Morgunblaðið - 23.06.2017, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2017
G
uðríður Helgadóttir garð-
yrkjufræðingur, sem
margir garðaunnendur
kannast vel við úr þáttum
Ríkissjónvarpsins Í garð-
inum með Gurrý, segir við hæfi að
líkja garðræktinni við langhlaup.
„Maður þarf að vera iðinn við að leyfa
illgresinu hvorki að blómstra né
dafna því þá hefur maður smám sam-
an betur í þessari baráttu. Þetta er
nefnilega langhlaup,“ segir Gurrý.
Líkt og fjöldi annarra jurta þá
skiptist illgresi í einærar og fjölærar
plöntur sem taka þarf á með mismun-
andi hætti. Einært illgresi á borð við
lambaklukku, dúnurt, haugarfa og
krossfífil er þannig ekki mikið mál að
eiga við að sögn Gurrýjar.
Sparar mikla vinnu að reyta
illgresið áður en það blómstrar
„Hvað þessar einæru tegundir varð-
ar, þá þarf maður bara að vera fljótur
að reyta þær og ná þeim áður en þær
blómstra,“ segir hún. Einæru teg-
undirnar mynda þó gífurlegt magn af
fræi „og ef maður er duglegur að ná
þeim áður en þær fella fræið, þá er
maður að spara sér alveg gífurlega
mikla vinnu“.
Við tínsluna má vel nota guðsgaffl-
ana, þ.e. hendurnar, eða illgres-
issköfur. „Þá er sniðugt að fara út á
sólríkum degi og skafa illgresið. Láta
það síðan liggja ofan á moldinni í
smástund og leyfa því að þorna þar,
því þá er miklu léttara að hreinsa það
úr beðunum. Þetta er gott að gera áð-
ur en plönturnar fella fræ.“
Gurrý segir sömuleiðis gott fyrir
garðeigendur að byrja vorið alltaf á
því að hreinsa allan þann arfa sem
náð hefur að spíra í beðunum frá því í
fyrra. „Með því er maður að vinna sér
vel í haginn fyrir sumarið og þá verða
það miklu færri plöntur sem koma
upp yfir sumarið.“
Hún segir garðeigendur þó gera
vel að hafa í huga að í gegnum árin þá
séu alltaf einhverjar illgresistegundir
sem ná að sá sér í beðin. „Þannig að
smám saman þá safnast upp smá fræ-
banki í jarðveginn.“ Þau fræ geta síð-
an lifað í jarðveginum í nokkurn tíma
og því er það viðbúið að um leið og
farið er að hreyfa eitthvað við mold-
inni muni nýtt illgresi skjóta upp koll-
inum. „Flestar af þessum einæru teg-
undum eru ljósspírandi, sem þýðir að
fræið spírar þegar það kemst í birtu.
Þessu þarf maður að vera viðbúinn
þegar maður fer að hreyfa við yf-
irborði moldarinnar og þá er bara að
vera fljótur að taka það illgresi og
koma því fyrir kattarnef,“ segir
Gurrý. „Þetta er besta aðferðin til að
fjarlægja þetta einæra illgresi.“
Engin ástæða sé heldur til að eitra
fyrir þessum einæru plöntum. „Þær
eru svo fljótar að vaxa upp og svo
snöggar að spíra að þær eru bara
búnar að ljúka sér af áður en nokkur
efni geta verið búin að hrífa á þær.“
Gurrý segir þó einnig gefast vel að
þekja beðin til að mynda með sandi,
eða trjákurli sem gefist vel í trjábeð-
um, því þá skyggi þekjan á einæra
fræið. Síðan sé einnig fljótvirk aðferð
að beita gasbrennara á einært illgresi
sem er að spíra í kantinum á hellu-
lögninni eða þar á milli og einfaldlega
svíða það í burt.
Vandamálin koma
með fjölæra illgresinu
Öllu erfiðara er að eiga við fjölært ill-
gresi á borð við fífla, skriðsóley og
hóffífil.
