Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Síða 25

Víkurfréttir - 05.02.2004, Síða 25
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 5. FEBRÚAR 2004 I 25 Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 sport@vf.is Annar hluti BikarmótsTaekwondo-sambandsÍslands var haldið í Fjölnishúsinu í Reykjavík um síðustu helgi og sendi Taekwondo-deild Keflavíkur fimm keppendur til leiks. Æft hafði verið af kappi fyrir þetta mót og stóðu Keflvíkingar sig mjög vel og fengu 5 verðlaun og þar að auki var Tu Ngoc Vu valinn keppandi mótsins, en hann vann tvær greinar af þeim þrem- ur sem hann keppti í, þar á meðal í sýningarformi þar sem bróðir hans, Danni Ngoc Vu fékk silfur- verðlaun, en Tu fékk brons í bar- daga. Þeir bræður stóðu sig gífur- lega vel, og stóðu vel fyrir sínu, enda hafa þeir æft vel og eiga þeir sannarlega lof skilið fyrir frammistöðuna. Sandgerðingurinn Helgi Rafn Guðmundsson vann til gullverð- launa í bardaga annað bikarmót- ið sitt í röð, en helgina áður hafði helgi staðið sig með miklum ágætum á Norðurlandamótinu í Taekwondo sem fór fram í Finn- landi. Þar tapaði Helgi úrslitaviðureign- inni í unglingaflokki fyrir mjög sterkum Svía sem er tvöfaldur Norðurlandameistari og Helgi sagði að hafi verið gífurlega góð- ur og erfiður andstæðingur. „Ég átti í fullu fangi með hann, en hann hafði yfirhöndina lengst af bardaganum og endaði sem sigurvegarinn.“ Þetta var síðasta Norðurlandamót Helga í ung- lingaflokki, og fannst honum súrt að missa af tækifærinu til að ná gullinu. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað ná titlinum því fullorðinsflokkarnir eru auðvitað margfalt sterkari, en svona er þetta bara.“ Helgi bætir því við að hann hafi æft mikið undanfarið ár, bæði með Keflavík og landsliðinu, og segist stefna á fleiri mót og áframhaldandi velgengni. N jarðvíkingar eiga ínokkrum vandræðummeð leikmannahóp sinn fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Keflvíkingum um næstu helgi en Brenton Birmingham og Brandon Woudstra þurfa á kraftaverki að halda til að verða leikfærir fyrir laugar- daginn. Þá verður Páll Krist- insson fjarri góðu gamni því hann var dæmdur í leikbann eftir að honum var vísað af leikvelli í leik Njarðvíkinga gegn Hamarsmönnum á sunnudaginn. Páll hefur verið einn af burðarásum Njarðvík- inga í ár og hefur skorað yfir 16 stig og tekið ríflega 8 fráköst í leik í vetur og hefur aldrei spilað betur. Njarðvíkingar hafa fengið nýjan erlendan leikmann, Larry Bratcher, til reynslu og mun hann að öllum líkindum spila með gegn liði Keflavíkur í úrslita- leiknum. Bratcher þessi er 29 ára gamall Bandaríkjamaður sem kemur frá Norður-Karólínufylki og spilaði með Fayettville State í háskóla- boltanum en hefur farið víða á ferli sínum eftir það og m.a. spil- að í Þýskalandi, Belgíu Kól- umbíu og Jórdaníu. Bratcher er 199cm á hæð og spil- ar bæði leikstjórnanda og skot- bakvarðarstöðuna og þykir jafn- framt nokkuð góður varnarmað- ur. Fín frammistaða Taekwondo-iðkenda Kö r f u k n a t t l e i k s l i ðGrindvíkinga hefur nútil reynslu bandarísk- an leikmann að nafni Stan Blackmon. Blackmon er 25 ára, 1.98m á hæð og leikur stöðu framherja. Á ýmsu hefur gengið síðan Grindvíkingar ákváðu að skip- ta Daniel Trammel út og fá sér annan Bandaríkjamann fyrir lokaátökin í deildinni. Derrick Stroud var kominn langleiðina upp í flugvélina hingað til lands og búið var að ganga frá öllum lausum endum í sam- bandi við komu hans þegar honum snerist hugur og fór frekar til Ungverjalands þar sem hann hefur gert góða hluti síðan. Þá lék Timothy Szatko einn leik með liðinu, en var lát- inn fara þar sem hann stóð sig ekki vel. Grindavík vann alla leiki sína í Intersport-deildinni