Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 13
www.vf.is VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 I 13 Um ævina hef ég bæði les-ið og hlýtt á margarágætar jólahugvekjur. Þær eru ómis- sandi þáttur í helgihaldi jól- anna og til- gangurinn sá að fá okkur til þess að íhuga mikilvægi fæð- ingarhátíðar Jesú Krists fyr- ir kristna trú og sið. Nokkrum dögum fyrir jól, var hér í blað- inu löng grein og illa framsett eftir Halldóru M. Baldursdótt- ur, sem bar yfirskriftina „jóla- hugvekja“ og var tileinkuð mér. Því miður hafði hún eng- an jólaboðskap fram að færa og enga jólagleði. Heiti greinar- innar er því rangnefni. Nær hefði verið að nefna greinina hrollvekju, enda kom hún eins og skrattinn úr sauðarleggn- um, í síðasta blaði fyrir jól, þegar flestir voru komnir í jólaskapið. Það átti þó greini- lega ekki við um alla. Það er miður að jólin, hátíð gleði og friðar, skuli hafa verið tengd við skammarræðu af því tagi sem birtist lesendum í grein- inni. Fjöldi einstaklinga bæði héðan úr sveitarfélaginu, Reykjanesbæ og Garði hafa haft samband við mig og lýst undrun sinni yfir þessum skrifum og telja þau vera hvorki henni né sveitarfélaginu til framdráttar. Ekki ætla ég að eiga frekari orðastað við Hall- dóru um þetta mál enda með öllu tilgangslaust þar sem hún er full af heift og getur ekki farið rétt með staðreyndir auk þess sem hún skreytir skrif sín með fúk- yrðum, illmælum og öðrum órökstuddum dylgjum í garð margra. Óvild í garð sveitarstjóra Persónuleg óvild Halldóru í garð sveitarstjóra er komin út fyrir allan þjófabálk. Að launamálinu slepptu þá hefur sveitarstjóri þurft að sitja undir niðrandi hrak- yrðum frá henni á hreppsskrif- stofunni og hótunum í tölvupósti. Halldóra virðist ekki geta með nokkru móti sætt sig við úrslit kosninganna í vor þar sem meiri- hluti kjósenda vildi endurráða sveitarstjóra og gekk það eftir. Hef ég nú bæst við á óvildarlist- ann fyrir það að þakka sveitar- stjóra fyrir markaðsátakið og bera virðingu fyrir henni sem manneskju. Sveitarstjóri er ekki fullkominn. Það er ég ekki held- ur og ekki Halldóra. Enginn er fullkominn nema Guð almáttug- ur. Rangt farið með staðreyndir Það er lágmarkskrafa til sveitar- stjórnarmanna að þeir starfi af heilindum og fari rétt og satt með staðreyndir. Það gerir Halldóra ekki. Tölur þær sem ég nefndi í grein minni þann 5. desember sl. stend ég fyllilega við. Tekjur sveitarfélagsins frá árinu 1999 hafa að vísu ekki hækkað um 60% heldur 71.6% og biðst ég velvirðingar á því! Í skrifum sín- um tekur Halldóra ekki með í reikninginn árið 2002. Það ár hefur skilað hreppnum mestri tekjuaukningu á umræddu tíma- bili og er það samkvæmt áætlun markaðssetningarinnar. Hér villir Halldóra um fyrir lesendum. Hvort það er viljandi gert eður ei skal ég ekki fullyrða en vinnu- brögðin eru ámælisverð. Tölur Halldóru eru því alrangar og málflutningur hennar allur til þess fallinn að skaða markaðs- setningu sveitarfélagsins. Henni var það fullkunnugt að árið 2002 var inn í útreikningum mínum en kaus að „berja höfuðið við stein- inn“ og beita blekkingum. Það er ótækt að hreppsnefndar- maður fari fram með þessum hætti á opinberum vettvangi. Spyrja má sig að því á hvaða for- sendum hún bauð sig fram til starfa fyrir sveitarfélagið. Fjölg- un íbúa í hreppnum frá því að markaðsátakið hófst og til 1. des 2002 er 21.4%. Þetta er næst mesta fjölgun á öllu höfuðborg- arsvæðinu og í næsta nágrenni þess, á eftir Bessastaðahreppi