Skátablaðið Faxi - 01.12.2001, Side 8

Skátablaðið Faxi - 01.12.2001, Side 8
Sveitarforingjanámskeið og y Ifíngas veitaforingj anámskeið Grikkir og Rómverjar mættust þann 5.-7. október á Úlfljótsvatni og varð hörku bardagi um heimsyfirráð. En tvísýnt var hvaða þjóð vann. Við komum á vettfang á föstudegi um 9 leytið og var þá sett stríð!! Rósa var hundraðshöfðingi Grikkja og Massa hundraðshöfðingi Rómverja. Einnig fóru á þetta námskeið Leifa, Kristín og Flóvent. Strax var farið að vinna að stríði sem átti að hefjast form- lega á laugardagskvöldinu. En það sem liðin þurftu að gera, var að byggja sér musteri sem þeir réðu svo yfir. Farið var í rúmið á misjöfnum tíma. Vaknað var með látum á laug- ardagsmorgninum sem byrjaði á skemmtilegum á einum af fáum fyrir- lestri og unnið var verkefni út frá honum. Þá fórum við að síga, klifra og margt fleira. Þetta voru mjög skemmti- legir leikir sem við fengum að fara í! Fyrir kvöldmat fengu allir hlutverk og klæddu sig allir eftir því hlutverki sem þeir fengu. Kvöldmaturinn gekk út á ræðumennsku sem var upphaf á góðu strfði sem hófst seinna um kvöldið. Stríðið gekk ágætlega en leikreglur voru flóknar. I herbúðum Grikkja gekk sú saga að einn af Rómverjunum væri orðin puttalaus, en það var víst hún Leifa. Grikkir komust síðan að því að þetta var bara lítil skráma sem betur fer. Haldin var fjörug kvöldvaka sem stóð í stutta stund. Að kvöldvöku lokinni var okkur gefið kakó. Farið var að sofa seint og síðar meir... Á sunnudeginum var vaknað og var „ræsið“ hrein hörmung! Hefur einhver heyrt um ræs þar sem er hvíslað í eyru sofandi fólks. Eftir æf- ingu á útkalli frá leiðbeinendum námskeiðsins, var gengið frá og haldið heim á leið. Við þurftum að bíða í pínulitla stund í bæ sunnanlands (Þorlákshöfn). Fórum í Dugguna, og borðuðum góm- sætar pizzur. Þegar Herjólfur birtist, við mikinn fögnuð, var haldið á þilfarið að gamalli skátahefð með svefnpokana. Allir skemmtu sér vel, og hlökkuðu til að fara í heitt bað og síðan í rúmið sitt er heim kæmi. Rósa og Leifa Þóra að fá sér að borða. Vítamín fyrir flokksforingja 2.-4. nóvember Við 5 hressir skátar Kristín Alda, Iris Dögg, Þóra Birgit, Sandra Guðrún og Alma byrjuðum á því að fara í Herjólf kl.8:00 Þegar komið var í Þorlákshöfn tóku hressir og skemmtlegir skátar frá Þorlákshöfn á móti okkur og var svo beðið eftir rútunni upp á Úlfljótsvatn. Þegar við loksins komum þangað byrj- uðum við á að ganga frá farangrinum. Seinna var farið inn í leikjasal og við fórum í leiki og kynntum okkur. Svo var okkur gefið kvöldkaffi. Við áttum að fara að sofa um 12:30 en vorum svo óhlýðin að leiðbeinendurnir voru að verða brjálaðir. Á laugardeginum vorum við að vinna verkefni, lærðum táknmál og fullt af skemmtilegum leikjum. Þetta var mjög skemmtilegt námskeið og við lærðum mikið á því Iris Dögg, Kristín Alda og Þóra SKÁTABLAÐI0 FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.