Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið ® Keflavík lagði Njarðvík 1.deild kvenna: GRINDAVÍK-KEFLAVÍK Á miðvikudaginn mun reyna fyrir alvöru á Grindvíkinga og sigur- göngu þeirra í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hafa verið á fljúgandi siglingu í síðustu leikjum hafa Íslandsmeistarar Keflavíkur líka verið að finna sig æ betur og hafa nú tyllt sér í toppsæti 1. deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð. Liðin eru bæði í dúndrandi uppsveiflu og verður viðureign þeirra eflaust frábær skemmtun. Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkurstúlkna, sér fram á strembinn leik. „Þetta verður hörkuleikur. Þær eru búnar að vinna einhverja fjóra eða fimm leiki í röð og búnar að fá Kana sem er mjög sterk inni í teig þannig að ég á von á hörkuleik þar sem munu mætast stálin stinn.“ Pétur Guðmundsson hjá Grindavík tekur í sama streng og hlakkar til leiksins. „Keflavík er eina liðið sem við höfum ekki unnið í vetur og það væri vissulega gaman að ná einum leik af þeim svona undir lokin og mundi bæta enn meira á sjálfstraustið hjá okkur. Það er samt svolítið slæmt að hafa svona langa bið milli leikja. Maður missir svolítið dampinn við að þurfa að bíða út af bikarhelginni. En við getum alveg strítt þeim og ef við erum heppnar gætum við stolið sigri.“ Intersport-deildin: BREIÐABLIK-KEFLAVÍK Hætt er við því að þessi leikur yrði ekki spennandi, enda hefur Breiða- blik ekki sýnt mikið af sér í vetur og hafa einungis unnið einn deildar- leik á heimavelli. Á meðan hefur gengi Keflavíkur ekki verið eins og best verður á kosið, en engu að síður má teljast fullvíst að ef þeir mæti til leiks með höfuðið skrúfað fast séu þeir næsta öruggir um sigur. Leikurinn fer fram á þriðjudag. Intersport-deildin NJARÐVÍK-HAMAR 73-90 Stigahæstir: Njarðvík: Friðrik Stefánsson 26/10, Páll Kristinsson 20, Kristján Sigurðs- son 9. Hamar: Chris Dade 24, Marvin Valdimarsson 15. HAUKAR-GRINDAVÍK 89-79 Stigahæstir: Grindavík: Lewis 30, Blackmon 19. Haukar: Manciel 31/13. KEFLAVÍK-NJARÐVÍK 90-73 Guðjón Skúlason, annar þjálfara Kefl- víkinga, var ánægður með að sækja sigur í erfiðum leik á föstudaginn, en sagði sína menn þó oft hafa spilað bet- ur. „Vörnin hjá okkur var mjög góð framan af, en sóknarleikurinn hjá okk- ur var ekkert frábær. Við gátum leyft öllum að spila og strákarnir af bekkn- um skiluðu sínu eins og alltaf.“ Friðrik Ragnarsson hjá Njarðvík var síður en svo sáttur við frammistöðu sinna manna í leiknum og sagði liðið hafa spilað sinn versta leik í langan tíma í kvöld. „Keflvíkingar voru bara að leggja sig meira fram. Þeir náðu öll- um löngu fráköstunum og lausu bolt- unum. Þetta var bara lélegt hjá okkur frá A til Ö. Þetta kemur ekki fyrir aftur, enda er eina leiðin upp núna.