Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 I 21 BÚMENN AUGLÝSA ÍBÚÐIR bumenn@bumenn.is [ lífsreynsla ] þriðja ári var föst í barnabílstól. Bróðir hennar hafði reynt að halda höfðinu uppúr vatninu. Móðir barnsins var einnig í mik- illi hættu á þessari stundu en hún var einnig föst inni í bílnum“. Guðmundur lýsir því þannig að þegar hann leit inn í bílinn var yngsta barnið fast í bílstólnum. Vegfarandi kom til Guðmundar og rétti honum hníf sem hann notaði til að skera á bílbeltin til að losa barnið. Þegar barnið var laust tók hann það þegar og óð í land til að hefja endurlífgun. „Barnið var alveg lífvana og orð- ið blátt í framan þegar við náðum því út úr bílnum. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að hefja lífgunartilraunir á bakk- anum. Ég byrjaði á að nota blást- ursaðferðina á barnið en fljótlega koma að vegfarandi sem hafði reynslu af björgunarstörfum frá norsku slökkviliði. Hann hóf hjartahnoð“. Guðmundur er rafvirkjameistari og segist hafa fengið sína skyndi- hjálparkunnáttu í Iðnskólanum. Hann segir að ekki hafi mátt tæpara standa. Fékk mynd af börnunum um jólin Oft er það tilfinning fólks sem kemur að alvarlegum slysum að lögregla og björgunarlið sé lengi á leiðinni. Guðmundi þótti björg- unarliðið koma fljótt. Hann hafði einnig í nógu að snúast allan tím- ann en var feginn þegar fyrstu sjúkrabílarnir komu á slysstað. Börnin þrjú sem lentu í slysinu hafa öll náð sér að fullu í dag og móðir þeirra mun ekki bíða var- anlegan skaða en hún er í dag í endurhæfingu til að ná fullum mætti. Guðmundur hefur fengið fréttir af fólkinu eftir slysið. Þannig komu amma og afi barn- anna í heimsókn til Guðmundar fljótlega eftir slysið til að færa honum þakklæti fjölskyldunnar og um jólin fékk fjölskylda Guð- mundar mynd af börnunum sem lentu í slysinu. Guðmundur sagði að á vettvangi slyssins hafi það eitt komist að hjá honum og öðrum að bjarga fólkinu úr bílnum. Dagana eftir slysið hafi hins vegar komið sjokk þegar hann fór að hugsa at- burðarásina. Rafverktaki í 15 ár Guðmundur Jens hefur rekið fyr- irtækið Raftýruna sf. í félagið við Friðrik Þór Friðriksson í 15 ár í maí næstkomandi. Hjá þeim star- fa að auki þrír starfsmenn. Marg- ir muna eftir Guðmundi af knatt- spyrnuvellinum í Garði en hann á að baki tæplega 300 meistara- flokksleiki með Víði í Garði og í þeim skoraði hann á milli 180- 190 mörk. Í dag hafa takkaskórn- ir verið á hillunni vel á annan áratug en áhugamál hans í dag er söngur með söngsveitinni Vík- ingunum. Sveitin kemur saman einu sinni í viku til æfinga en næsta stórverkefni hennar eru vortónleikar. Þá eru Víkingarnir einnig að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Guðmundur Jens og Anna Marý ásamt börnum sínum. Páll Ketilsson ritstjóri afhendir Guðmundi viðurkenninguna. Elsku litli bróðir til hamingju með 1 árs afmælið. Bjarta framtíð. Þess óska þínar systur Anja Rún og Hélene Rún. 6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:37 Page 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.