„Fíflarnir eru til að mynda mjög
snúnir viðureignar af því að þeir
mynda þykka, djúpa stólparót og eru
fjölærir,“ segir Gurrý. „Þessu til við-
bótar þá blómstra þeir svo ótrúlega
fallega á vorin og mynda í kjölfarið
brjálæðislega mikið af fræi sem fýkur
út um allar trissur og njóta þá gjarn-
an aðstoðar hjá ungviðinu við að
dreifa sér enn frekar.“
Gurrý segir hægt að nota sérstakt
eitur á tvíkímblöðunga á borð við fífla
í grasflötum, en kveðst þó halda að
flest þeirra efna séu nú við það að
detta af lista yfir leyfileg efni. Best sé
því að ráðfæra sig við sérfræðinga við
val á slíku eitri.
„Ef slíku eitri er úðað yfir grasflöt-
ina þá drepur það tvíkímblöðunga á
borð við fífla og sóleyjar, en hefur
ekki áhrif á grasið,“ segir hún. Ekki
megi hins vegar úða slíku eitri í
blóma- eða trjábeð án þess að hætta
sé á að sá gróður drepist líka. „Þetta
virkar á nánast allar tvíkímblaðateg-
undir, þar með talin tré, utan barrtré,
og á nánast allar fjölærar plöntur.“
Þeir sem ekki vilja grípa til eiturs-
ins geta þá notað fíflajárn, flatt járn
með klauf, og einfaldlega stungið fífl-
ana upp með handafli. „Þá er járninu
stungið niður með fíflinum og síðan
snúið upp á og þá kemur fífillinn auð-
veldlega upp úr grasflötinni.“ Það
þarf þó að ná allri rótinni upp eigi fíf-
illinn ekki að koma upp aftur og þá
þarf stundum að stinga djúpt ofan í
jörðina. „Ef það er hins vegar bara
pínulítill rótarbútur eftir ofan í jörð-
inni, þá er oft ekki nægur forði eftir
til að fífillinn nái að koma stöngli upp
á yfirborðið,“ bætir Gurrý við.
Slátturinn hrekki þá líka fíflana.
„Fíflarnir eru þó útsjónarsamir og ef
þeir eru slegnir oftar en einu sinni þá
vaxa þeir flatir. Þá fara blöðin ofan í
jörðina og blómaknúpparnir liggja þá
sömuleiðis alveg niður við svörðinn.“
Ýmsar leiðir til að nýta fíflana
Besta leiðin sé þó sú að hætta einfald-
lega að hugsa um fífla sem illgresi.
„Ég ræddi þetta við eiganda gróðr-
arstöðvarinnar Storð í morgun [síð-
asta föstudag], þegar ég fór þangað í
hvíldarinnlögn og hann sagði málið
bara vera að skipta um hugarfar. Við
ættum að fara að hugsa um fíflana
sem góðgresi, vegna þess að fíflar eru
svo miklar nytjaplöntur,“ segir Gurrý
og hlær.
Blómin megi steikja upp úr smjöri
líkt og sveppi, eins og Anna Rósa
grasalæknir mæli með, krónublöðin
megi sjóða í sírópi, blöðin séu nothæf
í salat og þá hafi frönsku sjómenn-
irnir sem voru hér úti fyrir landi á
síðustu öld grafið upp fíflarætur og
fífla þegar þeir komu í land og notað
sér til matar. „Hann [Vernharður
Gunnarsson, eigandi Storðs] vildi
meina að þetta hefði m.a. hjálpað
þeim að berjast gegn skyrbjúg. Þann-
ig að það eru ýmsar leiðir til að nýta
þá.“
Hóffífillinn verulega
erfiður viðureignar
Hóffífillinn fellur hins vegar ekki í
flokk góðgresis og getur verið veru-
lega erfiður viðureignar. „Rætur hóf-
fífilsins geta náð alveg metra niður í
jörðina, auk þess sem hann er með
neðanjarðarrenglur sem fara út um
allt.“ Þess vegna þurfi eiginlega
skurðgröfu eða jarðvegsskipti eigi að
ná að losna alveg við hóffífilinn.
Gurrý segist vita til þess að garð-
eigendur hafi notað eitrið Round up
og hafi þá penslað því á blöðin. „Það
virðist vera eina almennilega aðferðin
sem dugar ennþá,“ segir hún. Ekki sé
hægt að úða eitrinu yfir allt beðið, án
þess að drepa um leið allan annan
gróður og því þurfi að setja eitrið
markvisst á blöð þeirrar plöntu sem á
að drepa.
Hún bendir þó á að hóffífillinn virð-
ist ekki standa sig vel í samkeppni við
hærri plöntur eða á skuggasvæðum.