“ Stigahæstir: Keflavík: Allen 25, Halldór 13, Brad- ford 13, Arnar Freyr 11. Njarðvík: Friðrik 26, Páll 17, Brandon 12, Guð- mundur 10. GRINDAVÍK-TINDASTÓLL 77-76 Stigahæstir: Grindavík: Darrel Lewis 33, Páll Axel Vilbergsson 29, Stanley Blackmon 12 Tindastóll: Nick Boyd 23/14, Axel Kárason 17. SNÆFELL-KEFLAVÍK 94-90 Stigahæstir: Keflavík: Allen 28/15, Bradford 28, Arnar Freyr 11, Gunnar Einarsson 11. Snæfell: Whitmore 33/10, Dotson 18, Hlynur Bæringsson 13/12. 1. deild kvenna NJARÐVÍK- KEFLAVÍK 62-87 Njarðvíkurstúlkur áttu aldrei mögu- leika gegn sterku liði Keflvíkinga í ná- grannaslagnum í 1. deild kvenna á laugardaginn var. Keflavíkurstúlkur höfðu forystu allan leikinn og virðast til alls líklegar þessa dagana. Stigahæstar: Njarðvík: Andrea Gaines 17 stig/13 fráköst, Auður Jónsdóttir 14. Keflavík: Birna Valgarðsdóttir 26/10, Erla Reynisdóttir 14, Anna María Sveinsdóttir 10/10. GRINDAVÍK-KR 84-64 Grindavík: Kesha Tardy 25/9, Ólöf Pálsdóttir 12/8/12. KR: Katie Wolfe 24/10, Hildur Sigurð- ardóttir 13. Átta sundmenn úr röðum Afrekshóps ÍRBgerðu góða ferð til Danmerkur um síðustuhelgi þar sem tekið var þátt í stóru sund- móti, Lyngby Open. Sundmennirnir sýndu svo ekki var um villst að þeir standast hæglega samkeppni við frændur vora frá Danaveldi og Svíþjóð þar sem þau unnu sér öll rétt til að taka þátt í úrslitasundum mótsins einu sinni eða oftar og útkoman úr þeim sundum var mjög ríkuleg eða 10 gull, 10 silfur og 2 bronsverðlaun. Helena Ósk Ívarsdóttir sigraði með miklum yfir- burðum í öllum þremur bringusundsgreinunum í sínum aldursflokki og hlaut bronsið í fjórðu grein- inni. Guðni Emilsson, sá ungi og efnilegi sundmað- ur, sigraði í tveimur greinum og var tvisvar sinnum í öðru sæti og Birkir Már Jónsson sigraði einnig í tveimur greinum og nældi sér auk þess í ein silfur- verðlaun og ein bronsverðlaun. Erla Dögg Haralds- dóttir var sterk að venju og sigraði í tveimur grein- um og var önnur í tveimur öðrum og Karítas Heim- isdóttir sýndi miklar framfarir og sigraði glæsilega í einni grein og fékk þar að auki tvenn silfurverðlaun. Síðast en ekki síst hlaut Íris Edda Heimisdóttir þrenn silfurverðlaun í bringusundsgreinunum. Hilmar Pétur Sigurðsson og Þór Sveinsson stóðu sig einnig vel og komust áfram í úrslitasund móts- ins. Þessi árangur ÍRB sundmannanna sýnir hversu mikill styrkur er í starfi félagsins og að sundfólkið okkar stenst fyllilega samanburð við jafnaldra sína á erlendri grundu og í mörgum tilfellum gott betur en það. Staðan Intersport-deildin: L U T St 1. Snæfell 16 13 3 26 2. Grindavík 16 13 3 26 3. Keflavík 15 10 5 20 4. Njarðvík 16 10 6 20 5. KR 15 9 6 18 6. Haukar 16 9 7 18 7. Hamar 16 9 7 18 8. Tindastóll 16 8 8 16 9. ÍR 16 5 11 10 10. Breiðablik 15 3 12 6 11. KFÍ 15 3 12 6 12. Þór 16 2 14 4 1. deild kvenna: L U T St 1. Keflavík 15 12 3 24 2. ÍS 15 10 5 20 3. KR 15 9 6 18 4. Grindavík 15 6 9 12 5. Njarðvík 15 6 9 12 6. ÍR 15 2 13 4 SUNDFÓLK ÍRB SLÆR Í GEGN 6. tbl. 2004 umbrot 4.2.2004 14:02 Page 24

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.