Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 15
BIKARblaðið Allt frá árinu 1986 hafa ein- ungis verið haldnir 4 bikarúrslitaleikir í karlaflokki án þátttöku annað hvort Njarðvíkur eða Keflavíkur. Liðin hafa þó bara mæst þris- var þar sem Njarðvíkingar unnu tvær viðureignir (‘90 og ‘99), en Keflavík eina (‘94). Kvennalið Keflavíkur hefur komist í úrslitaleikinn í 15 af síðustu 18 skiptum. KR og Keflavík hafa mæst fimm sin- num í úrslitunum og hafa Keflavíkurstúlkur haft betur í þrjú skipti (‘93, ‘95 og ‘97), en KR unnu tvisvar (‘87 og ‘01). Fyrsti bikarúrslitaleikur kven- na fór fram 1975 þar sem Þór frá Akureyri vann KR 20-16. Í úrslitaleik karla 1993 þegar Keflavík vann Snæfell, 115- 76, settu Keflvíkingar met í bæði í skoruðum stigum í úrslitaleik og mesta stigamun, 39 stig. KR á metið í flestum stigum skoruðum í úrslitaleik kvenna, 88 stig gegn ÍS ‘99. Keflavík á metið fyrir mesta stigamun, 33 stig, sem þær settu gegn Haukum ‘90. Njarðvíkingar töpuðu fyrstu fjórum bikarúrslitaleikjum sínum, en hafa síðan unnið sjö af níu leikjum sínum. Keflavíkingar töpuðu fyrstu tveimur úrslitaleikjum sínum, en hafa síðan unnið fjóra af fimm. Um helgina mæta Njarðvíkingar til úrslitaleiks án Teits Örlygssonar, en það er í fyrsta skipti sem slíkt gerist í rúm 20 ár og verður fróðlegt að sjá hvernig fer. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur, vann 5 bikarmeis- taratitla sem leikmaður og hefur þegar unnið einn sem þjálfari. Þorsteinn Bjarnason skoraði fyrsta stig Keflvíkinga í úrsli- taleik. Kristín Sigurðardóttir skoraði hins vegar fyrstu sti- gin fyrir kvennalið Keflavíkur. Körfuboltaveisla Laugardaginn 7. febrúar í Laugardalshöll. Keflavík - KR í kvennaflokki kl. 13.30 Keflavík - Njarðvík í karlaflokki kl. 16.30 Sérblað um bikarúrslitaleikina í körfuknattleik bikar MOLAR Bikarbladid 4.2.2004 14:37 Page 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.