Morgunblaðið - 23.06.2017, Side 8

Morgunblaðið - 23.06.2017, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2017 Þ að er ómissandi partur af sumrinu að borða grill- mat. Mér finnst alltaf svo skemmtilegt þegar fyrstu sólardagarnir eru á vorin og fólk byrjar að grilla, það er einhver stemning að labba heim í lok dags eftir góða sund- ferð, sólin skín og grillilmurinn liggur í loftinu, það veit á eitthvað gott,“ segir Valentína Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Móður náttúru. „Nýverið keyptum við lít- ið grill á svalirnar þannig að það má búast við að grilldögum sum- arsins fjölgi hjá okkur. Við erum mikið í bústaðnum okkar í Grímsnesi og grillum þar, mjög oft góða steik. Við fáum oft matargesti, það er svo nærandi að eiga gæðastundir með góðum vin- um, sitja lengi og borða góðan mat, hlæja og spjalla um lífið og tilveruna. Nýjasta æðið hjá heima- sætunni þegar við erum í bústaðn- um er að fá pítsu með spældu eggi í morgunmat beint af grillinu, það finnst henni mjög skemmtilegt. Á pítsusteininum verður pítsan eins og hún sé eldbökuð, gott er að setja eina birkigrein með á grillið, það gefur góðan keim.“ Hollráð frá Nigellu Hvað finnst þér sjálfri best af grillinu? „Það er fátt sem toppar vel grillað íslenskt lambakjöt, við úr- beinum gjarnan lambalæri og skerum það í steikur. Karlinn minn sá það hjá Nigellu í sjón- varpinu að best er að loka kjötinu fyrst á grillinu án þess að krydda það. Síðan er það látið standa með marineringunni á í um það bil 10 mínútur, þá er kjötið sett aftur á grillið og grillað í eina til tvær mínútur á hvorri hlið. Þessi aðferð klikkar ekki. Mér finnst líka mjög gott að hafa mikið af grilluðu grænmeti með matnum og bearnaise-sósan er ómissandi. Af og til gerum við líka chimichurri, sem passar ein- staklega vel með grillmat. Stund- um grillum við kjúkling, þá finnst mér best að grilla hann í bitum í álbakka og velta honum áður vel upp úr góðri BBQ-sósu. Ég hef gert það stundum fyrir langar gönguferðir að búa til pastasalat úr afganginum af kjúklingnum og sósunni sem kemur af honum, það er dásamlega góður fjallamatur.“ Ratar fiskmeti líka á grillið? „Við grillum oft nýveiddan sil- ung, setjum hann í álpappír með smjörklípu og jafnvel góðum jurt- um úr móanum við bústaðinn, blóðbergi til dæmis. Grillaður lax og stórlúða standa líka alltaf fyrir sínu. Risarækja á spjóti með góðri asískri marineringu er mjög góð, það þarf bara að passa vel að grilla hana ekki of mikið, hún þarf mjög stuttan tíma.“ Beðið eftir ísbílnum Hvað með grænmetið, hvað verður helst fyrir valinu? „Grillað grænmeti er í sérstöku uppáhaldi. Það er svo skemmtilegt með grænmetið að það þarf í rauninni mjög lítið að hafa fyrir því. Það er gott eitt og sér, beint af grillinu, eins og til dæmis egg- aldin, kúrbítur, rauðlaukur og paprika. Oft kreisti ég bara sí- trónu yfir, set nokkra dropa af góðri ólífuolíu, gróft salt og smá af ferskri myntu, afar einfalt og gott. Svo má líka setja yfir grænmetið góða satay-sósu, hún passar mjög vel með grillbragðinu. Mér finnst alltaf jafngaman að taka rúnt um sveitina mína og kaupa ferskt grænmeti beint frá býli, eins og til dæmis á grænmet- ismarkaðnum á Engi í Laugarási. Við erum með lítinn matjurtagarð við bústaðinn, þar náum við okkur í brakandi ferskt salat með matn- um. Þar er líka rabarbari og stundum geri ég rabarbaradesert á grillinu; ef við hittum á ísbílinn er boðið upp á vanilluís með heita rabarbaradesertinum, annars þeyttan rjóma. Síðla sumars er svo yndislegt að rölta niður í garð og ná í kartöflur með nýveidda silungnum, þær fara gjarnan á grillið í álpappír með smjöri, hvítlauk og kryddjurtum. Það er mikið lostæti. Við reynum að borða meira grænmeti, bauna- rétti og fisk á virkum dögum, svona til að vega upp á móti kjöt- neyslunni um helgar. Svo breytist neyslumynstrið á veturna, þá er ekkert grillað enda er maður oft búinn að fá nóg af grillmat um haustið.“ Grillið þitt – kol eða gas? „Núna eigum við mjög gott gas- grill en lengi vel vorum við með kolagrill af ódýrustu sort og létum það bara duga. Það gat stundum verið basl, sérstaklega ef það rigndi hressilega og frúin á bæn- um gaf sig ekki með grillveisluna. Gasgrillið er miklu þægilegra og meira hægt að stjórna hitanum og vanda sig við matseldina. Það er svo gott að geta slökkt á miðju- brennaranum, til dæmis þegar er verið að baka kartöflur eða elda þykkari stykki. Kolagrillið hefur alltaf sinn sjarma og maturinn bragðast öðruvísi, en það er meiri hætta á að hann brenni á kolag- rilli og það er ekki æskilegt, það getur verið hættulegt heilsunni. Auðvitað getur maturinn líka brunnið á gasgrilli, sérstaklega ef það er mikil fita eða olía á matn- um, þá kviknar oft í henni og brennir matinn.