Morgunblaðið - 23.06.2017, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2017
Gorenje – gæðatæki – gott verð
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
K
jartan Salómonsson hjá
Steypustöðinni segir
hellutískuna iðulega
breytast á milli ára. „Það
er einkum smekkur garð-
hönnuðanna sem ræður ferðinni.
Eitt árið eru Kötlubergs-hellurnar
vinsælastar og það næsta eru það
30x30 hellurnar sem rjúka út.
Helluvalið ræðst líka af útliti húss-
ins hverju sinni; þeir sem eru með
nýtísku hús í fúnkís-stíl velja oft
stílhreinar hellur en þeir sem búa í
gömlum húsum kjósa frekar troml-
aðan stein.“
Kjartan er sölustjóri hellna en
Steypustöðin hefur framleitt hellur
frá árinu 2003 og býður upp á mikið
úrval af hellum, hleðslusteinum,
blómakerum, bekkjum, ruslatunnu-
skýlum og ýmsum öðrum steyptum
einingum fyrir garðinn. „Grátt og
svart eru okkar aðallitir en hægt að
sérpanta t.d. hvítar, brúnar og
rauðar hellur.“
Hvað á að rúmast á planinu?
Að ýmsu þarf að huga þegar hellu-
lögnin er hönnuð, og gott að fá sér-
fræðing til að hanna garðinn sem
eina heild svo að hellur, gróður,
pallar og hús séu öll í samræmi.
„Þarf m.a. að meta hvernig fólk vill
nota garðinn og hellulögðu svæðin,
hversu mörgum bílum þarf að
koma fyrir á planinu og hvernig að-
koman á að vera fyrir gesti og
heimilismeðlimi þegar komið er að
innganginum. Þarf ef til vill að vera
pláss fyrir stóran jeppa, eða hjól-
hýsi?“
Hellur eru sterkar og útheimta
ekki mikið viðhald, en Kjartan seg-
ir að vanda verði til verka þegar
hellurnar eru lagðar því annars er
hætt við að hellulagða svæðið aflag-
ist og dældist. „Undirlagið skiptir
mestu máli, en það þarf líka að
gæta að því s.s. á bílaplönum að
skorða hellurnar vel og þá nota t.d.
Tröllakant eða steypa utan um
planið. Ef ekkert styður við hell-
urnar til hliðanna getur planið farið
á skrið undan þunga bílanna.“
Ekki spúla undan hellunum
Að halda hellunum fallegum er ekki
erfitt verk en Kjartan segir þó
hellulögnina ekki með öllu við-
haldsfría. „Það ætti að vera regla
að spúla hellurnar vandlega einu
sinni á ári og bera á svokallað Pics-
efni. Picsið má fá með glans eða
hálfmatt og skerpir það lit helln-
anna og gerir það að verkum að
gróður þrífst síður í fúgunum. Pics-
efnið inniheldur ekki eitur, svo að
ekki þarf að hafa áhyggjur af þó
það berist í nálæg beð, en í blönd-
unni er olía sem leitar ofan í fúg-
urnar og dregur úr vaxtarmögu-
leikum arfans sem gæti sprottið
þar upp.“
Ef notuð er háþrýstidæla við
helluþvottinn þarf að gæta þess að
spúla ekki upp úr fúgunum, því þá
getur það hæglega gerst að und-
irlaginu sé spúlað burt um leið og
fara þá að myndast ójöfnur í hellu-
lögninni. „Úðinn ætti að beinast lá-
rétt að yfirborði hellunnar og enn
betra er að nota sérstakar hellu-
hreinsivélar sem eru þannig hann-
aðar að þær spúla ekki ofan í fúg-
urnar. Er hægt að fá sérhæfða
verktaka til að annast þrif og við-
hald á hellunum.“
Segir Kjartan að langflestir fái
fagmenn til að leggja hellurnar, og
það er yfirleitt ekki nema í smæstu
verkunum að fólk gerir hellulögn-
ina sjálft, s.s. ef leggja þarf litla
stétt við sumarbústaðinn. Þá er al-
gengt að hitalögn sé komið fyrir
undir hellulögðum svæðum. „Hita-
lögnin auðveldar ekki bara aðgengi
fyrir ökutæki og fótgangandi í snjó
og hálku, heldur verndar líka hell-
urnar. Varminn veldur því að raki
gufar fyrr upp úr steininum og því
minni líkur á frostskemmdum.“
ai@mbl.is
Vanda þarf til verka
þegar hellur eru lagðar
Morgunblaðið/Ófeigur
Gott er að spúla hellurnar einu sinni á ári og bera á þær verjandi efni sem
skerpir litinn og hjálpar til að draga úr vexti gróðurs á milli fúganna.
Útlit Fallegar hellur geta gjörbreytt ásýnd heimilis eða
fyrirtækis og hentað mjög vel í mishæðóttu landslagi.
Úrval Hægt er að fá hellurnar í ýmsum
litum, til að poppa upp útlitið.
Verndun Ef hiti er lagður undir hellurn-
ar fer raki fyrr úr þeim og dregur úr
skemmdum s.s. vegna frosts.
Þekking Kjartan (t.v.) með koll-
ega sínum Alberti Guðmundssyni
úr hellu- og garðadeildinni.
Meðal þess sem finna má í vöruúr-
vali Steypustöðvarinnar er bekk-
urinn Klettur sem hannaður var af
Hildi Steinþórsdóttur og Rúnu
Thors. Þykir bekkurinn sérlega vel
heppnaður og hefur notið vinsælda
hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum og
einstaklingum. „Það vekur oft sér-
stakan áhuga að um íslenska hönn-
un er að ræða,“ segir Kjartan og
bætir við að bekkurinn sé um 610 kg
að þyngd. „Það þýðir að nota þarf
krana eða lyftara til að setja hann á
sinn stað, en á móti kemur að ekki
þarf að hafa áhyggjur af að einhver
taki bekkinn ófrjálsri hendi.“
Íslensk hönnun til prýði
Þyngd Klettur ber nafn með rentu
og bekkur sem seint verður stolið.