Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Blaðsíða 7

Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Blaðsíða 7
Við vorum svo heppin að hitta vini okkar í skátafélaginu Mosverjum sem við deild- um matartjaldi með. Við byrjuðum svo strax að taka þátt í dagskrá mótsins. Við byrjuðum að poppa yfir opnum eldi og borðuðum með bestu lyst misbrennt popp. Við lærðum nýja söngva meira að segja á dönsku, m.a. Jeg korer i min lille bil. Þá fórum við í björgunarvesti og fórum á hjólabáta á Ulfljótsvatni og fórum í ýmsa kappleiki og reyndum að fara í löggu og bófaleiki á bátunum en það gekk misvel að láta bátana gera það sem við vildum en stórskemmtilegt þó. Síðan fórum við að vaða og kasta steinum sem lengst út í vatnið. Við vorum sérlega heppin með veður á þessu drekaskátamóti og skemmt- um okkur konunglega og hlökkum til að fara á næsta drekaskátamót í júní 2015. Við fengum líka að prófa að síga í kastal- anum og það var rosalega skemmtilegt fýrir þá sem þorðu því. Vatnasafaríið á drekaskátamótum er ævintýri sem er blautt og kalt en það er svakalega skemmtilegt að renna sér niður brekkumar á köldum plastdúk eða ð fara í gegnum þrautabraut en það er erfitt án þess að blotna. Síðan klæddu skátamir sig í þurr fot og fómm við í í tjaldbúðimar og Þá kom að pylsuveislu og svo skátakvöldvöku með um 300 öðmm drekaskátum og að sjálf- sögðu fengum við okkur heitt skátakakó um kvöldið. Þá fómm við í tjöldin okkar og flestir steinsofhuðu fljótt eftir skemmtilegan og viðburðaríkan dag. Þegar við vöknuðum daginn eftir feng- um við okkur morgunmat og síðan hófst tjaldbúðaskoðun. Þá fómm við í dagskrár- liði og síðan vom mótsslit efltir hádegis- matinn. Friðrik Þór Steindórsson var fararstjóri með okkur ásamt Frosta skátaforingja. 7

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.