Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 05.02.2004, Blaðsíða 17
I 17 Álaugardag verður mikið um dýrðirfyrir Körfuknattleiksáhugamennþegar úrslitaleikirnir í bikarkeppnum KKÍ og Lýsingar fara fram í Laugardalshöllinni. Í kvennaleiknum mætast tvö sigursælustu lið sögunnar, KR og Keflavík, en þau hafa marga hildi háð í gegnum tíðina. Um þessar mundir virðast Keflvíkingar vera sterkari aðilinn þar sem þær hafa verið á góðri siglingu í síðustu leikjum á meðan KR hefur slegið eilítið slöku við. Því má þó ekki gleyma að KR stúlkur hafa unnið Keflvíkingana í vetur og eru til alls líklegar. Lykilleikmenn KR eru Hildur Sigurðardóttir og Katie Wolfe sem hafa borið liðið uppi með sannfærandi frammistöðu í vetur. Hjá Keflavík eru margar stúlkur sem geta valdið KR skráveifum og má þar fyrst telja Birnu Valgarðsdóttur og Erlu Þorsteindóttur, sem geta unnið heilu leikina upp á sitt einsdæmi ef þær eiga góðan dag, að ógleymdri Önnu Maríu Sveinsdóttur sem býr yfir mikilli reynslu og ski- lar alltaf sínu fyrir liðið. Í karlaleiknum eigast við hinir fornu fjendur Njarðvík og Keflavík. Leikir þessara liða vekja alltaf athygli, enda hafa liðin verið í allra fremstu röð í áraraðir og er óhætt að lofa sögulegri viðureign. Njarðvíkingar eru þó í miklum vandræðum með leikmenn sína þar sem Brandon Woudstra og Brenton Birmingham hafa verið meiddir og Páll Kristinsson hefur verið dæmdur í leikbann. Því hafa þeir fengið til liðs við sig bandarískan leik- mann að nafni Larry Bratcher. Njarðvíkingar hafa ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum og töpuðu fyrir Keflavík og Hamri um síðustu helgi og er því auðveldara að spá Keflvíkingum sigri í leiknum. En vissulega hafa Njarðvíkingar mörgum sterkum mönnum á að skipa eins og Friðriki Stefánssyni og Guðmundi Jónssyni, sem hafa sýnt hvers þeir eru megnugir þegar á móti blæs. Keflvíkingar hafa í sjálfu sér ekki verið að spila mjög sannfærandi að undanförnu og eiga líka við meiðsli að stríða þar sem Falur Harðarson og Fannar Ólafsson verða fjarri góðu gamni. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá hinni miklu breidd sem þeir hafa auk þess sem þeir geta fengið út úr mönnum eins og Nick Bradford, Derrick Allen og fyrirliðanum Gunnari Einarssyni á góðum degi. Róðurinn verður þungur fyrir Njarðvíkinga, en Keflavíkingar hafa lært af reynslunni að það bor- gar sig aldrei að afskrifa þá grænu fyrirfram og verður leikurinn án nokkurs vafa æsispennandi og skemmtilegur. Keflavík 5 Arnar Freyr Jónsson 6 Davíð Þór Jónsson 7 Jón Norðdal Hafsteinsson 8 Sverrir Þór Sverrisson 9 Hjörtur Harðarson 10 Magnús Þór Gunnarsson 11 Halldór Halldórsson 12 Nick Bradford 13 Gunnar Einarsson 14 Gunnar Stefánsson 15 Derrick Allen Þjálfarar: Falur Harðarson og Guðjón Skúlason Njarðvík 4 Friðrik E Stefánsson 5 Larry Bratcher 6 Kristján R Sigurðsson 7 Egill Jónasson 9 Guðmundur Jónsson 11 Ólafur Ingvason 12 Helgi M Guðbjartsson 13 Ragnar Ragnarsson 14 Brandon Woudstra 15 Halldór R Karlsson Þjálfari: Friðrik Ragnarsson Keflavík 5 Birna Valgarðsdóttir 6 Bryndís Guðmundsdóttir 7 Marín Rós Karlsdóttir 8 Erla Reynisdóttir 9 Rannveig Randversdóttir 11 Svava Ósk Stefánsdóttir 12 Erla Þorsteinsdóttir 13 Halldóra Andrésdóttir 14 Anna María Sveinsdóttir 15 María Ben Erlingsdóttir Þjálfari: Hjörtur Harðarson KR 4 Sigrún Skarphéðinsdóttir 5 Lilja Oddsdóttir 6 Sigrún Hallgrímsdóttir 7 Georgia O Kristiansen 8 Tinna Björk Sigmundsdóttir 9 Guðrún Sigurðardóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 11 Kristín A Sigurðardóttir 12 Halla Jóhannesdóttir 13 Katie Wolfe 14 Hafdís Gunnarsdóttir Þjálfari: Gréta María Grétarsdóttir Spennan í hámarki! Leikmenn og þjálfarar Bikarbladid 4.2.2004 14:39 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.