Víkurfréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 I 7
Hver fundur er undur!
Hringdu í síma 420 8806.
Glæsilegir salir fyrir fundi,
ráðstefnur og mannfagnað
í Bláa lóninu og einnig í
Eldborg (800 m frá Bláa lóninu).
www.bluelagoon.is
Íannað skipti var V-dagurinnhaldinn á Íslandi, 14. febrú-ar en V-dagssamtökin voru
stofnuð árið 1998 í tengslum
við leikritið Vagina Monologu-
es eða Píkusögur eftir Eve
Ensler sem er sýnt í Borgar-
leikhúsinu. Markmið alþjóð-
legu V-dagssamtakanna er að
binda endi á ofbeldi gegn kon-
um um allan heim og munu
samtökin starfa þar til því
markmiði hefur verið náð.
V-dagur var haldinn í fyrsta skip-
ti á Íslandi þann 14. febrúar í
fyrra. Markmiðið með deginum
er það sama og á hinum alþjóð-
legu V-dögum, fólk er vakið til
umhugsunar um kynferðisofbeldi
gegn konum. Fyrsta verkefni
samtakanna var að halda V-dag-
inn þar sem haldið var málþing
og glæsileg dagskrá í Borgarleik-
húsinu.
Hjá Lögreglunni í Keflavík í
fyrra voru fjórar nauðganir kærð-
ar að sögn Jóhannesar Jenssonar
aðstoðaryfirlögregluþjóns. Jó-
hannes segir að ferli nauðgunar-
mála sé í föstum skorðum hjá
Lögreglunni í Keflavík og fórn-
arlömb nauðgana fari í læknis-
skoðun hjá neyðarmóttöku í
Reykjavík.
18 komur eru skráðar í Kvenna-
athvarfið af Suðurnesjum í fyrra
en Jóna Sigurlín Harðardóttir
framkvæmdastjóri Kvennaat-
hvarfsins sagði í samtali við Vík-
urfréttir að verið gæti að sama
konan væri að koma tvisvar í at-
hvarfið: „Þær konur sem hingað
leita fá yfirleitt ráðgjöf og það
getur verið að sama konan sé að
koma tvisvar. Við sundurgreinum
það ekki og tökum mið af heim-
sóknum í athvarfið.“ Árið 2001
voru komur kvenna af Suður-
nesjum í Kvennaathvarfið 11
talsins.
Fjórar nauðganir kærðar
á Suðurnesjum í fyrra
Grindavíkurkirkja
Sunnud. 23. feb. Sunnudagaskólinn
kl. 11. Kalli, Stína og Konni koma í
heimsókn. Messa kl.14. Altarisganga.
Frímúrarar koma í heimsókn.
Foreldrar fermingarbarna verða með
kaffisölu á sanngjörnu verði eftir
athöfn. Sjáumst í kirkjunni okkar og
eigum góða stund saman. Prestur: sr.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Organisti:
Örn Falkner. Kór Grindavíkurkirkju
leiðir safnaðarsöng.
Hvítasunnukirkjan, Hafnargötu 84
Sunnudagar kl. 11.00: Almennar
samkomurog barnastarf.
Miðvikudagar kl. 19.30:
Stúlknafundir.
Fimmtudagar kl. 19.00:
Alfanámskeið.
Föstudagar kl. 20.00: Unglingastarf.
Allir hjartanlega velkomnir.
Daglegar fréttir á www.vf.is
8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 16:13 Page 7