðast-
liðinn var haldin flokksforingjaráð-
stefna. Var þetta einskonar námskeið og
upprifjun fyrir flokksforiingjana sem
sveitarforingjar og félagsforingi Faxa
sáu um.
Dagskráin byrjaði um tvöleytið og var
það félagsforinginn sjálfur, Páll
Zóphóníasson, sem setti ráðstefnuna,
eftir að búið var að skipta foringjunum í
4 flokka, Skötur: Grásleppur,
Marglyttur og Blágómur.
Páll talaði um áætlanagerð. Síðan tók
Freydís við og hélt fyrirlestur um
ábyrgð og skyldur skátaforingja og setti
áheyrslu á áætlanagerð. Var nokkur
umræða og fengu krakkarnir fullt af
góðum hugmyndum frá henni.
Þegar Freydís hafði lokið máli sínu
voru allir drifnir út í góða veðrið í leiki.
Eftir útiveruna var boðið upp á kakó og
vöfflur með öllu tilheyrandi. Voru þetta
vel þegnar veitingar.
Eftir kakó héldu Júlía og Sif fyrir-
lestur um ylfingastarfið. Að auki ræddu
þau samstarf við foreldra og hve mikil-
vægt það er að foreldrar séu líka virkir
með krökkunum sínum.
Aður en Einar Öm tók til máls var
farið í smá leik. Eftir leikinn þá fjallaði
Einar Örn um siði og venjur í skáta-
starfi. Bæði hjá Bandalagi íslenskra
skáta og hjá flokkunum sjálfum. Lagði
hann sérstaka áherslu á að flokkar kæmu
sér saman um sína eigin siði og venjur.
Lét hann hvem flokk gera verkefni sem
var fólgið í því að búa til setningu og slit
fyrir flokksfund, -söng og -hróp og
merki fyrir flokkinn. Lét hann flokkana
svo sýna þetta hinum flokkunum.
A eftir Einari Emi þá stigu Mummi og
Hannsi á stokk og útskýrðu vörðukerfið.
Kerfi sem byggist á viðurkenningum,
skátarnir leysa 16 verkefni og fá ofið
merki, með mynd af vörðu, til að bera á
Sendurn
Eyjamönnum,
konum oq börnum
bestu jóia oq nýárs
kOeðjur
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
Fríður, föngulegur og ánægður hópur að afloknu velheppnaðri
ráðstefnu
skátabúningnum. Svo er bara að vera
duglegur og safna sem flestum
merkjum.
Nú var klukkan orðin sjö og kominn
tími til að fara heim í mat. Páll
Zóphóníasson félagsforingi sleit þá
flokksforingjaráðstefnunni, allir sungu
Bræðralagssönginn og að lokum var
tekinn ein góð hópmynd.
Sif Hjaltdal Pálsdóttir