„Þannig er hann oft í jaðrinum á
ræktuðum svæðum. Hann vill vera
þar sem er bjart og því geta hærri
plöntur skyggt hann út, en það tekur
tíma.“
Eins megi svelta hóffífilinn hægt
og rólega með bæði þolinmæði og
elju. „Plönturnar þurfa að komast
upp úr moldinni og ljóstillífa til að
styrkja neðanjarðarbygginguna,
þannig að ef maður er duglegur við
að slíta alltaf blöðin upp um leið og
þau koma upp þá sveltir maður rótina
smám saman. Þetta getur tekið lang-
an tíma, þannig að maður þarf að
vera þolinmóður,“ segir Gurrý.
Full ástæða til að fara varlega
Stundum getur þó komið upp sú
staða að garðeigandi ákveði einfald-
lega að drepa allan gróður í einhverju
beða sinna og segir Gurrý Round up-
illgresiseyðinn oft notaðan til þess.
„Þetta er hormónaefni sem hefur al-
veg gífurlega neikvæð áhrif á lífríki í
vatni og sjó, en er þó enn á lista yfir
efni sem má selja, þó að það detti út
af listanum árið 2019.“
Fyrir sína parta þá sé henni mein-
illa við slík efni og reyni að forðast
þau. „En auðvitað getur komið upp sú
staða að maður sé einfaldlega al-
gjörlega lens og þá grípur maður
kannski til þeirra aðferða sem eru
fljótvirkastar.“
Góð rispa að vori minnkar
vinnu sumarsins
Spurð hvort gæludýraeigendur þurfi
að hafa áhyggjur af að því að eiturefni
geti haft slæm áhrif á heilsu dýra á
borð við hunda og ketti, sem eiga til
að bíta gras og naga rætur í garð-
inum, segist hún telja fulla ástæðu til
að vera vel vakandi gagnvart slíku.
„Maður er búinn að lesa um efni
sem voru talin algjörlega hættulaus
og voru notuð í miklu magni og síðan
hefur kemur í ljós þegar fram líða
stundir að þessi efni hafa áhrif á líf-
ríkið og að þó að þau séu kannski ekki
að hafa bein áhrif á okkur í dag, þá
geta þau haft áhrif á eitthvað sem
tengist okkur.“
Gurrý nefnir býflugur sem dæmi í
þessu sambandi. „Við eigum eftir að
súpa svolítið seyðið af því að menn
hafa verið duglegir að nota skor-
dýraeitur. Þetta hefur haft það í för
með sér að býflugum hefur fækkað
og síðan hafa líka komið upp alvar-
legar sýkingar í býflugnastofnum.“
Hún bætir við að Íslendingar séu
vissulega heppnir að hafa enn hreina
stofna hér á landi, „en ég held að það
sé betra að fara of varlega frekar en
hitt í þessum efnum“.
Þetta geti þó vissulega falið í sér
meiri líkamlega vinnu við að hreinsa
garðana. „Góð rispa að vori þar sem
maður fer út með stungugaffalinn og
stingur markvisst upp illgresi á borð
við skriðsóley þegar hún er að fara af
stað gerir hins vegar mikið til að
minnka þá vinnu, en þá er líka um að
gera að byrja snemma.“
annaei@mbl.is
Tímabært að líta á fífilinn sem góðgresi
Það getur falist mikil
gleði í því að eiga góðan
garð, en það felur líka í
sér mikla vinnu. Eigi
gróðurinn ekki að láta í
minni pokann fyrir
ágengu illgresi, þá borg-
ar sig að vera stöðugt á
vaktinni og leyfa illgres-
inu ekki að ná sér á
strik. Garðurinn launar
það líka vel sé byrjað að
hreinsa beðin strax að
vori.
Morgunblaðið/Eggert
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kátína Fíflarnir eru oft í uppáhaldi hjá börnunum, og fallegir á sinn hátt.
Morgunblaðið/Árni
Gulur Hóffífillinn er oft í jaðrinum á ræktuðum svæðum og virðist ekki standa sig
vel í samkeppni við hærri plöntur eða á skuggasvæðum.
Langhlaup „Maður þarf að vera iðinn við að leyfa illgresinu hvorki að blómstra né dafna því þá hefur maður smám saman betur í þessari baráttu“ segir Guðríður.