fyrir ára- mót en hafa tapað tveimur af þremur deildarleikjum sínum eftir að Trammel var látinn fara. Friðrik segir að hann sjái margt í Blackmon og að hann verði hjá þeim í nokkra daga í viðbót til athugunar. Grindvíkingar fá Blackmon til reynslu Vandræði í leikmanna- málum Njarðvíkinga Á laugardag lauk Iceland Express-mótinu íknattspyrnu með sigri Örgryte IS frá Sví-þjóð. Mótið allt gekk snurðulaust fyrir sig, öll framkvæmd þess var til fyrirmyndar og á knattspyrnudeild Keflavíkur hrós skilið fyrir þetta frábæra framtak. Mótið hófst í Egilshöll á föstudaginn með leik Kefl- víkinga og ÍA, sem Keflvíkingar vildu sennilega gleyma sem fyrst. Leikurinn endaði 1-4 fyrir Skaga- menn, en úrslitin gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins þar sem Keflvíkingar áttu fullt af færum, en virtist vanta einhvern til að taka af skarið í sókninni og klára færin. Herra Ísland sjálfur, Garðar Gunn- laugsson, skoraði tvö mörk fyrir ÍA í fyrri hálfleik, en Magnús Þorsteinsson skoraði eitt fyrir Keflavík. Í seinni hálfleik skoraði Guðjón Sveinsson 2 mörk fyrir ÍA sem tryggði góðan 4-1 sigur sem var, eins og áður sagði, ekki alveg í takt við gang leiksins. Seinni leikur dagsins var viðureign Íslandsmeistara KR og sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte. Leikur- inn var varla kominn í gang þegar Garðar Jóhanns- son var búinn að koma KR yfir þegar hann hnoðaði sig í gegnum vörn Svíanna og smellti góðu skoti upp í hornið. Örgryte jafnaði eftir 15 mínútna leik þegar Eric Gustavsson skoraði eftir hornspyrnu, en Atli Sveinn Þórarinsson skoraði sigurmark Örgryte með góðum skalla eftir hornspyrnu í seinni hálfleik, en þetta var fyrsta markið sem hann skorar fyrir félagið. Á laugardeginum var leikið í Reykjaneshöllinni og var fyrri leikur dagsins viðureign KR og Keflavíkur um þriðja sætið á mótinu. Nokkurra vonbrigða gætti hjá Keflvíkingum þegar kom í ljós að KR tefldu fram liði sem samanstóð að mestu leyti af unglingaliðsmönnum, en leikmenn létu það ekki á sig fá. Skemmst frá að segja sáu hinir ungu Vesturbæingar aldrei til sólar í leiknum og Keflavík vann stórsigur 6-0 þar sem Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rún- arsson skoruðu fyrir Keflvíkinga í fyrri hálfleik og Haraldur Guðmundsson, Zoran Ljubicic, Magnús Þorsteinsson og Sigurður Markús Grétarsson sáu um að gera út um leikinn í seinni hálfleik. Úrslitaleikur Örgryte og ÍA var ansi skemmtilegur og bauð upp á nokkur skemmtileg mörk. Leiknum lyktaði 3-1 fyrir Svíana sem unnu þar með fyrsta Iceland Express bikarinn. Eric Gustavsson kom Örgryte yfir í byrjun leiks og stóðu leikar þannig fram í byrjun seinni hálfleiks þegar Dawid Banaczek jafnaði fyrir Skagamenn. Um miðjan hálfleikinn skoruðu þeir sænsku þó tvö mörk með stuttu millibili. Voru þar Christian Hem- berg og Erik Johannessen að verki og má segja að leikurinn hafi verið búinn eftir það. Allir sem komu að mótinu lýstu yfir mikilli ánægju með framkvæmdina og voru flestir á því að knatt- spyrnudeild Keflavíkur hafi unnið þrekvirki. Will- um Þór, þjálfari KR, sagðist m.a. vona að þetta mót væri komið til að vera og í sama streng tók Ólafur Þórðarson hjá ÍA og bætti við að hann myndi ekki hugsa sig tvisvar um ef honum yrði boðið aftur að ári. Það eina sem hefði mátt bæta var aðsóknin. Jón Pét- ur Róbertsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeild- arinnar, sagði menn hafa verið illa svikna af dræmri mætingu í Reykjaneshöllina og óttaðist að ekki væri grundvöllur til að leika Iceland Express-mótið hér suður frá í framtíðinni vegna áhugaleysis. Vel lukkað mót 6. tbl. 2004 umbrot 4.2.2004 14:02 Page 25

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.