“ Blóm úr móanum Helstu mistökin við grilleldamennskuna? „Helstu mistökin eru að hafa grillið of heitt, til dæmis þegar grillað er kjöt, svo sem kótelettur. Þá lekur fitan af kjötinu og það skíðlogar í því. Þegar hitinn er of hár er erfitt að ráða við steik- inguna og allt brennur, það er auðvitað svekkjandi og mikil sóun á góðum mat. Það er ekki gott að setja BBQ-sósu of snemma á kjöt- ið, hún brennur mjög auðveldlega og því er betra að pensla kjötið með henni rétt í lokin. Þegar ég grilla grænmeti finnst mér best að hafa það allt tilbúið og skorið, ég pensla það með olíu en nota bara lítið af henni. Svo þarf að standa yfir grænmetinu á grillinu og passa að það brenni ekki, það getur gerst mjög hratt. Mér finnst líka mikilvægt að fara varlega þegar kjúklingur er grillaður, nota sérstök áhöld til að snúa honum og passa vel að það verði ekki krossmengun. Að mörgu leyti er betra að grilla úr- beinaðan kjúkling, kjúklingalæri með beini eiga það til að vera ennþá hrá inni við beinið þegar hinir bitarnir eru tilbúnir, þetta á sérstaklega við þegar kjúkling- urinn er settur beint á grillið. Ég mæli eindregið með grillstatívum fyrir kjúklinginn, þá er auðvelt og gott að heilgrilla hann. Best væri að nota alltaf kjöthitamæli þegar kjúklingur er grillaður, hann á að vera 74° inni við bein.“ Grillsumarið 2017, lofar það góðu? „Þetta sumar byrjar vel, með mörgum góðum grillmáltíðum. Það er allt með frekar hefðbundnu sniði í sveitinni; fallegur dúkur á borði, bláa stellið, blóm úr móan- um í vasa, bleik kerti og servéttur. Sumarið í öllu sínu veldi og við fjölskyldan þakklát fyrir að fá að taka þátt í sköpunarverkinu.“ beggo@mbl.is Grænmetisrúntur um sveitina Valentína Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Móð- ur náttúru, grillar oft í sumarbústaðnum í Grímsnesi. Nýveiddur silungur og brakandi ferskt grænmeti beint frá býli ratar gjarnan á grillið, ásamt pítsu með spældu eggi sem er í sérstöku uppáhaldi hjá heimasætunni. Morgunblaðið/Hanna Handtök „Þegar ég grilla græn- meti finnst mér best að hafa það allt tilbúið og skorið, ég pensla það með olíu en nota bara lítið af henni,“ segir Valentína. Þetta sumar byrjar vel, með mörgum góðum grillmáltíðum. Passar í meðalstórt álform 2 stór eggaldin salt ólífuolía 1 meðalstór laukur, saxaður 2 hvítlauksrif 2 dósir kirsuberjatómatar 1 tsk. tómatpúré handfylli af basilíku, gróft saxaðri svartur pipar salt 200 g mozzarella-ostur í vatni parmesanostur eftir smekk örfá basilíkublöð Sneiðið eggaldin langsum í 1 cm þykkar sneiðar, saltið báðum megin og látið standa í 1 klst. Hitið olíu í potti og steikið laukinn þar til hann brúnast aðeins. Bætið þá hvítlauknum, tómötunum og tómatpúré út í, saltið og látið malla í ½ klst. Setjið bas- ilíku út í og látið malla áfram í rólegheitum, smakkið til með salti og pipar. Þerrið vökvann af eggaldininu og steikið sneiðarnar upp úr olíu á vel heitri pönnu, athugið, það þarf tals- vert af olíu. Gott er að leggja sneiðarnar á eldhús- pappír eftir steikinguna. Setjið þunnt lag af tómatsósunni í álform. Raðið eggaldinsneiðum ofan á. Setjið þunnt lag af mozz- arella-osti, parmesanost og 3-4 basilíkublöð, þá lag af tómatsósunni og síðan koll af kolli þar til allt hráefnið er búið. Bakið á grillinu í sirka 30-40 mín. Látið standa í 15 mín. Borið fram með brakandi fersku grænu salati. Morgunblaðið/Hanna Eggaldin með parmesan Hlutið kjúklinginn í 4 bita og setj- ið hann í álbakka. Kryddið með salti og pipar og vænni smjör- klípu. Setjið álbakkann á miðlungs- heitt grillið og eldið kjúklinginn í sirka 15 mínútur, snúið honum af og til á meðan. Hellið yfir kjúklinginn BBQ- sósu, ekki skera hana við nögl, og grillið í sirka 15 mínútur í viðbót, snúið kjúklingnum af og til eins og fyrr. Þessi aðferð miðast við gasgrill með loki, ef þetta er gert á opnu grilli þarf að setja álpappír yfir kjúklinginn. Með þessu er upplagt að bera fram grillað grænmeti og kart- öflumús. BBQ-kjúklingur á grillinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.