sem er með 25.9%. Meðaltals- fjölgun, fyrir sama tímabil, á Suðurnesjum er 6.13%. Meðal- talsfjölgun á höfuðborgarsvæð- inu er 7.04%. Þetta eru stað- reyndir sem Halldóra getur ekki horft framhjá þó svo að óskir hennar séu á annan veg. Vatns- leysustrandarhreppur á mestu hlutfallslegu fólksfjölgunina á Suðurnesjum á nýliðnu ári en þá fjölgaði um 21 eða 2.50%. Þetta eru opinberar tölur sem birtust m.a. í Morgunblaðinu þann 28. des. sl. Halldóra segir því ósatt þegar hún heldur því fram að íbúum hafi fækkað um 3 á síð- asta ári í hreppnum. Enn og aftur spyr maður sig að því hvað henni gangi til. Um laun sveitarstjóra stend ég einnig við. Bifreiðastyrkur hefur aldrei verið talinn til launa enda kemur kostnaður þar á móti, þetta veit Halldóra. Ég vil hvetja hreppsbúa til þess að koma við á skrifstofu hreppsins og kynna sér þær tölur er ég nefndi og láta ekki hræðsluáróður Halldóru hafa áhrif á sig. Skuldir og skammir Vatnsleysustrandarhreppur hefur vaxið ört á mjög skömmum tíma. Hér býr gott fólk og hér er gott að búa, svo mun áfram vera. Það kostar peninga að vaxa hratt en það skilar sér fljótt til baka. Þetta var vitað í upphafi átaksins. Áætlanir sveitarstjóra og fyrrver- andi oddvita gerðu ráð fyrir skuldaaukningunni, sem var óhjákvæmileg vegna mikilla framkvæmda. Það kostar ekkert að sitja með hendur í vösum, dvelja í viðjum fortíðar og missa af lestinni. Góðir stjórnendur verða að hafa framsýn og djörf- ung. Nýsamþykkt fjárhagsáætlun hreppsins, sem einnig var sam- þykkt af Halldóru, einkennist af ábyrgri fjármálastjórn meirihlut- ans, afborgun skulda, með tekju- afgangi. Ef Halldóra ætlar að skamma einhvern fyrir skuldir hreppsins þá skal hún skamma fyrrverandi oddvita, sem bar pólitíska ábyrgð á markaðsátak- inu. Hún skal þá í leiðinni skamma hana fyrir framsýni sem varð að veruleika. Skamma hana fyrir íbúafjölgun, ný íbúða- hverfi, endurnýjun gatna, heim- tauga og gangstétta, ný fyrirtæki, einsetningu grunnskólans, fé- lagsmiðstöð, glæsilegan leik- skóla og skamma hana svo fyrir það að sveitarfélagið er yf ir höfuð komið á kortið. Sveitar- stjóra er búið að skamma nóg fyrir sömu verk. Orðstír sveitarfélagsins Nú er mál að linni og betur hefði farið ef þessi umræða hefði verið útkljáð í hreppsnefnd en ekki í fjölmiðlum. Þar reið Halldóra á vaðið þó svo að hún hafi bókað á hreppsnefndarfundi þann 1. októ- ber sl. að launamálinu væri lokið af hennar hálfu. Í bókuninni seg- ir, ...að lokum, þá hef ég ekki ætlað mér að vera að munn- höggvast við meirihlutann og sveitarstjóra í þessu máli og harma það að skoðun mín í þess- um málum hafi verið gerð að persónulegu stríði og er þessu máli því hér með lokið af minni hálfu. Þetta sagði Halldóra 1. október sl. Stuttu síðar eða þann 30. októ- ber sl. skrifaði hún síðan grein- ina, „Litla Kúba“ hér í blaðið og fór hamförum í launamálum sveitarstjóra. Þetta segir allt sem segja þarf um trúverðugleika hennar. Halldóru M. Baldursdóttur, full- trúa V - lista í hreppsnefnd, lista; „velferðar Vatnsleysustrandar- hrepps“, mun ekki takast að koma í veg fyrir að sveitarfélagið haldi áfram að vaxa og dafna. Henni mun ekki takast að sverta orðstír þess. Megi náð, friður og farsæld fylg- ja öllum hreppsbúum á nýju ári. Birgir Þórarinsson, Knarrarnesi,Vatnsleysuströnd. Um rangfærslur og fúkyrði í „jólahugvekju“ LESENDUR HAFA ORÐIÐ Ferskar fréttir á 1. tbl. 2003 - 16 sidur 16 2.1.2003 16:24 Page 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.