Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Blaðsíða 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Blaðsíða 4
Skátalíf er útilíf Skátastarfið hefur gengið vel árið 2014. Síðasti vetur gekk vel og skátarnir voru vel virkir og er greint frá starfi þeirra nánar annars staðar í blaðinu. Sumarið var skemmtilegt hjá skátunum í Eyjum og tóku þeir þátt á Drekaskátamóti á Úlfljótsvatni í byrjun júní, héldu fjöl- skyldu-og félagsútilegu ásamt Mos- verjum og fóru einnig á Landsmót skáta sem haldið var á Akureyri í júlí. Undanfarið ár hefur verið lögð áhersla á innri uppbyggingu skátastarfsins og hefur það gengið vel. Framundan er spennandi tímar með spennandi áskorunum fyrir skátana. Hvað gera skátarnir? Skátastarfið byggir á þeim gildum sem felast í skátalögum og skátaheiti. Skátar fara í útilegur og ferðalög, þeir syngja og sprella, spila tónlist og klífa fjöll, leika leikrit og sigla á kajökum, smíða, mála, klippa, tálga, dansa og byggja hluti - viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist. Það eru nefnilega þátttakendurnir sjálfir, í sínum litlu hópum, sem ákveða hvað þeir vilja fást við. Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfé- laginu. Með skátastarfinu viljum við stuðla að því að skátar: Sýni sjálfum sér, öðrum og umhverfinu virðingu. Taki tillit til skoðana og til- finninga annarra. Séu skapandi og sjálfstæðir í hugsun, orði og verki. Geri ávallt sitt besta og hræðist ekki að gera mistök. Lifi heil- brigðu lífi og séu traustir félagar og vinir. Einnig viljum við að skátastarfið stuðli að því að skátar fylgi alltaf trú sinni og sannfæringu, en geti einnig tekið gagn- rýni. Berjist gegn ranglæti og órétti, rétti öðrum hjálparhönd og leggi sitt af mörkum til betra samfélags. Þeir séu viljugir til að axla ábyrgð og ljúki þeim verkefnum sem þeir taka að sér, lifi lífinu af gleði og ánægju, hafi hugrekki til þess að láta drauma sína rætast og nýta þau tækifæri sem skap- ast. Það er líka mikilvægt að skátar skilji og njóti eigin menningar og annarra og stuðli að friði, jafnrétti og bræðralagi manna á meðal. Sérstök áhersla verður lögð á dreka- og fálkaskátastarfið nú í vetur hjá Faxa. Drekaskátar Drekaskátar eru skátar á aldrinum 7-9 ára og fálkaskátar á aldrinum 10-12 ára. Við vitum að í huga hvers barns er fólginn sá kraftur sem þarf til þess að breyta heiminum. Skátahreyfingin vill skapa börnum skilyrði til að nýta hæfi- leika sína á uppbyggjandi hátt og hvetja þau til að nýta eigin reynslu til að verða heilsteyptir einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ævintýrið, leikirnir og verkefnin gegna þess vegna mikilvægu hlutverki í skáta- starfi 7-9 ára barna, því með þeim kennum við börnunum hjálpsemi og glaðværð, sjálfstæði og tillitssemi, ábyrgð og að bera virðingu fyrir nátt- úrunni. Drekaskátafundir eru að jafnaði viku- lega, auk þess sem drekaskátar fara reglulega í dagsferðir og styttri leið- angra. Starfsvettvangur drekaskáta er þéttbýlið, lífið í bænum, þeir læra að þekkja umhverfi sitt, hættur í daglegu lífi og rétt viðbrögð við þeim. Fálkaskátar Eins og fálkinn konungur háloftanna, fylgja fálkaskátar fordæmi helstu kappa 4

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.